Ljósberinn


Ljósberinn - 07.10.1922, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 07.10.1922, Blaðsíða 1
Jesús sagði: „Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki, þvi slíkum lieyrir Gtuðs riki tilu. Mark. 10, 14. Heimþrá. Og sjá, eg er með þér og varðveiti þig, hvort sem þú fer, og eg mun aftur flytja þig til þessa lands; því að ekki mun eg yfirgefa þig, fyr en eg hefi gjört það, sem eg hefi þér heitið. I. Mós. 28, 15. Til er ein sú tilfinning, sem er jafn beisk eins og hún er sælukend og holl. Hún gerir helzt vart við sig á kvöldin, þegar unglingurinn er genginn til hvílu á ókunnum stað; brennheit tregatár hrynja honum um vanga, unz hann hefir grátið sig til svefns. það er h e i m þ r á i n. Ef til vill brosir þú að hugsuninni. En bíddu við, þangað til þú fer að heiman í fyrsta skifti, — þá muntu fá að reyna hana. Nú var hinn ungi Jakob á ferð í fyrsta sinn. f stað mjúku hvílunnar heima hjá móður hans, varð hann nú að láta sér lynda að leggjast á mosafeld merkurinnar, með harðan stein að höfðalagi. Yfir honum skinu stjörnurnar — þögular að vanda. þær voru hinar sömu og heima; en það, sem hann hafði með sér heiman að, dugði honum nú allra bezt. Hann

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.