Ljósberinn - 12.11.1921, Page 2

Ljósberinn - 12.11.1921, Page 2
114 ljósberinn; framan er okkur sagt frá því, þegar Jesús fór með lærisveinum sínum á bát yfir Genezaretvatnið, þegar stormnrinn var svo mikill og bylgjurnar risu svo hátt og ætluðu að fylla bátinn, en Jesús var óhrædd- ur, hann hafði lagt sig í bátinn og svaf rólega. Hefði hann verið hræddur, mundi hann ekki hafa sofið, heldur hefði hann verið vakandi, milli vonar og ótta um það, hvort þeir mundu ná landi. En Jesús var aldrei hrœddur. Við getum lesið um það í Nýjatetamentinu okkar, þegar hermennirnir komu út i Getsemane-grasgarðinn til að handtaka hann, þá íór hann ekki í burtu og faldi sig, heldur gekk hann á móti þeim og spurði þá, að hverjum þeir leituðu, og þegar þeir sögðust leita að Jesú frá Nazaret, þá sagði hann: y>Eg er hanna. Börnl Vitið þið af hverju Jesús var aldrei hrædd- ur? Pað var af því að hann gerði alt af það sem Guð sagði honum. Jesús segir lika á einum stað i orði sínu: y>Minn matnr er að gera vilja þess, sem mig sendi«. Og það eigum við líka að kappkosta að gera, því Guð hefir einnig sent okkur til að vinna verk fyrir sig, til að vera eins og Iítil Ijós i heimin- um til að lýsa á þeim stað, þar sem við erum, og þegar við gerum Guðs vilja, þá hverfur öll hræðsla burtu og þá er eins og sálarsjón okkar skýrist betur og við sjáum inn i himininn, þar sem Jesús situr við Guðs hægri hönd. Lærisveinarnir voru hræddir úti á Genezaretvatn- inu, um það lesurn við i textanum hér að framan. Okkur virðist það má máske vera undarlegt, að þeir skyldu vera hræddir, þvi þeir gátu vitaö það, að

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.