Iðnneminn - 01.09.1995, Side 11
rátt fyrir allt umtal hin síðari
ár um réttindamál iðnnema í
matvæla- og þjónustugreinum
virðist enn eima af því viðhorfi á
meðal meistara og atvinnurekenda
að iðnnemar séu ódýrt vinnuafl
sem fara má með eins og þræla í á-
nauð. Rétt er að taka það fram að
þetta á þó alls ekki við um alla
meistara eða atvinnurekendur og
sumir ættu jafnvel viðurkenningu
skilið (þ.e.a.s. ef það tíðkaðist að
veita viðurkenningu fyrir að fara
eftir settum lögum og reglum!).
I þeim tilvikum sem meistarar
komast upp með þetta er nær und-
antekningalaust um hrein og klár
lögbrot að ræða, t.d. að hreinlega er
ekki gerður námssamningur eða
hann ekki gerður innan þess tíma
sem lög gera ráð fyrir. Astæður
þessa eru ýmist þær að viðkom-
andi atvinnurekandi hefur ekki
leyfi til að hafa nema eða er með
allt of marga nema á hverjum tíma.
Til þess að koma þessum málum í
lag hefur Iðnnemasambandið ásett
sér að heimsækja sem flest fyrir-
tæki á næstunni sem hugsanlega
gætu verið með nema með lögleg-
um eða ólöglegum hætti í mat-
reiðslu, framreiðslu, hársnyrtingu,
bakaraiðn og hugsanlega fleiri iðn-
greinum. Slíkar heimsóknir hafa
gefið góða raun og skemmst er að
minnast þess þegar fulltrúar INSI
heimsóttu flestar hársnyrtistofur á
Stór-Reykjavíkursvæðinu, Selfossi
og á Akureyri um síðustu áramót
en eftir það bárust ótal launa- og
réttindamál inn til Iðnnemasam-
bandsins til úrlausnar. Mikilvægt
er að þeir einstaklingar sem hefja
störf hjá fyrirtæki eða meistara
kanni vel eftirtalin atriði:
Hvort búið sé að gera námssamn-
ing og hvort vinnustaðurinn sé
með nemaleyfi og tilskilinn fjölda
útlærðra starfsmanna.
Ekki er hægt að læra framreiðslu,
matreiðslu, hársnyrtingu eða bak-
araiðn án þess að gera námssamn-
ing og það innan mánaðar frá því
að viðkomandi hefur störf, að öðr-
um kosti er verið að brjóta lög. Það
er mikill misskilningur að hægt sé
að hafa iðnnema án námssamnings
til reynslu, reynslutíminn er inn í
samningstímanum og getur hvor
aðili fyrir sig sagt námssamningi
upp án ástæðna með viku fyrirvara
fyrstu sex mánuðina í fjögurra ára
námi. Ef ekki er gerður námssamn-
ingur innan mánaðar má ekki
greiða laun samkvæmt iðnnema-
taxta.
Námssamningur er ekki löglegur
nema hann fái staðfestingu iðnfull-
trúa. Ef svo er ekki er nauðsynlegt
að leita strax til Iðnnemasambands-
ins og fá þar aðstoð við að inn-
heimta rétt laun og hugsanlega fara
í skaðabótamál við viðkomandi at-
vinnurekanda eða meistara.
Hvort launaseðill sé löglegur og
vinnutími og laun séu samkvæmt
kjarasamningum. Hvort skilað sé
tilskildum gjöldum, s.s. stað-
greiðslu skatta, lífeyrissjóðsgjöld-
um, sjúkra- og orlofssjóðsgjöldum
og félagsgjaldi.
A launaseðlum á að koma fram
fjöldi vinnustunda í dagvinnu og
yfirvinnu og viðkomandi taxtar,
allt sundurliðað. Einnig eiga að
koma fram öll gjöld sem dregin eru
af viðkomandi s.s. skattur, lífeyris-
sjóður og félagsgjald. Orlof á að
koma fram og skal það vera sund-
urliðað og uppsafnaðir tímar eða
fjárhæðir frá því að orlofsárið byrj-
aði tekið fram.
Þar sem unnar eru vaktir á auk
þess að taka fram hversu margir
tímar séu unnir í vaktaálagi. Vaktir
skulu unnar eftir sérstöku plani
sem samþykkt á að hafa verið af
meirihluta þeirra starfsmanna sem
eftir því vinna. Ef unnar eru allar
vaktir eiga að greiðast full dag-
vinnulaun auk vaktaálags og yfir-
vinnu eftir því hvernig vaktirnar
eru. Ef vinnustundafjöldi fer yfir
173 tíma greiðist yfirvinna fyrir alla
vinnu umfram það, öll vinna utan
vaktaplans greiðist í yfirvinnu.
Mikilvægt er að allir iðnnemar
fylgist sjálfir með því hvort skatti,
lífeyrissjóðsgjöldum, sjúkra- og or-
lofssjóðsgjöldum og félagsgjaldi sé
skilað til viðkomandi aðila, upplýs-
ingar um þá er hægt að fá á skrif-
stofu INSÍ.
Allir iðnnemar sem gert hafa náms-
samning eiga að fá sendan heim til
sín kjarasamning um iðnnemakjör
og reglugerð um námssamninga en
auk þess ættu allir iðnnemar að
verða sér úti um kjarasamning við-
komandi sveina þar sem iðnnemar
eiga að hafa öll þau sömu réttindi
sem ekki eru áunnin með meiri
menntun eða starfsreynslu.
Allar frekari upplýsingar og aðstoð
er fúslega veitt á skrifstofu INSI.
ft n ö u ö !
IÐNNEMINN I I