Ljósberinn


Ljósberinn - 19.04.1924, Síða 2

Ljósberinn - 19.04.1924, Síða 2
122 L J Ó S B E R I N N aði og rósin frá Jeríkó aftur og breiddi blöð sín mót sólunni og' himninum, sem fagnaðarmerki þess, að Kristur væri upp risinn. Og síðan hefir rósin frá Jeríkó líka verið kölluð upprisublómið. í sunnudagaskóla á páskadaginn 1924. Lestu: Matt. 28, 1.—10. Minnistexti: Dauði, hvar er sigur þinn? Dauði, hvar er broddur þinn? I. Kor. 15, 55. Á föstudaginn langa, þegar Jesús leið á krossinum, og að lokum hneigði höfuðið og gaf upp andann, þá héldu óvinir hans að þeir hefðu unnið sigur. Og vinir Jesú voru niðurbeygðir af hrygð, því að þeir héldu einnig, að hann hefði beðið ósigur. þeir tóku líkama hans niður af krossinum, sveipuðu hann hreinu líni og lögðu hann í gröfina. Síðan veltu þeir stórum steini fyrir grafardyrnar og fóru að því búnu frá gröfinni hryggir í huga. En óvinir Jesú innsigluðu gröfina og létu varðmenn gæta hennar. En páskamorguninn kom, engill Drottins steig nið- ur af himni og velti steininum frá grafardyrunum, og Jesús reis upp frá dauðum, en varðmennimir flýðu óttaslegnir. Nú þurftu vinir hans ekki lengur að gráta. Nú sáu þeir, að hann var sigurvegarinn yfir synd og dauða. Nú heilsuðu þeir hver öðrum með þessari fagnaðar-

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.