Ljósberinn


Ljósberinn - 22.07.1922, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 22.07.1922, Blaðsíða 2
LJÓSBERINN 226 Sælt er hvert það barn, sem lærir snemma að biðja, því að það hlýtur að verða á sínum tíma bezta eign foreldranna og yndi þeirra og eftirlæti. Eg þekti einu sinni dreng. Gunnar hét hann. Fað- ir hans hafði kent honum að biðja. þegar hann fór á fætur á morgnana, þá bað hann Guð altaf um að gefa sér löngun og kraft til að gera það, sem gott er. Ef honum fanst hann ekki vera nógu iðinn og kappsamur í því, sem hann átti að gera, þá bað hann Guð að hjálpa sér til að sigrast á því; eins fór hann að, ef honum fanst hann helzt ekki vilja gera það. Ef lagsbræður hans ætluðu að lokka hann til að gera eitthvað rangt, þá bað hann Guð um hug og dug til að standast allar þeirra ginningar. Altaf reyndi hann að halda því föstu í huga sínum, að Guð væri hjá honum; altaf hafði hann í huga sjer, hvað það væri mikil gleði, sem því fylgdi, að gera það, sem gott er og þung sú meðvitund, sem letin og óhlýðnin leiddu af sér. þess vegna bað hann Guð að gefa sér vilja og mátt til að verða sjálfum sér og öðrum til gleði með allri breytni sinni. Af þessu fór honum svo fram á stuttum tíma, að allir góðir menn elskuðu hann og kennarar hans settu hann öðrum börnum til eftirdæmis. þegar faðir Gunnars var dáinn, þá gekk hann oft út að leiðinu hans og bað þar með tárin í aug- unum: „Elsku pabbi minn! Guð launi þér það um alla eilífð, að þú kendir mér að biðja“. o-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.