Ljósberinn


Ljósberinn - 27.05.1922, Síða 5

Ljósberinn - 27.05.1922, Síða 5
LJÓSBERINN 157 getið hreint ekki hugsað ykkur það. Hárið á henni var orðið svo mikið og hrundi niður eins og í bylgj- um og glóði eins og gull, augun hennar Ijómuðu eins og stjörnur og vangarnir á henni voru á lit- inn eins og fögru blómin á eplatrjánum. En ekki rak þó foreldra Hönnu í rogastanz fyr en hún helti eplunum og perunum úr svuntu sinni, því að það alt var þá orðið að glóandi gimsteinum. Og stóru, gulu liljurnar voru orðnar að skírasta gulli. Eins og þið megið nærri geta, þá varð heldur en ekki kátt í fátæklega kotinu. Pabbi Hönnu seldi gullblómin og gimsteinana fyrir ógrynni fjár, svo að hann varð að aka öllum þeim peningum heim í mörgum vögnum og stórum. Og svo lét hann byggja sér stærðar höll úr marmara, og alt í kring- um hana var gerður undursamlega fagur aldingarð- ur og í þeim garði voru gerðar tjarnir og fyltar gullfiskum og silfurfiskum, og þar voru búnir til sívellandi gosbrunnar. f garðinum lék Hanna sér nú með indælum stall- systrum og þær skemtu sér svo óviðjafnanlega. í garðinum voru hengirúm og rólur og vippur, til þess að vega salt, og knattleikasvið ágætt, og þar slóu þær knettina og höfðu í hendi einskonar ham- ar, eða knattdrepil, og margt var þar fleira sér til gamans haft (sjá myndina í 18. blaði). Jæja, sjáið þið nú, börnin góð, svona fór nú fyrir Hönnu litlu, af því að hún var altaf góðabarnið. En hvernig fór fyrir Kötu, sem altaf var s 1 æ m a

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.