Iðnneminn


Iðnneminn - 01.06.2002, Blaðsíða 10

Iðnneminn - 01.06.2002, Blaðsíða 10
Verkmenntaskóli Austurlands er á Neskaupstað. Skólinn þjónar öllum Austfirðingum og þar er hægt að stunda fjölbreytt nám, bæði verklegt og bóklegt. Nemendur eru um 200. Iðnnámið fer fram í nýju verkkennsluhúsi skólans sem er mjög vel útbúið öllum þeim vélum og tækjum sem fylgja iðnnámi. Þá er starfandi við skólann Farskólinn á Austurlandi sem skipuleggur og heldur námskeið í starfs- og endurmennntun fólks í atvinnulífinu, þ.á.m. í iðngreinum, eftirmennntun sjúkraliða, íslensku fyrir útlendinga, tölvunám ofl. Heimavist skólans er vel búin, en þar er mötuneyti og rúmgóð eins til tveggja manna herbergi. Einnig er hægt að leigja tveggja herbergja íbúð. Félagslíf skólans er í höndum nemendafélags skólans sem starfar af miklum krafti. Dansleikir, þorrablót og ýmsar uppákomur eru haldnar á vegum félagsins, auk þess sem nemendur hafa aðgang að íþróttahúsinu tvisvar í viku (kvöldtímar). Menningarferðir eru farnar á haustin til Reykjavíkur. Tvær stúdentsbrautir eru við skólann: Félagsfræðabraut og Náttúrufræðabraut. fM t Starfsnám sem í boði er við skólann er mjög fjölbreytt en það er: Tréiðnir Rafiðnir Málmiðnir Hársnyrtiiðn Almenn námsbraut Sjúkraliðabraut Félagsliðabraut Vélstjórnarbraut Sjávarútvegsbraut Iðnmeistaranám Grunnnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum (húsasmíði) (Undirbúningsnám fyrir starfsnám og nám til stúdentsprófs) (Verklegur hluti námsins fer fram við Fjórðungssjúkrahúsið) (Ný námsbraut, 81 eining) (1. stigs) (Undanfari náms í Stýrimannaskólanum) (Meistaraskóli) VerkMenntaskóli Mýrargötu 10 740 Neskapstað ur Sími: 477-1620 Fax:477-1 852 va@va.is http://www.va.is usturlands

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.