Iðnneminn


Iðnneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 9

Iðnneminn - 01.04.1995, Blaðsíða 9
Menntun er undir- staða þjóðfélags- ins, forsenda fram- fara og þróunar, lista og menningar og betra mannlífs. Blindur er bóklaus maður, segir máltækið og getum við yfirfært það á samfé- lag okkar í dag. Annað máltæki segir að neyðin kenni naktri konu að spinna. Og við náms- menn erum komnir í neyð og á góðri leið að verða naktir. Neyðin liggur í fjármagns- skorti til menntakerf- isins og erfiðleikum námsfólks til að kom- ast af meðan þeir stunda nám. Þessi neyð kennir okkur hinsvegar ekki að spinna heldur reymnn við að vinna bug á neyðinni með því að koma okkar málum á framfæri við þjóðfé- lagið og þá sem stjórna því. Náms- mexm eru Hrópandinn í eyðimörk íslenskrar menntastefnu. Það er dýrt að vera í skóla og laun t.d iðnnema eru það lág að þau duga vart fyrir þeim kostn- aði er náminu fylgir, hvað þá að framfleyta sér á námstímanum. Hægt er jú, að fá lán hjá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna, en hvaða bót er í því þegar skólarnir geta ekki uppfyllt það kennslumagn er lána- sjóðurinn metur sem fullt nám og lánin duga ekki fyrir eðli- legri framfærslu. Með fjárveitingum til menntakerfisins og breyttum áherslum í lánasjóðskerfinu má auka veg menntunar á íslandi, hlúa að námsgreinum sem eru við það að úreldast og bjóða æskufólki það úrval starfsmennta- greina sem síbreyti- legt þjóðfélag þarfnast til að dafna. Hvað myndi gerast ef ekki væri haldið uppi kennslu í ein- staka greinum vegna fjárskorts? í hinu tæknivædda þjóðfélagi sem við lif- um við í dag er varla þverfótað fyrir flókn- um rafeindatækjum. Gildir þá einu hvar við drepum niður fæti, heima í stofu, í vinn- unni, í þeim stofnun- um sem samfélagið stendur að, verslun, iðnaði, landbúnaði, sjávarútvegi o.s.frv. Það má einnig segja að vaxtarbrodda í út- flutningi sé að finna í rafiðnaðinum því að á undanförnum árum hafa íslendingar hasl- að sér völl á alþjóða- markaði í þróun fisk- vinnslukerfa, raf- eindavoga og annarra tækja er tengjast sjáv- arútveginum. Það ætti því að liggja beint við að allt sem gert væri til að hlúa að menntun í þessum geira skili þjóðfélaginu margfalt til baka og það á fleiri en einu sviði. Það má segja að öll menntun sé samofin á einhvern hátt og ef hluti hennar er van- ræktur kemur það niður á annarri menntun. Ef við hefð- um enga rafeinda- virkja til að þjónusta öll þau háþróuðu tæki sem notuð eru á sjúkrahúsum, í heilsu- gæslu og við rann- sóknir í heilbrigðis- geiranum værum við illa stödd. Og ef við hefðum ekki sérhæfða lækna, meinatækna og annað sérmenntað fólk til að nota tækin kæmi það í sama stað niður. í dag horfum við upp á hrossabúskap og ræktun sem arðsama atvinnugrein. Skýtur þá ekki skökku við að reið- og aktygjasmíði fari ekki vaxandi samhliða þessari þró- un? Væri ekki betra að mennta okkar vel svo hæfa fólk til þess- ara verka heldur en að flytja út íslenska hönnun til Japans og kaupa vöruna fullunna þaðan eins og nú er gert? Hvar er rökhugsunin í því? Öll tækni og öll þau þægindi er við búum við í dag gott fólk, krefst umsjónar menntaðra einstak- linga. Ef ekki væri slík menntun fyrir hendi myndum við horfa upp á sömu ó- mynd og við bjuggum við fyrir öldum síðan, við byggjum einfald- lega í moldarkofum eða það sem enn verra er, í hellum með okkar lúsugu úfnu kolla og vafin skinn- pjötlum með kíghósta, sull og lungnabólgu, vegna þess að ekki væru hársnyrtistofur, fatnaður eða heilsu- gæslustöðvar. Óvarin fyrir veðri og vindum líkt og menntakerfið okkar er. P.S./Hannela IÐNNEMINN 9

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.