Iðnneminn - 01.04.1953, Qupperneq 11
Hvað vom þeir
að gera 1901?
Stalín.
Jósep Djúgashvíli var þá 22 ára, hafði
hætt við guðfræðipróf og var einn af for-
göngumönnum 1. maí kröfugöngu í Tíflis.
Hann vakti þá í fyrsta sinn athygli lög-
reglunnar, og líf hans sem byltingar-
manns hófst þetta ár.
T akmark:
Að tryggja alræði öreiganna í einu landi
og nota það síðan sem grundvöll til þess að
steypa af stóli auðvaldi allra landa. Bylt-
ingin er ekki lengur takmörkuð. við eitt
land: Tími heimsbyltingarinnar er byrj-
aður. .— 1924.
Churchill.
Winston Churchill var þá 27 ára gamall,
nýsloppinn úr fangelsi hjá Búum, og hafði
unnið fyrstu kosningabaráttu Ihaldsflokks-
ins í Oldham-kjördæmi. Hann lagði mikla
ástundun í ræður sínar, og vöktu þær mikla
athygli í þinginu. Brátt greindi hann á við
flokk sinn, einkum i viðhorfi þeirra til Búa.
Takmatk:
„Ég vonaðist eftir heiðarlegum friði, sem
myndi um allan aldur tengja okkur og þessa
hraustu menn og leiðtoga þeirra saman.
Oruggasta leiðin til þess ekki aðeins að
bjarga lífi voru og frelsi, heldur einnig til
þess að koma í veg fyrir þriðju heims-
styrjöldina, er sú, að loka skarðinu í varnir
vesturveldanna í Evrópu."
11. ágúst 1950.
Truman.
Harry Truman var þá 17 ára, hafði ný-
lokið stúdentsprófi og hafði orðið fyrir sár-
um vonbrigðum af því að fá ekki inngöngu
í herskólann í West Point vegna augnveiki.
Hann varð tímavörður í vinnuflokki við
Santa Fe járnbrautina og fékk 35 dollara í
laun á mánuði, auk fæðis.
Takmark:
Oryggi vort og von heimsins um frið fel-
ast ekki í varnartækjum eða yfirráðum
vopna, heldur í vexti, útbreiðslu frelsis og
sjálfsstjórnar. Eftir því sem fleiri og fleiri
jrjóðir tileinka sér þessar hugsjónir verða
þær sterkasta friðaraflið í heiminum.
22. febrúar 1950.
Píus páfi XII.
Eugenio Pacelli var þá 25 ára gamall,
prestur við söfnuð hinna sérstöku kirkju-
legu málefna og var sendur til London
Barátta iðnnema fyrir hækkuðu kaupi
Nú hefur verkalýður landsins
nýlokið þriggja vikna verkfalli,
sem hann hefur háð til baráttu fyr-
ir hækkuðu kaupi og betri lífskjör-
um, vegna síversnandi lífsafkomu
hin síðari ár. Eins og getið var um
í síðasta tölublaði Iðnnemans, var
þetta í fyrsta skipti, scm verka-
lýðsfélögin tóku sameiginlega upp
kröfu iðnnemasamtakanna um
hækkaðan hundraðshluta af grunn-
kaupi sveina í viðkomandi iðn-
grein.
Það hefur eflaust vakið furðu
margra, hvernig útkoman varð lir
þessu verkfalli og ekki þá sízt
hvernig farið var með kröfur iðn-
nemanna. Því það er full ástæða
til að ætla, að þær kröfur hafi
samninganefndin tekið sem skraut-
fjaðrir til þess að skreyta sig með
og hafa sumir nefndarmenn síðan
reynt að fegra þessa samninga sem
einhvem stórkostlegan sigur. En
iðnnemum er ljóst, hvað að þeim
snýr og þeim varð strax ljóst, að
verkfallið og árangrar þess voru
enginn sigur fyrir þá. Samkvæmt
tilkynningu Iðnfræðsluráðs 22.
nóv. s.l. áttu þeir að fá greitt, kaup
samkvæmt vísitölu kauplags-
nefndar, eins og hún væri á hverj-
um tíma. Iðnnemar sáu því, að
verkalýðsfélögin höfðu með samn-
ingum sínum lækkað vísitölu kaup-
lagsnefndar um 5 stig. Hvcrgi var
á það minnst í samkomulagi
verkalýðsfélaganna, að samning-
með persónulegt samúðarbréf frá Leo
páfa þrettánda til Játvarðar sjöunda,
vegna dauða Victoríu drottningar.
Takmark:
Kirkjan hefur ekki aðeins bent á mis-
beitingu kapitalismans og eignarétt þann,
sem það hagkerfi eflir og verndar, en hefur
einnig kennt, að fjármagni og eignum verði
að beita sem framleiðslutæki í þágu þjóð-
arheildarinnar, og stuðla að verndun frelsis
og virðingar mannsins.
September 1950.
arnir næðu til iðnnema og var þó
sumum nefndarmönnum Ijóst, að
þcss myndi full þörf. I þessu fólst
allur sá sigur, sem iðnnemarnir,
lægst launaða stétt landsins, vann
í þessu verkfalli.
Þessi skoðun fékk síðan stað-
festingu jtegar kom til kasta meist-
aranna að greiða iðnnemunum eft-
ir samkomulaginu, þá neituðu þeir
að greiða iðnnemum hærra kaup,
þó með nokkrum undantekning-
um. Engar fréttir hafa þó borist
um að þeir lækkuðu kaup iðnnema
frá því sem áður var. Þegar hér
var komið sneri stjórn I.N.S.I. sér
til samninganefndarinnar með bréfi
dags. 29. des. og spurðist fyrir um
það, að hve miklu leyti samning-
arnir fælu í sér bætt kjör iðnnem-
um til handa. Svarið var á þá leið,
að nefndin „álítur sig hafa samið
um 15 daga orlof og 58 vísitölu-
stig á kaup iðnnema á sama hátt
og annara láglaunamanna“. Yfir-
lýsingu nefndarinnar birti stjórn
I.N.S.L síðan í dagblöðum bæj-
arins. Þó bar þetta ekki fullkom-
inn árangur og var því snúið sér
til Iðnfræðsluráðs og þaðan fékkst
yfirlýsing 18. jan. um að kaup allra
iðnnema skyldi rniðað við vísitöl-
una 158 og það gildir vitanlega sem
liig. Þrátt fyrir þetta bannaði
Vinnuveitendasamband íslands
mcðlimum sínum að greiða iðn-
nemum kaup eftir tilkynningu Iðn-
fræðsluráðs og því síður, eftir yfir-
lýsingu verkalýðsfélaganna. Af
þessum ástæðum neitaði Héðinn og
aðrar vélsmiðjur að hækka kaup
iðnnemanna.
Lausn á þessu máli mun að öll-
um líkindum ckki fást fyrr en því
hefur verið skotið til dómstóla og
úrskurður fenginn þaðan hvort
samið hafi verið af hálfu verka-
lýðsfélaganna fyrir hönd iðnnema.
Fyrr munu iðnnemar ekki veita
sér þá ánægju, að fá 15 daga sum-
arleyfi eins og aðrir launþegar.
IÐNNEMINN
11