Iðnneminn


Iðnneminn - 01.12.1954, Page 3

Iðnneminn - 01.12.1954, Page 3
I_Ð_N_N_E_M_I_N_N__3 Sigurbur Guðgeirsson: Ibnnemasamband íslands 10 ára Fræðslu- og upplýsingastarf Einn meginþátturinn í starfi Iðn- nemasambandsins hefur verið f.æðslu- og upplýsingastarfsemin. Strax í upphafi starfsins var haldið uppi málfundastarfsemi og þar fengu meðlimir sam'akanna leið- beiningar varðandi rundarstjórn og almenna félagsstarfsemi. Þátttakan í málfundastarfseminni var alltaf mikil og höfðu þeir sem hana stunduðu bæði gagn og gaman af. A málfundunum voru tekin fyrir margskonar mál, en þó var helzt miðað við að taka þar fyrir mál sem snerti iðnnemasamtökin. T. d. var iðnnámslöggjöfin tekin til um- ræðu á hverjum vetri og oftast voru hafðar um hana tvær umræður, á þennan hátt urðu þeir sem þátt tóku í þessari starfsemi færari um að vinna þau störf, sem þeim var ætlað að ynna af höndum í hinum ýmsu iðnnemafélögum, en það var að sjá um að námssamningar væru haldnir. Með aukinni þekkingu iðnnema á iðnnámslögunum fer starf Iðn- nemasambandsins að verða miklum mun umfangsmeira en það var fram- anaf. Eins og ég gat um í grein þeirri sem ég ritaði í síðasta blað Iðnnemans var starfið fyrstu tvö árin fyrst og fre mst fólgið í því að byggja upp samtökin og gera þau sem hæfust til þess að vinna þau verkefni, sem þeim var og er ætl- að rækja. Helztu verkefni þeirrar sam- bandsstjórnar, sem tók við núna í haust, voru stofnun nýrra iðn- nemafélaga, og samkv. því hóf hin nýja stjórn þegar til við að safna á skrá alla nýja iðnnema á landinu, til að fá yfirlit yfir hvar helzt ætti að taka til hendinni um stofnun fé- laga. Þegar það hafði verið gert, var ákveðið að skrifa öllum iðn- nemum á Akureyri og reyna að stofna þar nýtt félag eða endur- vekja Iðnnemafélag Akureyrar, sem var eitt af starfsmestu félögum inn- an I.N.S.I. fyrir nokkrum árum. Stjórn I.N.S.I. sendi 3 fulltrúa norður til að gangast fyrir stofn- fundinum og gekk það með ágæt- um vel eins og skýrt er frá á öðr- um stað hér í blaðinu, og tcácst að fá mjög efnilega menn til forystu í því félagi og væntum við mikils af starfi þeirra í framtíðinni. Þessi góða byrjun gaf okkur vonir um að takast mætti að stofna fleiri félög á næstunni, en vegna óvenju margra kærumála út af brotum á samning- um iðnnema, sem stjóm I.N.S.Í. barst, hefur þetta starf iegið að nokkru til hliðar síðasta mánuð og er rétt að skýra í stuttu máli frá þeim helztu. Iðnnemi kom og baðst aðstoðar til að fá greidd skólagjöld og kaup yfir skólatíma, sem hann hafði lok- ið áður en hann hóf iðnnám, en hann hafði fengið greitt hærra kaup en lágmarksákvæði heimiluðu fyrstu tvö árin og vildi meistari hans, að sú upphæð er hann hafði fengið meira en lágmarksákvæðin heimiluðu, gengi á móti þeim skóla- kostnaði, er nemandi átti kröfu á. Stjórn I.N.S.Í. skrifaði meistaran- um bréf og benti á og færði rök fyrir, að kaup það, sem Iðnfræðslu- ráð setur, er aðeins lágmarkskaup og heimilt að borga eins hátt og hverjum sýnist og ekki hægt að endurkrefjast þess sem fram yfir er borgað nema það væri greitt með fyrirvara. Þessu -bréfi fylgdi reikn- ingsyfirlit yfir kröfur nemandans og gefinn ákveðinn frerstur til að ganga að þeim. Innan þess tíma fengu fengum við bréf þar sem gengið var að öllum kröfunum. Mikið hefur borið á því, að ýmis fyrirtæki og meistarar tækju nema án þess að gera við þá samninga á itlskildum tíma, þ. e. innan mán- Á þriðja starfsári sambandsins bárust sambandsstjórn nærri 100 deilumál til meðferðar. Deilumál þessi sem upp komu milli nema og meistara í hinum ýmsu iðngreinum voru nær öll leyst fyrir milligöngu Iðnnemasambandsins, en nokkur þeirra varð að sækja undir dóm- stóla, og hefur Iðnnemasambandið unnið öll mál fyrir dómstólunum, sem það hefur stofnað t l. Rétt er að geta þess hér, að eitt iðnnemafélag gekk sérlega vel fram í því á árunum 1947 og 1948, að leiðrétta marðvíslegar misfellur varðandi ré:tindi nema í þeirri iðn- grein, en það var Félag hárgreiðslu- nema. Þáveiandi formaður þess fé- lags, Hulda Guðmundsdóttir, vann að þessum málum af alveg einstök- um dugnaði. Skylt er að geta þess, að ágætt samstarf tókst við stjórn meistarafélags hárgreiðslukvenna um lausn þessara mála. Það, sem athyglisverðast var í sambandi við flest þessara deilu- mála var það að þau voru í fiest- um tilfellum spunnin af vanþekk- ingu á þeirri löggjöf sem iðnnámið heyrir undir. Enda varð raunin sú að þegar Iðnnemasambandið hafði tekið málið að sér náðist fullt sam- komulag. Sá háttur var á hafður að rætt var við meistarann um deilu- málið og um lausn málsins var nær alltaf sruðst við iðnnámslöggjöfina. Enn mun það vera Iðnnemasam- aðar frá því hann byrjar námið. Hafa nokkrir þeirra leitað aðstoðar okkar til að fá þetta lagfært. Einn nemandi var búinn að vera 5 mán. hjá meistara án þess að fá samn- ing, en hafði oft farið fram á að fá hann gerðan, en illu einu svarað og sagt að ekkert lægi á, og einn morgun, er hann kom til vinnu, var honum sagt af verkstjóra að sópa og taka til sem oftar. Hugðist hann gera þetta, en þá vildi svo tii, að aðeins voru til tveir sópar og verið að nota þá báða,. og tjáði hann verkstjóra það, en hann brást illa við og sagði, að svona menn væri ekki hægt að hafa sem nema, og skipaði honum að fara heim. Þetta sýnir, að það eru vlðar vandræði með sópara en á Keflavíkuiflug- velli. Stjórn I.N.S.I. hefur reynt að leysa þessi mál iðnnema á sem bezt- an hátt með aðstoð lögfræðings sambandsins, og hefur oftast náð fullum rétti iðnnemans, þó við mjög ramman reip sé að draga, og allar lagagreinar sem styðjast verður við eru mjög teygjanlegar. Vegna framkominna frumvarpa á Alþingi um Iðnskóla hefur sam- bandsstjórn skipað nefnd til að at- huga þau og skila áliti um þau, en það mun ekki liggja fyrir enn, og skorar stjórnin á alla iðnnefna að kynna sér þessi mál til hlítar. Geta má þess, að Iðnaðarmálanefnd Al- þingis hefur ekki ennþá séð sóma sinn I að senda okkur frumvörpin til umsagnar. Nú er stjórnin að ganga frá bréf- um til iðnnemafélaganna úti á landi með skrá yfir þær kvikmyndir, sem sýna mætti á fræðslufundum Iðn- nemafélaganna og hægt er að út- vega, en fræðslufundir eru einn mik- ilvægasti þáttur í starfi iðnnema- félaganna, og væntum við þess að stjórnir þessara félaga, sem fá þessi bréf, bregðist fljótt við og sendi okkur þær upplýsingar sem beðið er um í þeim bréfum. Núna þessa dag- ana er verið að vinna að stofnun Félags Bifvélavirkjanema í Rvík. Allir meðlimir sambandsstjórnar hafa tekið virkan þátt í þessum störfum og enginn skorast undan að vinna þó erfitt sé, og varið til þess öllum frístundum eftir langan vinnudag og skólasetu á kvöldin. /. R. £ambahc(jj tjórnarþéttir bandið sem er sá aðilinn, sem fyrst og fremst vinnur að lausn slíkra mála sem þessara, en vissulega á það að vera I höndum iðnfræðslu- ráðs, en starfsemi þess hefur enn ekki verið komið I það hoif sem til er ætlast með iðnfræðslulögunum. Árið 1948 var stofnað hér í Reykjavík Fulltrúaráð ionnema- félaganna og var því falið að taka við þeim störfum af Iðnnemasam- bandinu sem varðaði fræðsluráð meðal iðnnema I Reykjavík. Með þeirri breytingu var einnig bieytt nokkuð um form fræðslustarfsins. Fulltrúaráðið gekkst fyrir fræðslu- og skemmtikvöldum og voru þau vel sótt og þóttu takast með-miki- um ágætum. Fyrsta veturinn sem þessi starfsemi var voru fluttir þrír erindaflokkar og voru þeir um þró- un iðnaðarmála á íslandi flutt af Emil Jónssyni, fyrrv. ráðherra; um sögu verkalýðshreyfingarinnar er- lendis flutt af Sverri Kristjánssyni, sagnfræðingi og um samvinnuhreyf- inguna á Islandi flutt af Baldvin Þ. Kristjánssyni erindreka og Vilhjálmi Árnasyni, lögfræðingi. Þessi stutta upptalning sýnir að iðnnemar vildu fræðast og kynnast sem bezt hinum ýmsu málum og samtökum. Fjöldi annara erinda hafa verið flutt á vegum samtakanna í heild, sem og á vegum ýmsra iðnnemafélaga og munu Prentnemafélagið, Félag járn- iðnaðarnema og Félag rafvirkja- nema mest einstakra félaga hafa unnið að fræðslumálum varðandi sínar iðngreinar. Einn er sá þáttur í starfi Iðn- nemasambandsins sem ekki má ganga framhjá í sambandi við fræðslu- og upplýsingastarf sam- bandsins, en J>að er Iðneminn, mál- gagn þess. I Iðnnemanum hafa birtzt fjöldi af margvíslegum fræðslu greinum og efast ég um að nokkurt tímarit hafi nú á seinni árum verið gefið út hér á landi, sem hefur flutt lesendum sínum fleiri og betri fræðslugreinar um iðnað og ýmislegt er iðnað varðar. Ymsir menn utan samtakanna hafa verið iðnnemum hjálplegir í þessu efni og má í því sambandi sérstaklega minnast á Oskar B. Bjarnason, efnafræðing, en hann á í Iðnnemanum margar og góðar fræðslugreinar. Iðnnema- samtökin hafa í þessum málum vissulega sýnt meiri áhuga, nú á seinni árum, en samtök annarra iðnaðarmanna og væri vissulega hollt fyrir okkur iðnaðarmenn að láta fordæmi ^ðnnemasamtakanna ! þessum málum vekja okkur til meira starfs og aukinnar fræðslu varðandi málefni iðnaðarins. Fræðslu- og upplýsingastarf Iðn- nemasambandsins fyrstu tíu ár þess verða ekki þökkuð á annan hátt en þann að þeir sem nú eru iðnnemar og svo iðnnemar framtíðarinnar, haldi áfram starfinu og efli það sem mest þeir mega, en það byggist fyrst og fremst á áhuga og aftur áhuga fyrir aukinni þekkingu. Sveit Iðnskólans sigraði Strax hefur orðið vart árangurs þess að starfshæf stjórn hefur tek- ið við í Skólafélagi Iðnskólans. Sveit Iðnskólans sigraði glæsilega í Skólaboðsundinu er fram fór 9 þ. m. — Iðnskólasveitin sem verið hef- ur mjög aftarlega undanfarin ár, tók- miklum umskiptum og setti glæsilegt skólamet, bætti gamla metið um 8,9 sek. og varð 114 leið á undan Menntaskólanum, sem unn- ið hefur mótið undanfarin ár. Allmikil félagsleg vakning hefur átt sér stað í skólanum undanfarið. Er mikill áhugi fyrir starfsemi Skólafélagsins og þó sérstaklega þátttöku þess í hinum ýmsu íþróttamótum og keppnum, er skól- arnir efna til. Og víst er um það, að Iðnskólinn í Reykjavík hefur ail þess afl að verða leiðandi aðili í íþróttamálum reykvíksrar æsku ef vel er á málunum haldið. Þrir jyrstu jormenn I.N.S.I. jlytja 12. þinginu ávarp. Ojan til vinstri er fyrsli form. I.N.S.I., Óskar Ilallgnmsson. Ofan til hœgri Sigurður Guð- geirsson. Neðan til vinstri Tryggvi Gíslason. Neðan til heegri Þórólfur Daníelsson, fráfarandi formaður. Stofnað iðnnemafélag á Akureyri Að tilhlutan I.N.S.Í. var stofnað, 17. okt. s.l., Iðnnemafélag' Akureyrar. Stofnfundur þess var haldinn í Verkalýðshúsinu á Akureyri og voru stofnendur 26, eða mikill hluti iðnnema á Akureyri. I.N.S.I. sendi á sínum vegum þrjá fulltrúa er annast skyldu stofnun félagsins og veita því nauð- synlegar upplýsingar um iðnnema- mál almennt. Voru það þeir Ing- valdur Rögnvaldsson, núv. form. I.N.S.L, Þórólfur Daníelsson, fyrrv. form. I.N.S.I. og Klemens Guð- mundsson ritstjóri Iðnnemans Ingvaldur Rögnvaldsson setti fundinn með nokkrum orðum, en síðan tók Þórólfur Daníelsson til máls og skýrði frá tilgangi og starfi I.N.S.Í. Þar næst skýrði Klemens Guðmundsson frá Iðnnemanum. Því næst hófust umræður um hvort iðnnemafélag það er áður var starfandi skyldi endurreist, eða nýtt stofnað. Var samþykkt að stofna nýtt félag er heita skyldi Iðnnema- félag Akureyrar. Fulltrúar I.N.S.Í. lögðu þá fram tillögu um lög félags- ins og voru þau samþykkt. Síðan hófust umræður um vænt- anlega starfsemi félagsins. Kom í ljós að þess bíða ærin verkefni, þar sem nemarnir hafa hingað til verið IJIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIHIIIII || 11111111IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHI) Tökum til alls ófróðir um hvað þeim ber og hvað þeir ekki eiga, bæði á vinnu- stöðum og í skóla og atvinnurek- endur sér óspart notað. Á fund- inum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fundur haldinn I Iðnnemafélagi Akureyrar 17. okt 1954, skorar á verkalýðsfélögin á Akureyri að styðja félagið í kröfum sínum um bætt kjör“. I stjórn félagsins voru kjörnir: Þráinn Þórhallsson, prentnemi, formaður. Pétur Breiðfjörð, járniðnaðar- nemi, varaformaður. I lallgrímur Tryggvason, prent- nemi, ritari. Bjarni Konráðsson, múraranemi, gjaldkeri. Sjgurður Jónsson, járniðnaðar- nemi, meðstjórnandi. Iðnneminn óskar iðnnemum á Akureyri til hamingju ineð hið ný- stofnaða félag, og hinni nýju stjórn þess gæfu til árangursríks starfs fyrir hagsmunamálum iðnnema. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll viðgerðar: SKÓHLlFAR | | SJÓSTÍGVÉL | I BOMSUR [ | GÚMMÍIÐJAN ( I Veltusundi 1 — Sími 80300 ..................iiiliin iiiiiiiiiiiiniiii(i ...

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.