Ljósberinn


Ljósberinn - 27.05.1922, Qupperneq 8

Ljósberinn - 27.05.1922, Qupperneq 8
160 LJÓSBERINN í draumi. í draumi sá eg lítil börn sér leika, svo ljúf og kát um tún og engi reika. þau fóru upp i fjall með gleðilátum, þau fóru út á tjörn í litlum bátum. Nú eigrar mamma út á hlað og segir hátt: „Nú syrtir að!“ Hún kallar börnin heim að sínu hjarta, því hrædd er hún við þrumuskýið svarta. pA hlaupa börnin heim til mömmu sinnar, svo himinglöð með æskurjóðar kinnar. Nú una þau sér inni í frið og óttast ekki stormsins nið. Við skulum ekki láta hér við lenda, þótt litli draumurinn minn sé á enda: Af þessu eigið þið að læra, börn, að þiggja’ í Jesú faðmi skjól og vörn, þá yfir dynur sorgarmyrkrið svarta og sólarljósið deyr í ykkar hjarta. þótt stormur geisi’ og syrti fyrir só), í faðmi hans er friður, hvíld og skjól. Og ef þú, barn mitt, elskar frelsarann, við hönd sér þig til himins leiðir hann. Jfar má ei sorg né mæða ná til þín, þar morgunsólin björt í heiði skín. Á sinum ástarönnum Guð þig ber, og engilhörpu Jesús gefur þér. (Litlir gimsteinar). Afgreiðsla Ljósberans er í Bergstaöastræti 27. Ritstjóri Jón Helgason, prentari. — Prentsmiðjan Acta.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.