Iðnneminn - 01.12.1954, Qupperneq 6
S___LÐ_N_N_E_M_I_N_N
1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
OLAFUR EIRIKSSON:
Astandið í iðnfræðslunni
Glæsilegt
úrval af
karl-
manna-
fötum.
Ný og
marg-
endur-
bætt
snið.
Klæðaverzhm
Andrésar Andréssonar h.f.
Mér var falið að gagnrýna iðn-
námið, þar sem j)vi er mjög ískyggi-
lega ábntavant í mörgum atriðum.
Eg vil |>á byrja á því, hvernig mér
kemur fyrir augu iðnnám eins og
það er framkvæmt nú, en þar sem
ég er nemi í rennismíði, get ég að-
eins talað af reynslu minni í járn-
smíðanámi, en ég tel að tilhögun í
iiðrum iðngreinum byggist að mestu
leyti á sania fyrirkomulaginu. I>eg-
ar járniðnaðarnemi gerir samning
við sinn meistara, byrjar hann strax
að vinna hjá 'honum á hans verk-
stæði og byrjar því í flestum til-
fellum að vinna almenna vinnu á
verkstæðinu, í mörgum tilfellum
störf, sem eiginlega teljast ekki til
hins raunverulega iðnnáms, því
meistarinn telur, að hann eigi
nægan tíma til stefnu með að
kenna nemjnum, því hann er ráð-
inn til að nema hjá honum í 4 ár,
og hann treystir sér vel til að láta
hann ná sveinsprófi á mikið
skemmri thna heldur en þessi 4 ár.
l>ess vegna er líka eins og meistar-
arnir taki ekki neitt alvarlega |)á á-
byrgð, sem hvílir á þeim, þegar
þeir taka lærling til náms. Þeir
hugsa þannig, í flestum tilfellum:
ég ber ekki ábyrgð á öðru en að
minn lærlingur standist sveinspróf-
ið, skiptir ekki máli hvort að
lærlingurinn er fullnuma í öllum
þeim atriðum sem meistarinn mundi
krefjast af sveini, sem hann tæki
til sín í vinnu eða heimtaði af
sveini, sem hann borgar fullt
sveinskaup. 1 flestum tilfellum er
það ekki af neinni mannvonsku eða
þannig, að hann vilji ekki gera sinn
lærling færan, heldur er þetta af
því, að ekkert eftirlit er haft með
því, að meistararnir standi í sínu
stykki gagnvart lærlingum. Þetta
er að mestu leyti að kenna þeim
stjórnarvöldum í landinu, sem. iðn-
námið heyrir undir. Sýnir þetta
þann móral sem kominn er í svo
mikilvægt mál, sem varðar þjóðina
svo mikið, sem er að koma upp
góðri iðnaðarmannastétt. Þetta at-
riði er meginorsökin til þess að iðn-
nemar fá ekki þá tilsögn og æfingu,
sem |)eir ættti raunverulega að fá,
jafnvel eftir þeirri reglugerð um
iðnnám, sem nú er farið eftir. Er
orðið svo slæmt ástand í þessum
málum, að neminn þekkir ekki inn á
annað en að þetta sé allt í lagi af
hendi meistarans, þótt hann finni
sinn vanmátt f því að geta talizt
íullnuma í öllu, sem snertir hans
iðngrein. Námið er að mínu áliti
ekki nein kennsla í viðkomandi
iðngrein, heldur finnst mér námið
aðallega vera sá árangur og sú
Ræða flutt á 11. þingi I.N.S.Í.
heppni hjá nemanum í að vinna
alla algenga vinnu í sambandi við
þá iðngrein, sem neminn er skráð-
ur til að læia. Heppni nemans er
í því fólgin að vera á góðum vinnu-
stað, þar sem flest það sem til-
heyrir viðkomandi iðn kemur fyrir
augu og hendur lærlingsins. Eftir-
liti með vinnustöðum hjá lærl-
ingum hefur ekki verið framfylgt
og kemur þetta harðast niður á
lærlingum á litlum vinnustöðum,
þar sem að starf nemans er aðeins
fólgið í því allan námstímann að
vinna þá vinnu, sem aðeins mundi
lenda í höndunum á 1. árs lærling
á öðrum verkstæðum, Sér maður á
þessu hverskonar ósamræmi er í
iðnnáminu, þannig að allir lærl-
ingar hafa ekki sömu aðstöðu til
þess að læra. Ég vil vekja athygli
á, að ég segi að læra þá iðngrein,
sem hann gengst í að læra. Ég vil í
þessu sambandi benda á að það yrði
ekki þolað möglunarlaust, að ekki
væri santræmi í þeirri kennslu, sem
Menntaskólarnir 3 veittu sínum
nemendum. Það yrði fljótt staðið
upp og byrjað að tala um það, að
ófært væri að láta það koma fyrir,
að ekki væri veitt nægileg fræðsla
til þeirra, sem ætla að halda áfram
bókmenntaveginn. Hérna kem ég að
atriði, sein er aðalþröskuldurinn, er
iðnnámið þarf að komast yfir„ það
er að stjórnarvöld landsins gefa lítið
fyrir það að fá upp góða og vel
færa iðnaðarmannastétt, heldur fer
allt starf og allt fé sem veitt er til
kennslumála bæði frá ríki og bæ
eingöngu í að bera kostnaðinn af
hinni bóklegu kennslu. Þannig er t.
d., að samkvæmt reglugerð um iðn-
nám frá 1950, eru skýlaus ákvæði
um það, að iðnfræðsluráð eigi að
hafa eftirlit með öllu iðnnámi, t. d.
með að safna vinnuskýrslum, þar
sem hægt er að sjá hvort neminn
hefur ekki unnið alla þá vinnu, sem
að námi ' hans lýtur. I öðru lagi
hafa eftirlitsmenn, sem hafa þann
starfa að ganga á alla vinnustaði
og athuga að allt sé í fullu sam-
ræmi við að neminn hafi allar að-
stæður í lagi til þess að geta auk-
ið þroska sinn í viðkomandi iðn-
grein. Og í þriðja lagi á Iðn-
fræðsluráð að sjá um, að hæfnis-
próf séu í öllum iðngreinum á miss-
erisfresti, sem liður af námssamn-
ingnum.
Þessum atriðum öllum er ekki
framfylgt og ber Iðnfræðsluráð
það fyrir sig, að því sé ekki látið í
té annað fé en þarf til að standa
„„„„„..............„„,„.............„„„...„„.......„„............................„„„„„„„...„„„ „„„„„„„„......■„„„■..„„„„..........................
Járnsteypa
Málmsteypa
1 resmiði
Skipasmíði
Vélsmíði
Rennismíði
Plötusmíði
Ketilsmíði
Eldsmíði
iiiiiiiiiMiiiiiiiiinniiiiiminiiiiiiimmiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiMmiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiiitiiMiiiMiimmiiiiiiiiiiiniiiiimiiiiiiiiiiiiiMmmiiiiiiiimiiiiiiMiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiii
undir daglegum kostnaði — einni
lítilli skrifstofu í Reykjavík.
A þessu sést hvað stjórnarvöldin
leggja' lítið upp úr því, sem á að
vera uppistaðan í einu þjóðfélagi,
því aldrei geta menn, sem aðeins
hafa lært á bókina, orðið uppistaða
í neinu þjóðfélagi, — með öðrum
orðum, iðnnémar hafa alltaf verið
hákgerð öskuhuska hjá mönnum,
sem ráðið hafa þessu landi.
I þessu sambandi má benda á
að eina féð, sem stjórnarvöldin
leggja fiam til að sjá um iðnnám,
er skrifstofukostnaðurinn við skrif-
stofu Iðnfræðsluráðs og að auki
smástyrkur til Iðnskólans, þar sem
hann er rekinn sem einkafyrirtæki
en ekki ríkisfyrirtæki, eins og flestir
skólar á landinu eru. En það verð-
ur annað uppi á teningnum þegar
komið er nálægt þvf hvað er borgað
frá ríki og bæ í sambandi við hið
bóklega nám. Þá er veitt svo millj-
ónum skiptir í fastakennara við
alla skóla og ýmislegt fleira í sam-
bandi við kennsluna í bóklegum
greinum. Allir menn hljóta að sjá þá
stórkostlegu veilu, sem vinna verð-
ur með odd og egg að kippa í lag,
en það er að koma iðnfræðslunni í
það viðunandi liorf, og láta iðn-
fræðsluna skipa þann sess, að litið
sé á iðnnám, sem einn mikilvæg-
asta þátt í kennslumálum landsins
og fé frá hinu opinbera verði lagt
fram í samræmi við það. I þessu
sambandi vil ég upplýsa það, að við
nám í hinum ýmsu iðngreinum á
öllu landinu voru við áramótin síð-
ustu um 1100 nemar, þar af um
750 í Reykjavík.
En í þessu sambandi er við
ramman reip að draga, því að með
þessunt hætti, sem nú er á iðn-
fræðslunni, eru lærlingarnir ein
aðal gróðaleið meistara og fyrir-
tækja. Margir meistarar taka lærl-
inga eingöngu til þess að græða á
þeim.
I þessu sambandi vil ég einnig
rétt minnast á laun iðnnema, en
því máli verður gerð betur skil nú
á þinginu, þar sem einn af okkar
ágætu félögum ætlar að reifa það
mál sérstaklega. Eins og þið ef-
laust allir vitið, þá hefur oft verið
farið fram á að hækka prósentutöl-
una af sveinakaupi, sem lærlingar
fá nú borgað eftir, upp í 40%, 50%,
60%, 70%, en það hefur Iðn-
fræðsluráð ekki viljað fallast, á
þeim forsendum, að t. d. á lærling-
um í sumum iðngreinum svo sem í
gullsmíði og úrsmíði o. fl. greinum
væri svo mikill halli á 1. ári, að
ekki næði neinu tali að hækka
prósentuna þess vegna. En þarna
er ntjög veigamikið mál á ferðinni,
en það er, að meistarar fyrirtækja
sleppa aldrei bardagalaust einu ein-
asta atriði, sem gæti orðið til þess
að minnka um eyrisvirði gróðann,
sem þeir fá af lærlingunum. I þessu
sambandi vildi ég benda á það, að
þar sem svona væri ástatt eins og
(í gull- og úrsmíði), en ekki væri
hægt að ganga fram hjá þeirri stað-
reynd, að í flestum iðngreinum
vinna þeir mikið meira en þessi
prósentutala segir til um, jafnvel
má segja, að 4 árið séu þeir jafn-
gildir alveg sveinunum, þá verða
stjórnarvöldin að leggja mikið upp
úr því, að fá sem færasta iðnaðar-
menn á öllum sviðum, — að ríkið
mundi svo borga mismuninn á því
kaupi, sem meistarinn treystir sér
til að borga og því, sem við gerum
kröfur til, vegna þess, að við vilj-
um meina, að það sé alveg jafn-
dýrt fyrir alla nema að lifa, jafn-
vel þó að iðnin heiti úrsmíði eða
gullsmíði.
Þess vegna verður það að vera
fyrsta verk stjórnar I.N.S.I. að berj-
ast fyrir því, að reglugerðin um
iðnnám sé framkvæmd út í æsar. Á
því eigum við þó skýlausan rétt.
Það á því að vera aðal verk
stjórnarinnar. Annað verk stjórnar-
innar ætti að vera að berjast fyrir
hækkaðri prósentutölu upp í 40%,
50%, 60%, 70% og gera það á þeim
grundvelli, að ríkið legði það mikið
upp úr því að fá góða iðnaðar-
mannastétt, að eins og ég talaði um