Ljósberinn - 19.04.1924, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN
127
kom þrammandi inn í herbergið hans og stamaði út
úr sér þessum orðum, feimnislegur á svip:
„Æ, herra prestur, leyfið þér vesalings Róbert
litla að vera á morgun með altarisgestunum, sem
ætla að neyta hinnar heilögu kvöldmáltíðar“.
Presturinn vildi ekki láta gera sér ónæði og gerði
sig líklegan til þess að vísa drengnum á dyr, en dreng-
urinn leit til hans með sárbiðjandi augnaráði:
„Herra prestur, ef að þér vissuð, hve heitt eg elska
Drottinn minn Jesúm Krist, þá munduð þér ekki
neita mér um þá bæn, að fá að sitja við hans borð“.
Presturinn gat ekki sagt neitt. Hann komst við af
hinu biðjandi augnaráði og hinum bamslegu einföldu
orðum. Hann átti stutt samtal við Róbert og svar-
aði síðan játandi bæn hans. pegar Róbert kvaddi
prestinn og gekk á brott, kom presti í hug sú ósk, að
allir altarisgestirnir næsta dag mættu koma með
sama hjartalagi upp að borði Drottins, sem Róbert
litli. —
Á sunnudagsmorguninn fór Róbert til kirkjunnar.
Hann þurfti að ganga langan veg, en hann lét ekki
standa á sér.
Undir ræðu prestsins hrundu tárin, eitt eftir ann-
að, niður kinnar Róberts litla, og í hvert sinn sem
hann heyrði J e s ú nafn nefnt, hristi hann höfuðið
hryggur í bragði og mælti fyrir munni sér: „En eg sé
hann ekki“.
þegar hann að lokum hafði neytt hins heilaga
sakramentis, leit hann til prestsins og þakklætið
skein úr augum hans. Svo grúfði hann sig niður og
huldi andlit sitt í höndum sér, þar til blessun var