Iðnneminn


Iðnneminn - 01.06.2002, Side 30

Iðnneminn - 01.06.2002, Side 30
rNorr(zöpíng Tilgangurinn með þessari grein er að segja frá námsferð sem ég fór í síðastliðið haust til Svíþjóðar og auk þess að reyna að vekja námsmenn til umhugsunar um þau tækifæri sem þeim bjóðast til að stunda hluta af námi sínu erlendis. Það liggur Ijóst fyrir að þau tækifæri sem standa námsmönnum til boða eru ekki alltaf á þeirra vitorði og jafnan verða þeir að grafast sjálfir fyrir um þessi mál. Að geta ferðast til annarra landa og lagt stund á sitt fag er ómetanleg reynsla sem fæstum ætti að láta úr greipum ganga. Þá getur maður séð hlutina í víðara samhengi en ella og haft með sér heim í farteskinu ómissandi þekkingu og miðlað henni til annarra. Svo er þetta líka gríðarlega gaman, alla leið! Sjálfur var ég auðvitað svo heppinn að kennarinn minn, Ingibergur Elíasson, kennslustjóri bílgreina í Borgarholtsskóla, spurði mig hvort ég hefði áhuga á að taka þátt í einskonar skiptinemaverkefni milli BHS og Ingelsta Gymnasiet í Norrköping. Þetta er eins konar norrænn bekkur sem Ingelsta heldur úti ár hvert og fær þá til sín nokkra nema frá hinum norðurlöndunum á hverri önn. Það er Norræna Ráðherranefndin sem stendur að baki þessu samstarfsverkefni. Við vorum tveirfrá íslandi, Ásgeir Erlendsson og ég, sem dvöldum þarna ytra í 8 vikur s.l. haust. Vorið áður höfðum við farið við þriðja mann ásamt Ingibergi í 10 daga heimsókn í skólann til að skoða aðstæður og leist okkur vel á og ákváðum að slá til. Hugmyndin var sú að þetta yrði til blands verkleg og bókleg kennsla í skólanum sjálfum sem og reynsla við vinnu á bílaverkstæðum í Norrköping. Það eru feðginin Gunno Hermansson og Carina Thuresson sem hafa umsjón með verkefninu fyrir hönd Ingelsta og voru tengiliðir okkar við skólann ásamt Anders Nilsson sem var kennari í þeim bekk sem við sátum. Öll kennsla fer fram á sænsku og maður þarf að hafa sig allan við að skilja allt sem fram fer hafi maður ekki góðan grunn í sænsku. Það gekk nú stórátakalaust fyrir sig engu að síður og eftir nokkrar vikur var maður farinn að gera sig átakalaust skiljanlegan við aðra svía. Okkur voru útveguð herbergi á heimavist sem heitir Himmlestahus og var upphaflega byggt sem heimavist handa sænskum hermönnum en er í dag eingöngu notað sem heimavist fyrirskólana á Norrköpingsvæðinu. Þar var afar gott að vera, stór og björt herbergi með eigin baðherbergi og sameiginlegum matstofum. Til að komast í skólann þuiftum við síðan að taka sporvagn niður á aðalskiptistöðina hvaðan við tókum svo rútu sem keyrði okkur beint upp í skólann. Skólinn er staðsettur í hálfgerðu iðnaðarhverfi og er þar í bráðabirgðahúsnæði eins og stendur á meðan leitað er að hentugra húsnæði fyrir starfsemi skólans.

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.