Iðnneminn


Iðnneminn - 01.06.2002, Blaðsíða 28

Iðnneminn - 01.06.2002, Blaðsíða 28
Menntaskólinn á ísafirði er tiltölulega lítill þar sem mikið er lagt upp úr \ einstaklingsbundinni leiðsögn. Nemendur skólans hverfa ekki í fjöldann. Skólinn býður \ upp á ný húsakynni á einni skólalóð og góða aðstöðu bæði fyrir nemendur og kennara, \ svo sem vel búið tölvuver og bókasafn. Hann nýtur góðs af að vera staðsettur á ísafirði þar sem lengi hefur þrifist blómleg menningarstarfsemi, einkum á sviði tónlistar, leiklistar og myndlistar. Skíðasvæðið er einstakt og steinsnar frá bænum. Að auki er mjög góð aðstaða til almennra íþróttaiðkana, meðal annars í nýju íþróttahúsi við hlið bóknámshússins Skólinn var stofnaður árið 1970 og fyrstu stúdentarnir voru þrautskráðir frá honum 1974. Á vegum Iðnaðarmannafélags ísafjarðar hafði fyrst verið byrjað að kenna teikningu í janúar 1905. Iðnskólinn var settur undir sömu stjórn og Menntaskólinn árið 1987, og 1990 var Húsmæðraskólinn Ósk, sem upphaflega var stofnaður 1912, einnig settur undir sömu stjórn. Hin sameinaða skólastofnun hlaut nafnið Framhaldsskóli Vestfjarða á ísafirði árið 1992 og erfjölbrautaskóli með bundið áfangakerfi. Verkmenntanám hefur verið eflt á síðustu árum, m.a. með tilkomu nýs húsnæðis og mjög bættum tækjakosti. í byrjun janúar 1995 vartekið í notkun nýtt og mjög vel búið verkmenntahús, sem stendur á lóð skólans. Þar eru rúmgóðir kennslusalir fyrir vélstjórnar- og \ málmiðngreinar. Kennsla í rafiðngreinum fer nú fram á \^ neðstu hæð heimavistarinnar. Matartækninám fer fram \. í vel búnu eldhúsi og mötuneyti heimavistar. \ Áföst bóknáms-húsinu er heimavist með rúmlega 40 eins manns herbergjum. Vistarbúum er skylt að vera í mötuneyti skólans og fara eftir gildandi heimavistar- reglum. Matráðskona annast rekstur mötuneytisins. \ í Menntaskólanum á (safirði er gróskumikið félagslíf. Fimm nemendur sitja í stjórn nemendafélagsins, sem hefur yfirumsjón með félagslífinu. Margir klúbbar starfa innan vébanda nemendafélgsins og hafa þeir m.a. aðstöðu í kjallara heimavistar. Fjölbraut Vestur- T o r ,f n e s i 400 ísafjönð ur Sími: 450-4400 Fax: 450-4419 mi@fvi.is http://www.fvi.is D) ZS Q. 0) ~ CD —h “3* o*

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.