Ljósberinn


Ljósberinn - 26.04.1924, Qupperneq 6

Ljósberinn - 26.04.1924, Qupperneq 6
134 LJÓSBERINN þá sjón, að svo kynni að fara, að hann, hinn elskaði sonur hennar, yrði á sínum tíma að hljóta þann við- urstyggilega dauðdaga, krossdauðann; sá dauði var svo viðbjóðslegur, að engum Rómverja var hegnt með honum. í augum Gyðinga var krossdauðinn hinn herfilegasti dauðdagi, sem þeir þektu. Hinir kross- festu gátu hangið alt að 8 dögum á krossinum, áður en þeir létu lífið, og kvöldust svo af hungri og þorsta og sársauka, að engin orð fá lýst. Henni fanst sér mundi verða óbyrilegt að horfa á, að elskaði sonur- inn hennar léti lífið með þeim hætti. Hún fölnaði upp, þar sem hún stóð. Hún mintist þess þá, hvað Símon gamli hafði sagt, er hann tók drenginn hennar í fang sér í musterinu: „Sverð mun jafnvel nísta þína eigin sálu“. það gat svo farið, að hann reyndist sannspár að því, gamli maðurinn. En Jesús var alt af svo gott og hlýðið bai’n, óx að náð og vizku með aldri. Henni var ómögulegt að láta sér skilj ast, að hann mundi nokkurn tíma fremj a það ódæði, að hann yrði dæmdur til krossfestingar. En þrátt fyrir það varð þetta henni sá fyrirboði, sem hún gat ekki frá sér hrundið. En hvað hún óskaði heitt, að hún hefði ekki séð skuggann. Jesús leit við og sá, að móðir hans var náföl, og spurði, hvort nokkuð gengi að henni. „Ó, nei“, sagði hún, „það hvarflar fljótt frá mér aftur“. Hún vildi ekki gera hann órólegan, með því að segja honum, hvað hún var að hugsa. Ef hann ætti að deyja á krossi, þá hlyti það að vera vilji Guðs, feðra hennar. Mörgum árum seinna, á föstudaginn langa, stend- ur kona hjá krossi, og' á krossinum hangir Jesús. Og

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.