Ljósberinn


Ljósberinn - 22.07.1922, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 22.07.1922, Blaðsíða 1
Smárit barnanna <45- Jesús sagði: vLeyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, því slikum lieyrir Guðs riki til“. Mark. 10, 14. Kendu oss að biðja. pið hafið víst einhverntíma heyrt eða lesið, að lærisveinar Jesú voru einu sinni að leita að honum og fundu hann þá á bæn á afviknum stað. pá sögðu þeir við hann: „Herra, kenn þú oss að biðja“. Og þá kendi hann þeim bænina: „Faðir vor“. þessi bæn var miklu, miklu styttri en allar aðr- ar bænir, sem þeir höfðu heyrt, en þó skildist þeim smám saman, að ekkert vantaði í hana, sem þeir þui'ftu um að biðja, og engu var þar heldur ofaukið. Jesús hafði varað þá við allri ónytju mælgi í bæn- um sínum; faðirinn á himnum vissi, hvers þeir þyrftu með hver um sig, hann sæi alt og heyrði; öðru máli væri að gegna um guði heiðingjanna; þeir vissu ekkert, sæju ekkert né heyrðu, og þess vegna hefðu heiðnir menn þann sið, að biðja langar bæn- ir og segja guðum sínum afar nákvæmlega frá, hvers þeir þörfnuðust. J>ið kunnið víst Faðirvorið ykkar, en það er sitt- hvað að kunna eða skynja og skilja það, sem þið hafið lært.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.