Ljósberinn - 19.04.1924, Blaðsíða 4
124
LJÓSBERINN
kveðju: „Jesús er upprisinn. — „Já, hann er sann-
arlega upprisinn“.
Ert þú ekki einn af vinum Jesú? Fagnar þú þá ekki
á sigurhátíð hans? — það er sannarlega ástæða til
að fagna. því að hann, sem reis upp frá dauðum á
páskamorgni, hann vill gefa þér hlutdeild í sigri sín-
um. Hann vill gera líf þitt að sigurhátíð, — þannig,
að þú á hverjum degi getir fagnað sigri yfir synd og
dauða. Ef þú fylgir honum af öllu hjarta, verður líf
— já, dauði þinn að sigurhátíð. Y.
-----o----
Það, sem afi vildi ekki muna.
Sveinn settist hjá rúminu og fór að hágráta, því
að nú skildi hann, að mamma hans var hættulega veik.
En mamma huggaði hann. Hún sagði, að Sveinn ætti
bara að vera bezti drengur, þá mundi honum farnast
vel, þó að hann misti mömmu sína. „Lofaðu mér því,
drengurinn minn, að muna þessa stund alla æfi; að
muna það, að þá bað eg þig að vera góðan og gera
aldrei neitt, sem rangt er og ilt fyrir Guði. Lofaðu
mér því, að gleyma því aldrei, að fara til Guðs með
alt, þú veizt, að hann heyrir hverja bæn. Sveinn,
elsku drengurinn minn, viltu lofa mér þessu?“
Og Sveinn tók í hönd móður sinni og lofaði þessu
grátandi, eins og hjarta hans ætlaði að springa.
Mamma hans dó litlu síðar. Sveinn stóð hjá kist-
unni og horfði á elskaða andlitið hennar mömmu
sinnar; hann vissi, að það var í síðasfa sinni. En hvað