Iðnneminn


Iðnneminn - 01.06.2002, Síða 31

Iðnneminn - 01.06.2002, Síða 31
‘Norríöpína Aðstaða til verklegs náms er ágæt í skólanum en það skortir dálítið upp á að aðstaða fyrir bóklegt nám sé fullnægjandi, en það er eingöngu sökum plássleysis. Skólinn á þónokkurn bílaflota, misgamlir og misdýrir, allt frá SAAB 900 ’90 upp í Volvo S-80 ’OO og ýmislegt þar á milli. Þar gátum við reynt fyrir okkur í að finna ísettar bilanir, prófa rafkerfi, lesa bilanakóða úr mælitölvum o.fl. Minna fórfyrir bóklegu fögunum en þá var einna helst kennsla í rafmagnsfræði, enda höfðum við Ásgeir lagt áherslu á að þar lægi áhuginn. Það sem var svo einna mest spennandi var að fá tækifæri til að starfa á stórum bílaverkstæðum og sjá hvað er að gerast í greininni og kynnast öðruvísi vinnubrögðum heldur en hér heima. Við fengum að vera á stóru Volvo verkstæði/umboði í eina viku og þar að auki fékk ég að vinna 2 vikur hjá Söderbergs sem er umboðsaðili Volkswagen í Norrköping. Þar kynntist ég skemmtilegum svíum og öðlaðist þó nokkra reynslu auk þess að vera boðið starf en ég afþakkaði pent og sagðist mundu koma aftur síðar. Norrköping er ein af elstu iðnaðarborgum Svíþjóðar og telur c.a. 130 þúsund íbúa í dag. Hún liggur við fljótið Strömmen og var það virkjað til ýmiss iðnaðar hér áður fyrr og þá helst vefnaðariðnaðar. Skömmu eftir síðari heimsstyrjöldina átti vefnaðurinn orðið erfitt uppdráttar sökum samkeppni frá öðrum löndum og lacjðist hann alveg af á áttunda áratugnum. I dag er hins vegar blómlegt atvinnulíf í Norrköping og hefur borgin hasiað sér völl sem staður þar sem hátækni-iðnaður sem og annar iðnaður blómstrar og uppbygging háskólaumhverfis er eitt af forgangsatriðunum. í miðbænum, sem svíar kalla industrilandskabet, er aragrúi af fallegum byggingum frá uppbyggingu iðnaðarins og stutt er síðan allur miðbæjarkjarninn var gerður upp og þar blómstrar nú fjölbreytt menningarstarfsemi, s.s. söfn, rannsóknarstofur háskólans og starfsemi sinfóníuhljómsveitar staðarins. Ég er feginn því að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu samstarfi og hvet alla sem áhuga hafa til að kanna möguleikann á því að svona lagað sé í boði fyrir þeirra námsgrein. í því tilefni vil ég einnig benda á Leonardo da Vinci styrkinn sem Iðnnemasambandið sér m.a. um að úthluta. Helgi Guðbjartsson Tenglar: http://www.ingelstagymnasiet.com http://www.norrkoping.se http://www.bhs.is

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.