Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1995, Qupperneq 5

Iðnneminn - 01.04.1995, Qupperneq 5
hann treystir sér til að fram- fleyta sér á smánarlegum námslánum næstu fjögur til tíu árin en koma þá um leið í veg fyrir að hann geti nokkurn tíma eignast hús- næði vegna brjálæðislegrar endurgreiðslubyrði náms- lána) EKKI NEIN STARFS- RÉTTINDI og enga trygg- ingu fyrir nokkrum launum að viti. Iðnneminn aftur á móti hefur STARFSRÉTT- INDI sem tryggja honum strax hærri laun en háskóla- menntaður ríkisstarfsmaður sem er nýkominn úr námi. Fyrir nokkrum árum tóku iðnnemar sem útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Suður- nesja sig til og ákváðu að setja framvegis upp hjálma (kannski í höfuðið á (eða til höfuðs!) Hjálmari skóla- meistara FS). Uppátækið vakti mikla athygli og viti menn! iðnnám varð tísku- fyrirbrigði á Suðurnesjum. Þessir sömu iðnnemar mættu því næst á 50. þing Iðnnemasambands Islands haustið 1992 til að hvetja iðnnema annars staðar af landinu til að gera slíkt hið sama. Iðnnemar úr öllum iðngreinum af landinu skeggræddu málið ásamt mörgum öðrum mikilvæg- um málum um menntun, kjaramál, félagsmál, þjóð- mál og reyndar allt milli himins og jarðar sem kemur iðnnemum við og ekki við. Ur varð, vegna misjafnra undirtekta ýmissa iðn- greinahópa með hjálma(rs)- hugmyndina að efna skyldi til hönnunarsamkeppni um útskriftarhúfu sem allir iðn- nemar gæti verið stoltir af og einnig gert iðnnám að að- altískufyrirbæri 10. og 11. áratuganna. A 52. þingi Iðnnemasam- bands íslands s.l. haust gat svo loks að líta afraksturs tveggja ára vinnu ötulla manna og kvenna. Kynntar voru 8 mismunandi útgáfur af iðnnemahúfum og bar sú er nú á að taka í notkun, þar yfirburða sigur í kosningu eða um 85% greiddra at- kvæða. Húfuna hönnuðu núverandi og fyrrverandi nemendur í klæðskera- og kjólasaum (þið vitið, þetta sem Filippía er að læra(algert hit)) við Iðnskól- ann í Reykjavík. Stöllurnar þrjár heita Inga Kristín Guð- laugsdóttir, Maríanna Krist- ín Ragnarsdóttir og Selma Ragnarsdóttir. Gengið hefur verið frá samningi við R Eyfeld um framleiðslu á húfunni og hefur hann einkarétt á að framleiða hana. Skilyrt er í samningnum að húfan sé að öllu leyti framleidd á íslandi (til að koma í veg fyrir ann- að „Þýskar hurðir" hneyksli), silkiormarnir sem framleiða þráðinn mega þó koma frá Kína og gúmmí- trén frá Ekvador. A húfunni er svo alíslenskt gullmerki (unnið úr Esjunni) og fram- leitt á Dalvík með áletrun- inni FALLEGT HAND- VERK KREFST MIKILLAR LEIKNI OG SAMHÆFING- AR HUGAR OG HANDA og að sjálfsögðu merki Iðn- nemasambands Islands. Það skal að lokum tekið fram vegna ítrekaðra fyrir- spurna, að aðeins iðnnemar fá að kaupa húfuna (þó eru gerðar undantekningar ef iðnaðarmenn sem ekkert var gert fyrir þegar þeir út- skrifuðust, fái að kaupa húf- una en eru jafnframt vin- samlegast beðnir um að bera hana ekki á almannafæri). IÐNNEMINN 5

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.