Ljósberinn


Ljósberinn - 26.04.1924, Qupperneq 1

Ljósberinn - 26.04.1924, Qupperneq 1
-»> Smárit barnanna «❖ Jf.mí.s „ntjði: „Leyfið börnunum að koma til mín oy bannið þeim það ekki, þvi slilcum lieyrir Guðs ríki tilu. Mark. 10, 14. IV. ár \ Reykjavík, 26. apríl 1924 !; 17. blað Sumarið er komið Kæru börn! Nú er sumarið komið og veturinn lið- inn. pið hlakkið öll til, þegar blómin fara að spretta, fuglarnir að syngja o. s. frv. — En gleymið þá ekki að lofa hanrt og þakka honum, sem sumarið gefur. J>ið börn, sem komið hafið í Sunnudagaskóla K. F. U. M. í vetur, minnist þess, sem ykkur hefir verið sagt þar. Hafið nú einmitt sumarið til þess að hugleiða og rifja upp fyrir ykkur sögurnar um hinar miklu hetjur Drottins, sem ykkur hefir verið sagt frá úr hans heilaga orði. Og þið, börn, og unglingar, sem komið hafið á fundi og eruð félagar í hinum ýmsu deildum K. F. U. M. og K. Ef þið gróðursetjið í hjörtum ykkar alt það fagra og góða, sem ykkur hefir verið kent í vetur, ef þið grtngið þá vegi, sem ykkur hefir þar verið bent á að ganga, þá verður sumarið, sem nú er að byrja, ykk - ur sannkallað sumar, því þið lifið þá ekki einungis í sumri hið ytra, heldur býr þá sumar í sálu ykkar. þið getið þá sungið glöðum rómi þetta, sem þið þekkið svo vel: Nú er sólskin mér í sái í dag og signuð gleðirós.

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.