Iðnneminn


Iðnneminn - 01.09.1995, Page 3

Iðnneminn - 01.09.1995, Page 3
Iðnnemasambandsins og fleiri fréttir Framkvæmdastjórn Iðn- nemasambands Islands hefur boðað til 53. þings INSÍ þann 27. til 29. októ- ber. Þingið verður haldið í Rúgbrauðsgerðinni við Borgartún. Frá 6. septem- ber til 6. október munu erindrekar Iðnnemasam- bands Islands heimsækja öll aðildarfélög, hvort sem er deildafélög innan skóla eða iðnnemafélög í atvinnulífinu og innan sveinafélaga. í erind- rekstrinum verður Iðn- nemasambandið kynnt ítarlega, kosning fulltrúa á þing INSÍ mun fara fram sem og kosning í stjórn aðildarfélaga Iðn- nemasambandsins. Á þingi Iðnnemasam- bands Islands fer fram virk og málefnaleg um- ræða um kjör, réttindi og menntun iðnnema. Á- lyktanir þingsins verða síðan sá grunnur sem næsta stjórn INSÍ mun starfa eftir en 27 manna sambandsstjórn verður kosin á þinginu. Yfir- skrift þingsins að þessu sinni er: Menntastefna á Islandi - Menntun fram- tíðar - Fjárfesting nútíðar. Eins og áður sagði hefst þingið á föstudeginum 27. október með þing- setningu og ávörpum gesta. Almenn þingstörf hefjast síðan á Laugar- dagsmorgninum. Félagsíbúðir iðnnema hafa nýverið fært sig um set í húsnæði Iðnnema- sambandsins að Skóla- vörðustíg 19. Skrifstofa Félagsíbúðanna er nú hægra megin á annarri hæð en Iðnnemasam- bandið er eftir sem áður vinstra megin. Nú í haust voru tekin í notkun 2 ný iðnnemasetur, 3 íbúðir að Laugavegi 5 og 15 her- bergi að Njálsgötu 65. Að sögn Kristins H. Einars- sonar framkvæmdastjóra FIN er löngu búið að fylla í allt húsnæði og langt í það að FIN geti annað eftirspurn vegna ódýrs leiguhúsnæðis fyrir iðn- nema. Á áætlun FIN er næst að koma upp hús- næði í Borgarholti í Reykjavík og við Verk- menntaskóla Austur- lands á Neskaupstað. • •••••• Framkvæmdastjórn Iðn- nemasambandsins minn- ir á samninga við Lík- amsræktarstöðina GYM 80. Samningurinn veitir verulegan afslátt fyrir iðnnema sem vilja leggja stund á líkamsrækt. Til að staðfesta afsláttinn þarf að sýna ISIC náms- mannaskírteini sem fást endurgjaldslaust á skrif- stofu INSÍ. Niðurgreiðslu verður hægt að fá tvisvar á ári hvort sem um er að ræða eins-, þriggja- eða sex mánaðakort. Iðnnemasamband ís- lands rekur lánasjóðs- þjónustu fyrir félags- menn sína. INSÍ á full- trúa í Lánasjóði íslenskra námsmanna auk þess að hafa tölvutengingu við LIN. Umsóknareyðublöð og upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu Iðnnemasambands fs- lands að Skólavörðustíg 19. 4 IntGrnetið o íslondi HGÍmasíður INSÍ og FIN ó Iðnn0mas0tur Lougav0gi 5 Viðtol við íbúo 8 / Isl^nskt dogsv0rh '96 Menntum götubörn í Brosilíu 11 Rnouð í fromr0iðslu og matroiðslu Sífelld brot q nemum 14 Horsons Polytocnic Donskur iðn- og tækniskóli 15 Hönnunorbrout Iðnskólons í Hatnartirði IÐNNEMINN 3

x

Iðnneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.