Iðnneminn - 01.12.1954, Qupperneq 4
4___LÐ_N-N-E_M_I_N_N
Iðnneminn
Málffasn Iðnnemaaambands íslanda.
Ritnefnd:
Klemens Guðmundsson, ritstjóri,
Ólafur Davíðsson,
Björn Ásgeirsson,
Guðjón Ólafsson,
Benedikt Bjarnason.
PRENTSMIÐJAN EDDA H.F.
V__________________________y
Lélegur iðnaður
Það verður að teljast eðli-
leg þróun hvað iðnaður okk-
ar Islendinga vex hröðum
skrefum, því að verkefnin á
þeim vettvangi mega heita
ótæmandi. En til þess að iðn-
aður okkar fái staðizt sam-
keppni við iðnað annara
þjóða þarf hann að eiga sér
heilbrigðan grundvöll. Eitt
höfuðskilyrði hans er að fólk-
ið, sem að framleiðslu iðnað-
arvarnings vinnur, hljóti til-
hlýðilega menntun.
En ef við nú skyggnumst
ofurlítið til há komumst við
strax að því, að óskaplegur
misskilningur ríkir meðal
þeirra manna, sem þessum
málum stjórna. Eitthvað það
geigvænlegasta spillingarfen,
sem sögur fara af í okkar litla
þjóðfélagi er einmitt staðsett
í uppfræðslu iðnaðarfólks.
Misskilningurinn er vitan-
lega byggður á skefjalausri
fjárplógsstarfsemi, sem rekin
er fyrir allra augum á kostn-
að alþjóðar og þó fyrst og
fremst á kostnað fólksins sem
iðnnám stundar. Allir skyn-
samir menn hljóta að sjá þá
rányrkju, sem fram fler á
kröftum þjóðarinnar með
þessu ráðslagi. Fólkið, sem á
að vera að læra, fer á mis
við þá fræðslu sem það á
heimtingu á og hefur brýna
þörf fyrir. Þess í stað er það
hneppt í spennitreyju félags-
le?ra takmarka o* sogskálar
aurasjúkra sálna eru látnar
standa á því. Afleiðingarnar
verða: Lélegur og ósam-
keppnisfær iðnaður samfara
veilum í skapgerð og hugs-
anagangi margra þeirra, sem
fyrir ofbeldinu verða.
Það er vissulega bágt til
þess að vita að þeir upp-
vöðsluseggir, sem með þessi
mál fara, skuli hafa þessi tök
á æskufólki þjóðar, sem vill
láta kalla sig menningarþjóð.
Iðnnemar! Munið að þið
voruð iðnnemar, þegar þið
komið í raðir sveina. Með bví
verður árangur af baráttu
okkar bezt tryggður.
Ennfremur skorum við á
alla þá menn og konur, sem
eiga mannlegar tilfinningar,
að veita okkur lið í baráttu
okkar fyrir að verða viður-
kenndir sem hluti af þjóðinni
og bá um leið eigendur að
sömu réttindum og aðrir gild-
ir þjóðfélagsþegnar. — Ó. D.
Meira lið —
algjör sigur
Barátta okkar iðnnema er
ótrúlega hörð, þegar miðað er
vSð það, sem barizt er fyr'r, en
það eru frums^æðustu maun-
réttindi: f okkur og á, auk
andlegs frelsis og uppfræðslu.
Eitt er það, sem ekki er
trúlegt, en það er að nokkur
iðnnemi geti staðið utan við
þessa baráttu, enda þótt
hann hafi kannske eitthvað
hærra kaup en allur fjöldinn
hefur undir sömu kringum-
stæðum. En raunin er samt
sú að fjölmargir iðnnemar
eru algjörlega utangátta í
hessu tilliti, að ekki sé meira
sagt.
Eins og allir vita er hvers-
kyns barátta háð krafti, sem
Ieystur er úr læðingi. Hitt er
svo annað mál, hvort um-
ræddur kraftur er fyrir hendi
í einstökum tilfellum. Við
göngum samt ekki að því
CjMrct í AcUkihi
Ég sat frammi í þvottakompu
og rétti nagla í óða önn. Bökunar-
ilmurinn úr eldhúsinu leyndi sér
ekki lengur. Mig var sannast að
segja farið að dauðlanga í lumm-
urnar, sem voru að vígbúast í hönd-
um konu minnar. Ég hugsaði þeim
gott til glóðarinnar ásamt nýlöguðu
kaffinu. Mitt í þessum hugleiðing-
um mínum kom fyrir óvænt óhapp.
Eg hélt nefnilega sjálfur á naglan-
um, sem ég var að rétta og þess
vegna hafnaði eitt misheppnað högg,
sem að vísu var ætlað naglanum,
á einum fingri vinstri handar minn-
ar. Eftir örfáar sekúndur hafði ég
lokið við að þylja töluvert hrafl
blótsyrða, sem ég hef að sjálfsögðu
kunnað áður. Að minnsta kosti
spurði konan mín, sem nú var kom-
in til mín og hélt á hamrinum,
sem ég á einhvern hátt hafði losað
mig við, hvað gengi á. Ég stóð
upp og hélt inn í eldhús, skrúfaði
frá krananum og svo framvegis
Konan helti kaffi í bollana, sem
voru til reiðu á borðinu ásamt kúf-
uðum diski af lostætum lummum.
Fleira var og á borðinu, sem ómiss-
andi þykir við slíka athöfn, sem í
hönd fór, að aflokinni rannsókn á
meiðslum mínum. Okkur kom sam-
an um, að það mundi vera merki
trésmiða, sem ég hafði hlotið á
þumalputta vinstri handar.
Eftir að ég hafði etið nægju mína
af klöttum og ég var að kveikja í
pípunni minni yfir seinni bollan-
um, bað frúin mig að skreppa fyrir
sig í búðina. Hún taldi að ég hefði
gott af að rétta úr bakinu svolitla
stund.
Ekki hreyfði ég mótmælum, enda
þótt ég búi ekki við konuríki.
Þegar ég kom að dyrum verzlun-
arinnar, varð ég þess áskynja, að
ekki myndi það verða nein smá
stund þar til ég yrði á heimleið aft-
ur. Búðin var full af fólki. Mest
bar á konum. Ég tróð mér inn-
fyrir hurðina og bar höfuðið hátt,
— það er að segja, nokkuð hátt,
miðað við kvenfólk.
Ég sá annan afgreiðslumanninn
greinilega, þar sem hann var að
taka niður vefnaðarvörustranga og
allskyns fatnað, til að sýna konu
einni.
Önnur kona sagði ljótt við það
tækifæri. I hljóði var ég henni
hjartanlega sammála. Mitt í þessum
þrengslum var ég jafnvel farinn að
gruna konu mína um græzku. Hún
vissi sjálfsagt hvaða þýðingu það
hafði að fara út í búð á laugar-
dagsmorgni. Aðspurð fullyrti hún
samt, að ekki hefði neitt búið und-
ir klattagerðinni, sem miðað hefði
að því að plata mig til kaupferðar.
Geysistór kvenmaður, sem var í
þann veginn ag leggja af stað frá af-
greiðsluborðinu, tróð nú óvægilega
ofan á annan fót minn. Ekki hafði
hún sýnilega meðaumkun með mér,
heldur sneri hún máli sínu beint til
guðs og spurði all hávær hvort hún
hefði stigið á hans tær. Við þau
mistök, sem frúin tók, og þau at-
lot, sem ég varð fyrir af hennar
fótum, varð ég að baráttumanni og
hlaut að launum töluverðan hluta
af því rúmi, sem hún hafði tekið
við borðið.
Meðan ég beið þarna við borðið,
veitti ég nokkrum smástrákum at-
hygli og hafði gaman af. Þeir virt-
ust hafa sérstakan áhuga fyrir
snotrum smátölum úr plasti, sem
voru með ýmsum dýramyndum.
Tölurnar voru íestar á spjöld, sem
voru í kassa á borðinu. Einn
drengjanna spurði hina hvað þeir
álitu að svona tölur kostuðu. Lítill
snáði saug hressilega upp í nef sitt
og stakk síðan upp á fimmtíu aur-
um. Annar taldi það ekki á rökum
reist. Því til sönnunar sagði hann,
að mamma sín hefði keypt svona
tölur á peysuna hennar Lillu um
daginn og þær hefðu kostað tvær og
fimmtfu hver. Hinir drengirnir
störðu sínum björtu augum á hann.
Við þessu var víst ekkert að segja.
Þeir litu á tölurnar aftur og sýni-
lega fannst þeim meira til þeirra
koma en áður. Næsti ræðumaður
vék ekki orði að verðinu að fengn-
um þessum upplýsingum. Hann taldi
gruflandi, að sá kraftur er til
einmitt hjá okkur.
Hugsum okkur virkilega
samstöðu allra iðnnema á Is-
landi. Ilvílíkt reginafl væri
bað ekki? Við myndum hafa
möguleika til að hrinda því
oki, sem hvílir á okkur í dag.
Hví þá ekki að gera það?
Enda þótt samtök okkar
iðnnema séu alltaf að styrkj-
ast bá fer sú þróun alltof
hægt.
Við gætum vissulega átt
mikið öflugri samtök, ef á-
hugi allra iðnnema væri vak-
inn. En því miður þá sofa
margir á verðinum.
Það er orðið verkefni fyrir
stjórn I.N.S.l. að stuðla að
endurreisn félaga, sem oltið
hafa og lognast út af, og
stofna ný félög. Stjórnarmeð-
limir eru staðráðnir í að
halda þeirri braut, sem þeir
fóru þegar Iðnnemafélag Ak-
ureyrar var stofnað fyrir til-
hlutan þeirra. Látum þá ekki
verða fyrir óþarfa töfum og
vandræðum fyrir sinnuleysi
okkar og sofandahátt, því að
með því erum við að brjóta
niður en ekki að byggja upp.
Látum þá heldur finna hjá
okkur áhuga og lífsþrótt,
enda þótt mörg okkar séu
ung að árum, það flýtir að-
gerðum til hagsbóta fyrir
okkur öll. Verum þess ávallt
minnug að það eru fyrst og
fremst okkar eigin samtök,
sem við getum treyst full-
komlega.
Þeir erfiðleikar, sem skap-
ast af því að sífellt skiptir
um fólk í iðnnáminu, eru
þeim mun betur yfirstígan-
legir, sem fólkið byrjar fyrr
á virkri þátttöku í félags-
starfinu eins og skiljanlegt
er, og er því öllum, sem leggja
stund á iðnnám bent á að
komast sem fyrst í náin
tengsl við sitt félag. Ekki
megum við bera við getuleysi
þegar við sjáum stóra sigur-
möguleika framundan, bara
ef við tökum höndum saman.
Við getum heldur ekki litið
upp á nokkurn mann, að
minnsta kosti ekki án þess
að skammast okkar, ef við
erum aðspurð, neydd til að
svara því til að við tökum
ekki virkan þátt í félags-
starfi okkar sjálfra.
Látum það heldur sannast
á okkur að æskan ráði yfir
þeim þrótti, sem mörgum
verður svo tíðrætt um.
Látum orð þeirra sannast
í athöfnum okkar, sem verða
munu fullar sannanir þess að
við erum þess verðug að erfa
Iandið, án þess að vera í
gapastokk töluverðan hluta
af okkar dýrmætu ævi, til
bæði skammar og skapraun-
ar auk ómetanlegs tjóns fyr-
ir okkur og raunar þjóðina
alla.
Engin getur gengið þess
dulin að þótt okkur sé þröng-
ur stakkur skorinn í félags-
málum, þá fær ekkert stað-
ist þann kraft, sem býr í
virkilegri samstöðu íslenzkra
æskumanna og kvenna. Ekki
hvað sízt þegar markmið ba.r-
áttunnar er að heimta sjáíf-
sagt frelsi, svikalausa fræðslu
og tilhlýðilegt kaup, ásamt
fleiru.
Mörgum er það að sjálf-
sögðu stórkostleg hneigslun-
arhella að við nemar skulum
dirfast að fara fram á að fá
yfirleitt að lifa eins og menn.
Þeir mega vissulega endur-
skoða hug sinn til æskunnar,
sem þannig hugsa. Því að
hún er staðráðin í að sigra.
aðeins að þær væru ekkert frekar
fyrir stelpur — nema kannske
þessar gulu með geitinni.
Það var orðið furðu rúmt í búð-
inni þegar ég fékk afgreiðslu. Ég
huggaði mig við að víðar væri sú
regla í heiðri höfð en hér, að hinn
fyrsti yrði síðastur. Afgreiðslumað-
urinn spurði mig nú hvað væri fyr-
ir mig. Ég tók blað upp úr vasa
mínum og byrjaði að lesa honum
fyrir. Þar var ýmislegt smávegis,
sem kostaði þó drjúgan pening. Þar
var líka kjöt.
Mér og konu minni hafði komið
saman um, að enda þótt sá tími
árs væri, að ekki fengist kindakjöt
og yfirleitt sjaldan annað ætt kjöt,
þá myndu þeir tæplega okra neitt
sérstaklega á því, sem ef til vildi
fengist. En þegar ég heyrði hvað
verðið var, varð mér ósjálfrátt
hugsað til naglahrúgunnar, sem ég
hafði sett sér. — Kolryðgaða djöfla.
Ég varð ábyggilega að rétta þá líka,
þótt þeir væru svo til ónýtir. Kjöt-
ið kostaði nefnilega fjörutíu og átta
krónur hvert kíló. — Kálfakjöt af
átján vetra. Það var ábyggilega
ekki hægt að treina þriðja árs kaup-
ið það mikið, að hægt væri að
kaupa saum. Vikulaunin rúmlega
þrjúhundruð og fimmtíu kr. duga
ekki svo vel með þessu verðlagi.
Ég hrökk við. Afgreiðslumaður-
inn var víst farinn að hækka róm-
inn, þegar ég tók eftir honum á ný.
„Ætlarðu að fá kjöt?“ sagði
hann.
,Já, — ja, hefur þú ekki neitt
ódýrara?"
„Odýrara," át hann eftir. „Veistu
hvað það kostar sumstaðar?“ „Það
kostar allt að 60 kr. karl minn,“
svaraði hann sjálfum sér. „Láttu
mig hafa kíló,“ sagði ég og reyndi
að láta sem ekkert væri. Það var
nú samt farið að síga í mig. Ég get
víst ekki fengið mér tóbak í pípuna
mína, eins og ég hafði þó vonað.
„Níutíu og átta, fjörutíu o'g
fimm.“ Hönd mannsins stóð útrétt
í áttina til mín. Þegar hann fékk
mér til baka, spurði ég, eftir að hafa
litið í kring um mig: „Seljið þið
sigarettur í lausu.....?“.
Þegar ég, á heimleiðinni, gekk
framhjá mjólkurbúðinni, minntist
ég þess, þegar ég missti aurana á
gólfið þar í búðinni, fullri af kven-
fólki. Það var mikil raun að þurfa
að tína þá upp.
Veðrið þennan laugardagsmorg-
Framh. á 7. síðu.
• Jj/achoCondon: •
• u •
! ÖRLAGAORRUSTAN!
V • ...................... • • V
FRAMHALDSSAGA
Þegar sjöunda lotan hófst var mesti móðurinn farinn að renna af Sandel
og hann byrjaði að taka bardagann alvarlega, því hann vissi að þetta
myndi verða erfiðasta keppnin sem hann hafði háð, til þessa. Tom King
var gamall harðjaxl og hann var leiknari en nokkur af þeim gömlu harð-
jöxlum, sem hann hafði mætt til þessa — gamall harðjaxl, sem aldrei
missti stillinguna og var óvanalega leikinn í að verja sig. Högg hans voru
eins og kylfuhögg og hann gat gefið „knock out“ bæði með hægri og
vinstri hendi. Samt sem áður þorði King ekki að gefa sig, til fulls, bar-
daganum á vald. Hann gleymdi ekki eitt augnablik brotnu hnúunum sín-
um og hann vissi að hvert högg varð að vera áhrifamikið ef þeir ættu
að endast til leiksloka. Þegar hann sat þarna í horninu sínu, datt honum
það allt í einu í hug að ef reynsla hans og æska Sandels væru komin á
einn stað, gæti orðið úr því heimsmeistari í þungavigt ,en ógæfan var
einmitt sú, að svo var ekki. Sandel gæti aldrei orðið heimsmeistari. Hann
skorti reynslu, og hana yrði hann að gjalda með æsku sinni og þegar
reynslan væri fengin væri líka æskan á burtu.
Þegar bjallan gall við byrjun elleftu lotu, þaut Sandel fram til þess að
sýna að ennþá ætti hann eftir léttleika, sem hann þó í raun og veru átti
ekki. King skildi þetta og mat það rétt — skollaleikur jafn gamall
íþróttinni. Hann fór í „klinching" tiil þess að bjarga sér, og um leið og
hann losaði sig leyfði hann Sandel að rétta úr sér. Hann hafði reiknað
það þannig út. Hann þóttist ætla að slá með vinstri hendi og lokkaði
þannig andstæðing sinn þannig til þess að beygja sig undan högginu,
en sló hann svo hægrihandar-högg á hökuna. Um leið horfði hann
um eitt skref og sló Sandel aftur beint á hökuna svo hann valt um. Frá
þessari stundu gaf hann Sandel ekki augnabliks frið, og þótt hann fengi
sjálfur hinar hræðilegustu móttökur, svarf hann ennþá fastar að Sandel,
sló hann á kaðlana og gaf honum hvert hökuhöggið eftir annað jafnframt
því sem hann lét rigna yfir hann höggum allra tegunda. Hann reif sig
lausan þegar Sandel reyndi að „klinche“ og barði hann frá sér þegar
hann reyndi aftur að grípa í hann og í hvert skipti sem Sandel var í
þann veginn að falla, þreif hann í hann og hélt honum uppi með annarri
hendinni samtímis því sem hann sló hann út í eitthvert hornið þar sem
hann gat ekki dottið.
Ahorfendurnir voru nú orðnir hálf geggjaðir og voru allir á Kingsbandi
og alls staðar að heyrðist hrópað: „Lemdu hann, Tow! Rotaðu hann!
Rotaðu hann! Nú áttu hann Tow! Þú hefur hann!“ Það leit út fyrir
að endalok bardagans ætluðu að verða allferleg og það er einmitt það,
sem áhorfendur hnefaleikakeppnanna borga fyrir að sjá.
Og Tom, sem í hálfa kfukkustund hafði sparað krafta sína sem mest
hann mátti, hætti nú allri sparnararpólitík til þess að geta framkvæmt
þetta mikla áreynsluverk, sem hann vissi að hann gat framkvæmt, þetta
var eina tækifærið hans — nú eða aldrei. Hann mæddist mjög en hann
vonaði, að áður en kraftar hans þyrru að fullu, tækizt honum að slá
andstæðing sinn svo rösklega niður að hann lægi meðan hann hélt áfram
að berjast með það fyrir augum að knýja fram úrslit, reiknandi út
þunga högga sinna og áhrif þeirra, áttaði hann sig á því hversu erfitt það
var að berja Sandel niður. Hann átti í ríkum mæli seiglu og úthald
æskunnar. Sandel var í raun og veru maður sem átti framtíð fyrir sér
sem hnefaleikari. Hann átti allt sem til þess þurfti. Aðeins úr grófum
efnivið eins og honum gátu skapazt góðir hnefaleikarar.
Sandel reikaði og gat tæpast staðið, en Tom King var knúinn að fá
kiampa í fæturna og hann var byrjað að verkja í hnúana. Samt sem
áður herti hann sig til þess að gefa þessi ferlegu högg, þótt hvert þeirra
ylli honum vítiskvölum í illa leiknum höndum. Þó hann fengi sjálfur
því nær engin högg þessa stundina byrjuðu kraftar hans að fjara út jafn
hratt kröftum andstæðingsins. Höggin hans hittu en það var ekki lengur
sami þunginn að baki þeirra og sérhvert þeirra var knúið fram með mikilli
viljaáreynslu. Fætur hans voru sem blý og hann dró þá sýnilega eftir
gólfinu. Þetta varð til þess að þeir sem veðjað höfðu á Sandel byrjuðu
aftur að hvetja sinn mann með háum hrópum.