Ljósberinn - 14.01.1922, Blaðsíða 1
Jesús mgði: „Leyfið burnunum að koma til mín oy bannið þeim
það eklci, því slíkum heyrir Guðs ríki tila. Mark. 10, 14.
II. ár
ár | Reykjavík, 14. janúíU' 1924 \ 1.
b]að
Gleðilegt nýárl
Nú er byrjað nýtt ár, börnin góð. Og aftur er
Ljósberinn kominn til ykkar, með sögurnar sínar,
versin og heilræðin, og margt annað gott, sem alt
miðar að því, að glæða hið góða hjá ykkur og leiða
ykkur nær frelsara ykkar, honum, sem vill varð-
veita ykkur frá hinum mörgu freistingum, sem
verða á vegi ykkar. Kæru börn! Eg veit, að þið
verðið glöð yfir að sjá hann aftur, þess vegna legg-
ur nú Ljósberinn á stað í fullu trausti til ykkar,
að þið nú á þessu nýbyrjaða ári strengið þess heit,
að vinna verk fyrir Drottinn. Og eitt verkið, sem
þið getið gert fyrir hann, er að þið leggist nú á
eitt, að útbreiða blaðið ykkar, Ljósberann, hér í
bænum og hvar, sem hann kann að koma annars-
staðar.
Ljósberinn vill minna ykkur á, að sækja vel
sunnudagaskólann og fundina í K. F. U. M. á þess-
um vetri, og taka vel eftir öllu því, sem ykkur er
sagt þar, svo það geti orðið leiðarsteinn ykkar á