Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1995, Síða 2

Iðnneminn - 01.04.1995, Síða 2
Ibnemasamband Islands Skólavör&ustíg 1 9 101 Reykjavlk Sími: 551 4410 Bréfsími: 562 0274 Upplýsinga og réttindaskrif- stofa INSI er opin alla virka dagafrákl. 9:00 til kl. 17:00. Lokaö milli jóla og nýárs. Mynd GVA IÐNNEMINN Ritstjóri: Páll Svansson Ritnefnd: Brjánn Jónsson, Hulda Patricia og Lilja Sighvats Abyrgðarmaður: Hreinn Sigurðsson Hönnun, umbrot og myndvinnsla: Páll Svansson. Prófarkalestur: Páll Svansson Ljósmyndari: Matthías Skúlason o.fl. Prentun og bókband: Oddi Iðnneminn er gefinn út á tveggja mánaða fresti í 10.000 eintökum. Iðnneminn er sendur endurgjaldslaust heim til allra iðnnema og til rúml. 4.000 iðnfyrir- tækja,meistara og stofnana. Nú eru alþingiskosningar nýafstaðnar. Sá tími er korninn að stjórnmálamenn geta farið að efna loforðin. Ég sem kjósandi hef oft hugleitt hvort stjórnmála- rnenn gefi kosningaloforð með það að markmiði að efna þau, eða líta þeir á þau sem yfirlýsingar sem þeir þurfa ekki að standa við! A fyrsta virka degi eftir kosn- ingar var úthlutun í félags- lega íbúðakerfinu og þá reyndist einingafjöldi hafa verið skorinn niður um 20%, miðað við það sem lofað hafði verið fyrir kosn- ingar. Sem námsmaður hef ég mestar áhyggjur af því að ekki verði staðið við kosningaloforð urn menntamál. I kosningabar- áttunni tókst námsmanna- hreyfingunum að vekja það mikla athygli á menntamál- um að allir stjórnmálaflokk- arnir létu sem menntamál væru forgangsverkefni og lofuðu að efla menntakerf- ið. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði að gera allt fyrir menntakerfið nema að auka fjárframlög til þess og hömpuðu þeir framhalds- skólafrumvarpi sem allan vanda átti að leysa. Helsta vandamál á núverandi menntakerfi er hinsvegar það að skólarnir eru fjársveltir og er frarn- kvæmdastjórn INSÍ búin að fara margoft í „ gegnurn framhaldsskólafrumvarpið án þess að sjá í því nokkra lausn á þeim vanda. Frarn- sóknarmenn buðu betur og sögðust ætla að auka fram- lög til menntamála um einn milljarð. Mikill meirihluti þingmanna er þeirrar skoð- unar að endurskoða þurfi (ó)lög um íslenskan lána- sjóð og taka upp samtíma- greiðslur námslána eftir fyrsta misseri í nárni. Þegar þetta er skrifað 12 dögum eftir kosningar standa yfir stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Frarn- sóknarflokks og verður fróðlegt að sjá hvernig fer með kosningaloforðin. Nú þegar er að koma í ljós að halli ríkissjóðs verður örfá- um milljörðum rneiri en bú- ist var við fyrir kosningar, ef ekkert verður að gert. Kjósendur eiga heimtingu á efndurn ! AFSLÁTTUR FYRIR IÐNNEMA ^ í GYM 80 Stuttu eftir áramótin gekk INSI til samninga við líkamsræktarstöðina GYM 80. Samningurinn gengur út á það að iðnnemar fái sömu kjör og þau aðildarfélög sem standa að Mætti sem felur í sér umtalsverðan a f s 1 á t t . Mánaðarkort j® á kr. 4900 "íááh'hi" » m u n u . ~ iðnnemar fá á STUDENT ' ~~ kr. 3.185. 3. mánaðakort á kr. 11.400 fá iðnnemar á kr. 7.410 og 6. mánaðakort á kr.19.990 fá iðnnemar á kr. 12.291. Aðeins þarf að sýna ISIC skírteinið þegar kortin eru keypt hjá GYM 80 til að staðfesta að viðkomandi sé aðili að Iðnnemasambandi Islands. Niðurgreiðslu verður hægt að fá tvisvar á ári hvort sem um er að ræða eins-, þriggja- eða sex mánaðakort. -nmiN flTVIHHUIHIOLUH IDHNÍUIfl Hafðu samlDand! sími 562 02 74 2 IÐNNEMINN

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.