Ljósberinn


Ljósberinn - 07.10.1922, Side 5

Ljósberinn - 07.10.1922, Side 5
LJÓSBERINN 317 á dyr, en g'óða Lísa hljóp á eftir honum og gaf hon- um; matinn sinn. En svo varð hún sjálf að vera matarlaus, því að móðir hennar skeytti ekki vitund um hana; hún gaf sig alla við henni fallegu Flóru dóttur sinni, lét hana hafa skartbúning og ljúffeng- asta mat, hreinustu krásir, en góðu Lísu lét hún ganga í ræflum og lét hana ekki annað hafa en skorp- umar, sem hún Flóra systir hennar leyfði. Einu sinni, þegar Lísa var búin að gera húsið hreint og var farin að þvo upp diska og bolla og skálar og fægja hnífana, þá kallaði mamma hennar á hana. „Lísa“, mælti hún, „hana Flóru systur þína sár- langar í jarðarber. Farðu nú undir eins út í skóg og tíndu jarðarber handa henni. En ef þú stingur einu einasta beri upp í þig sjálfa, þá færðu ekki neitt að eta í kvöld“. „Já, en hvernig á eg að fara að því að tína jarð- arber núna? Nú er komið haust og öll jarðarber horfin úr skóginum“. „Pað skifti eg mér ekki vitund um; þú verður að gera eins og eg segi. Ef þú kemur heim og hefir eng- in jarðarber með þér, þá skaltu engan mat fá í þrjá sólarhringa“. Vesalings Lísa fór að gráta og var svo rauna- leg; en samt tók hún körfu á handlegg sér og fór út í skóginn til þess að leita að jarðarberjum; en fann ekki nokkurt ber. þá settist hún á stein og grét. þegar hún var búin að sitja og gráta stundar- korn, þá gekk gamall karl þar fram hjá. Honum var ógn stirt um sporið og svo bar hann líka spýtna-

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.