Iðnneminn - 01.12.1954, Síða 1
6. tölublab, 21. árg., desember 1954
i
nemintt
M mm ÁebL mm G íiíí Aðuuus G mm N I ffli Ð mm N híb N tm E sm M iííi A S iíh A bihhui M \m\\ B mi A mm N íiii D nn S í mm% i»Liiiiiii A smb N nn D m S
Prentsmiðjur dagblaðanna útskrifa
nemendur eftir tveggja mánaða nám
Er jbeíía /1 ægt?
12. þing I.N.S.Í. var haldið dagana 25. og 26. september 1954. Þingið
sátu fulltrúar frá öllum iðnnemafélögum á landinu, en auk þess voru
viðstaddir setningu þingsins þrír fyrstu formenn sambandsins og fluttu
þeir allir þinginu ávarp.
nafni: „holur“. Eða prentsmiðja,
þar sem eru 1—2 prentvélar og 1
setjaravél. Þessar prentsmiðjur út-
skrifa talsverðan hluta þeirra prent-
ara er ljúka námi hverju sinni.
Þeir eru að tvennu betur settir
heldur en þeir, sem læra hjá dag-
blöðum. 1 fyrsta lagi vinna þeir
ekki vaktavinnu og í öðru lagi eru
þeir jafnvígir sem prentarar og
setjarar. En samt að svo litlu leyti
sem þekking þeirra nær í þessum
tveimur svo óskyldu greinum
prentlistarinnar. Þeir eru látnir vera
á þeim stað þar sem þeirra er mest
þörf hverju sinni.
Sem betur fer eru þó til prent-
smiðjur þar sem nemarnir læra sitt
fag, þó innan þess ramrna sem
kennsla verðandi iðnaðarmanna hér
á landi hefur alltaf takmarkast við,
eða áhugaleysis meistarans fyrir
nemanum að öllu leyti nema af-
rakstursins af vinnu hans.
Iðnfræðsluráð hefur öll þau ár,
sem það hefur starfað, lagt blessun
sína yfir samninga, sem því hefur
borizt frá prentsmiðjum dagblað-
anna og „holanna“. Þó gera þeir í
Iðnfræðsluráði og hlutaðeigandi
meistari oftast með sér munnlegan
samning þess efnis, að nemand-
inn verði einhvern tímal! sendur í
fullkomnari prentsmiðju.
Ohjákvæmilegt er að sú spurning
vakni hver sé tilgangurinn með
fyrirkomulagi því, sem nú er á iðn-
fiæðslunni. Svarið er einfalt. Það
er arðrán. Síðasti neisti þrælahalds-
ins. Og framkvæmt með þeirri ein-
ingu og samábyrgð, sem alltaf ríkir
meðal þjófa. Til aðstoðar eru svo
menn úr röðum iðnaðarmanna.
Menn sem hafa verið keyptir, með
því að troða þeim í bitlingastöður.
Fráfarandi formaður, Þórólfur
Daníelsson, setti þingið og bauð
fulitrúa velkomna og þá sérstak-
lega fulltrúa utan af landi, sem
sumir hverjir voru komnir mjög
langt að. Minntist hann þess að
merk tímamót eru f sögu samtak-
anna nú, þar sem I.N.S.I. væri 10
ára um þær mundir.
Þrír fyrstu formenn I.N.S.I., þeir
Óskar Hallgrímsson, Sigurður Guð-
geirsson og Tryggvi Gfslason fluttu
þinginu kveðjur sínar og óskuðu
samtökunum til hamingju með hin
merku tímamót og óskuðu þeim
allra hfeilla á komandi tímum. Síð-
an bauð stjórn I.N.S.Í. þingfulltrú-
um og gestum til sameiginlegrar
Aftasta röð, talið frá vinstri: Oskar Yalgarðsson, járniðnnemi, Helgi Daníelsson, Iðnnemafél. Selfoss, Olafur kaffidrykkju.
Davíðsson, járniðnnemi, Ingvaldur Rögnvaldsson, Rafm.nemafél., Magnús Guðmundsson, Rafnemafél., Gunn- Að því loknu hófust þingstörf með
ar Guttormsson, járniðnn., Ölafur H. Friðjónsson, Iðnnemafél. Hafnarfj., Ilirgir Björnsson, Iðnnemafél. Hafn- kosningum starfsmanna og nefnda
arfjarðar, Jón Bjarnason, fél. iðnnema, Isafirði. — Miðröð: Brynjólfur Vilhjálmsson, járniðnn., Hilmar Hálf- þingsins. Var Ingvaldur Rögnvalds-
dánarson, fél. iðnnema, Akranesi, Jón Ölafsson, fél. iðnnema, Akranesi, Eggert Vigfússon, fél. iðnn., Selfossi, son kjörinn fundarstjóri, en ritarar
Ólafur Haraldsson, Rafnemafél:, Jón Már Þorvaldsson, Prentnemafél., Haraldur Einarsson, járniðnn., Baldur þess Jón Már Þorvaldsson og Óskar
Geirsson, Rafnemafél., Sverrir Guðjónsson, járniðnn., Björn Asgeinson, járniðnn., Gísli Sigurliansson, járn- Valgarðsson.
iðnnemi, Benedikt Bjarnason, járniðnn., Grétar Norðfjörð, Rafnemafél. — Fremsta röð: Sigurður Kristjáns- Þórólfur Daníelsson flutti skýrslu
son, járniðnn., Ólafur Eiriksson, járniðnn., Hreinn Hauksson, járniðnn., Þórólfur Daníelsson, Prentnemafél., stjórnarinnar og Sæmundur Ingólfs-
Scemundur Ingólfsson, járniðnn., Klemens Guðmundss on, Prentnemaf. — A myndina vantar nokkra fulllrúa. son lagði fram reikninga sambands-
ins, en síðan fluttu formenn hinna
ýrnsu félaga skýrslur þeirra.
A þinginu voru tekin til umræðu
öll helztu baráttu- og hagsmunamál
iðnnema. Urðu um þau mál mikl-
ar umræður og voru allir þingfull-
trúar mjög samstilltir til áfram-
haldandi baráttu fyrir bættum kjör-
um iðnnemum til handa.
Voru um hin ýmsu baráttumál
iðnnema gerðar fjölmargar ályktan-
ir. Verður þeirra eigi getið hér að
þessu sinni.
I stjórn voru kjörnir: Ingvaldur
Rögnvaldsson, form., Baldur Geirs-
son, varaform., Gunnar Guttorms-
son, ritari, Magnús Jónsson, gjald-
keri og Sigurður Kristjánsson með-
stjórnandi. — í varastjórn voru
þessir kjörnir: Olafur Eiríksson, Ól-
afur Davíðsson, Haraldur Einarsson
og Óskar Valgarðsson.
Iðnneminn óskar lesendum sínum
GLEÐILEGRA IÓLA
og farsæls komandi árs.
En þjófurinn hlær! Asninn er auð-
blekktur með aurunum.
Þó prentnám hafi verið tekið fyr-
ir hér sérstaklega, á þetta við um
allt iðnnám hér á landi. Það verð-
ur aðeins með samtakamætti iðn-
nemanna sjálfra sein bót fæst á
þessu. Fylkið ykkur, iðnnemar, í fé-
lög ykkar og stofnið ný félög. Þá
eru mestar líkur til að við getum
ráðið niðurlögum ræningjans.
Ijigvaldur R ögnvaldsson.
Ávarp Ingvalds Rögnvatdssonar, form.
I.N.S.I: á 26. fDÍngi A.S.I:
Ég vil þakka stjórn Alþýðusambands íslands fyrir að
hafa boðið fulltrúa Iðnnemasambands íslands að vera
við settningu 24. þings A. S. í.
Eins og flestum ykkur er kunnugt er Iðnnemasam-
bandið ekki enn viðurkenndur samningsaðili fyrir iðn-
nema um kjör eða hagi þeirra. Þá er öllum ljós nauðsyn
samstöðu samtaka verkalýðsins í landinu með öllum
baráttumálum iðnnema, og að þar á milli ríki alltaf
skilningur er þarf til að sem beztur árangur náizt,- Það
er brýn nauðsyn til þess að samtök iðnsveina taki til
athugunar hvernig búið er að iðnnemum og hvernig
þeir eru enn notaðir sem ódýrt vinnuafl í fjölda iðn-
greina ,en minna hirt um að kenna þeim. Það er hagur
íslenzks verkalýðs og íslenzku þjóðarinnar að þessu
verði breytt.
Því heitum við iðnnemar, um leið og við þökkum alla
veitta aðstoð á liðnum árum, á ykkur til áframhaldandi
stuðnings og skilnings á málefnum okkar.
Ég vil fyrir hönd Iðnnemasambands íslands færa
þinginu okkar beztu árnaðaróskir og heill og hamingja
fylgi störfum þess, og að enn megi aukazt vegur og
gengi Alþýðusambands íslands, til bættrar afkomu
og einingar fyrir alþýðu þessa lands.
Hér í Iðnnemanum hefur á und-
anförnum árum átt sér stað hörð
gagnrýni á iðnfræðsluna og þá menn
er fyrir henni standa. Oftast hefur
verið stiklað á stóru í þeim skrif-
um og sjaldan einstök iðngrein tek-
in fyrir til gagnrýni niður í kjöl-
inn. Hér á eftir mun það gert og
verður prentiðnin fyrir valinu að
þessu sinni.
Óhætt mun að fullyrða, að hvergi
í iðnnámi á sér stað jafnmikið arð-
rán og níðingsskapur gagnvart
nemum og hefur tíðkazt hjá mörg-
um prentsmiðjum um ára- eða
áratugabil.
Hróplegasta dæmið um þetta eru
nemarnir hjá dagblöðunum, eða
prentsmiðjum þeirra, hér í Reykja-
vík, og eru hér engin dagblöð und-
anskilin, þó einhver þeirra kunni að
vera án nemanda, sem stendur.
Svo hægt sé að skýra þetta mál
Ijóslega, þykir rétt að greina nokk-
uð frá því, sem krafizt er af prent-
nema er til prófs kemur og hann
hefur, undir venjulegum kringum-
stæðum, stundað nám í 4 ár.
Hann er látinn handsetja beina
setningu (t. d. bók) í eina klukku-
stund. Brjóta um (raða í síður) 8
síðum af vélsettu lesmáli, ef um bók
er að ræða, annars brjóta um 2
síður í tímaritsbroti með handsettri
auglýsingu. Handsetja töflu. Setja
upp bréfhaus eða reikningseyðu-
blað.
Eþkert af þessu gæti nemi fram-
kvæmt, sem lært hefði í prent-
smiðju einhverra dagblaðanna. Öll
hans vitneskja um prestlist eða
prentgripi, aðra en dagblöðin, er
komin frá þeim er með honum
vinna og höfðu lært í prentsmiðju.
Hans starf er dag eftir dag og ár
eftir ár sama verkið upp aftur og
aftur. Hann byrjar ætíð á því sama
á morgana, og svo er með allt sem
hann gerir, hann gerði það daginn
áður og kemur til með að gera það
á morgun líka og hinn og hinn ....
Nú mun ef til vill einhver segja:
— Hann getur alls ekki náð prófi.
Það heyrðist víst eitthvað í
fulltrúum IðnfrssðBÍuráðs, ef
sú kvöð fyladi tilnefning
þaneað, að þeir þvæju eólfin
á skrifstofu þess í 3 ár og
10 mánuði af þeim 4 árum,
sem tilnefningin varir. Hma
2 mánuði, sem afaangs eru,
fengju þeir að halda fundi í
Ráðinu.
V___________:---------■ ’i ■ V-
Nei, það er ekki svo einfalt, þá
hefði aldrei nema einn nemi komið
í hverja prentsmiðju dagblaðanna.
Og til að fyrirbyggja að slíkt komi
fyrir, eru nemarnir sendir til ein-
hverrar fullkominnar prentsmiðju
og þar fá þeir að vera í 2 mánuði,
ef vel er við þá gert. Eftir þessa 2
mánuði fara þeir í próf og síðan í
blaðaprentsmiðju aftur, þar sem
þeir verða að vera, vilji þeir stunda
sérgrein sína. Þeir eru alls ekki þess
umkomnir að vinna annars staðar.
En þetta er ekki allt. Þeir eru
einnig skyldaðir til að vinna vakta-
vinnu. Þ. e. frá 8—5 aðra vikuna
og 5—12 á kvöldin hina, á hinu
smánarlega kaupi iðnnemans.
Hér í Reykjavík og reyndar
víðar um Iand, er fjöldinn allur af
prentsmiðjum, sem venjulegast
ganga, milli prentara, undir einu
Þingfulltrúar I.N.S.Í.: