Iðnneminn - 01.04.1953, Síða 12

Iðnneminn - 01.04.1953, Síða 12
Hvað er Alþjóðasam- vinnunefnd íslenzkrar æsku? Nefndin var stofnuð með sér- stökum samningi milli Iðnnema- sambands Islands, Æskulýðsfylk- ingarinnar og Félags róttækra stú- denta 2. febrúar 1952. Nefndarmennirnir eru: Ingi 11. Helgason, Þórkell G. Björgvinsson, Bjarni Benediktsson og Bogi Guð- mundsson. IHutverk nefndarinnar er að annast alls kyns fyrirgreiðslu og framkvæmdastörf vegna við- skipta íslenzkrar æsku við æsku- fólk í öðrum löndum innan vé- banda Alþjóðasambands lýðræð- issinnaðrar æsku (W. F. D. Y.) og Alþjóðasambands stúdenta (I. U. 5. ). Ilér eru nokkrar fréttir frá nefndinni: 1. Fyrir milligöngu nefndarinn- ar tók Iðnnemasamband Islands þátt í norrænu æskulýðsmóti, sem haldið var í Fredrikshavn dagana 6. —13. júlí 1952. Þátttakendur voru 13 iðnnemar auk fararstjór- ans, Þorsteins Valdimarssonar. 2. Nefndin sendi fulltrúa á fram- kvæmdanefndarfund Alþjóðasam- bands lýðræðissinnaðrar æsku, sem haldinn var 27.—30. júlí 1952 i Osló. Fulltrúinn var Þorsteinn Valdimarsson. 3. Nefndin sendi Pál Theodórs- son stud. polyt. sem fulltrúa sinn á stjórnarráðsfund Alþjóðasam- bands stúdenta, sem haldinn var í Bukarest 5.—13. sept. 1952. 4. Nefndin sendi Þorstein Valdi- marsson sem fulltrúa sinn á stjórn- arráðsfund Alþjóðasambands lýð- ræðissinnaðrar æsku, sem haldinn var í Prag 5.—8. febr. 1953, en þar var ákvörðunin tekin um Bukarest mótið. 5. Steinunn Theodórsdóttir mun mæta fyrir nefndina á fram- kvæmdanefndarfundi Alþjóðasam- bands stúdenta, sem haldinn er í Berlín 7.—10. marz 1953. Sambands- fréttir Kæru félagar, Iðnnemasambandi íslands er eins og kunnugt er meðlimur Alþjóðasambands iýðræðissinnaðrar æsku WFDY. Nú liefur verið ákveðið, að næsta æskulýðsmót þessara samtaka verði haldið í Bukarest, Rúmeníu 2,—16. ágúst í sumar. Alþjóða- samvinnunefnd íslenzkrar æsku vinnur nú að undirbúningi að þátttöku íslenzkr- ar æsku í þessu 4. alheimsmóti æskunnar. Æskulýðsmótin hafa áður verið haldin i I’rag, 1947, Búdapest 1949 og nú síðast í Berlín 1951, þangað fóru nokkrir iðn- nemar á vegum I.N.S.l. Það mót var fjölmennasta og glæsilegasta æskulýðsmót, sem haldið hefur verið i heiminum til þessa. Var almenn ánægja meðal þátt- takenda um mótið, þótt því hafi verið gefinn pólitískur stimpill af landfræði- legum ástæðum. Það cr full víst að slík mót, án nokkurrar lilutdrægni, myndi ógerlegt að halda hér í vestur Evrópu. Því sú borg sem heldur slíkt mót er gjörsamlega undirlögð af æskulýðnum sem mótið sækir. Oll kvikmyndahús, íþrótta- og skemmtisalir, leikhús, matsalir, sporvagnar og járnbrautir viðkomandi borgar eru helguð æskulýðnum þessa daga til ókeypis afnota. Þannig borgar hvcr þátttakandi ákveðið mótsgjakl (á Berlínarmótinu 160 kr. danskar) og í því er innifalið fæði, húsnæði, allar spor- vagna- og járnbrautarferðir, allar skemmtanir og annað sem mótið hefur upp á að bjóða. Ferðaáætlunin er þannig: 24. júlí er lagt af stað frá Reykjavík með Dron- ning Alexandrine og komið við í Þórs- höfn, en til Kaupmannahafnar er komið 29. júlí, um hádegi. Frá Kaupmanna- höfn er lagt af stað með jámbrautarlest til Gedser og með ferju yfir til Varne- munde í Þýzkalandi. Þaðan er farið með járnbraut að öllum líkindum í gegnum Berlín yfir til Bóllands og I gegnum Varsjá og þaðan til Búkarest. Hún er, eins og kunnugt er, austur við Svartahaf. Mótið hefst 2. ágúst og stend- ur til 16. ág. Lagt verður af stað heim 17. ág. með járnbrautarlest sömu leið og komið til Kaupmannahafnar 19. ág. og dvalið þar í þrjá daga.? Lagt verður af stað til Islands 22. ágúst með m. s. Gullfossi með viðkomu í Leith í Skot- landi og til íslands verður komið 27. ágúst. Þannig tekur ferðalagið 35 daga og ferðakostnaður allur fyrir utan vasapen- inga, er áætlaður kr. 3500.00. Skrifstofa I.N.S.Í. getur veitt allar nauðsynlegar upplýsingar unt mótið og um þátttökuna héðan, en þegar þetta bréf er ritað hafa 75 þátttöktilkynningar borizt. Þeir iðnnemar sem hyggja á þátttöku, skulu senda þátttökutilkynn- ingar til Iðnnemasambands íslands, Oð- insgötu 17, Reykjavík. í sambandi við þetta mót hefur Full- trúaráð iðnnemafélaganna í Reykjavík og Hafnarfirði ákveðið að efna til sam- keppni um sölu á happdrættismiðum Fullti úaráðsins og veita þeim, sem sölu- hæstur er og selt hefur a.m.k. 300 happ- drættismiða eða meira, ókeypis ferð á æskulýðsmótið í Bukarest. KAUPTIÐINDI Prentnemar 1. námsár 223,73 Bókbandsnemar 2. — 268,47 Bakaranemar 3. — 357,96 Rakaranemar 4. — 402,71 Bifvélavirkjan. 1. — 222,55 Blikksmíðanem. 2. — 267.06 Járniðn.nemar 3. — 356,08 4. — 400,51 Húsgagnasm.n. 1. — 223,62 Bekkvinna 2. — 268.33 3. — 357,79 4. — 402,52 Vélavinna 1. — 249,25 IÐNNEMINN 12

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.