Ljósberinn - 25.02.1928, Blaðsíða 4
60
LJÓSBERINN
hérna«, sagði Anna döpur, »og eg hlakk-
aði svo til að vera hjá þér í vetur«,
»Pér er alveg óliætt áð hlakka til
eins fyrir því«, sagði Sigríður. Frúin er
ágæt, og svo kemur Stella, litla elskan,
hún er svo indæl, eg segi pér satt, pér
er alveg óhætt að hlakka til«.
»Já, en er ekki frúin voða ströng og
vandlát?« spurði Anna.
»Ö, nei! Iiún er vitanlega vandlát og
hún vill hafa hlutina í góðu lagi, honni
er auðvitað illa við vanrækslu og hirðu-
leysi, en svo er um allar góðar hús-
mæður, Anna mín, og þá er ekki um
annað að gera fyrir stúlkurnar, heldur
en að hirða vel um verkin sín. Eg efast
ekkert um aö þú gerir það. Ukki hefir
frúin fundið neitt að mínum verkum,
þenna tíma, sem eg heíi unnið hjá henni,
mér líkar yfirleitt vel við liana. Eg segi
nú reyndar ekki að eg hefði orðið kyr,
hefði Stella ekki verið. Hún er rétt-
nefndur sólargeisli«.
»Er þessi Stella dóttir hjónanna?«
spurði Anna.
»Já, þau eiga ekkert annað barn«.
»IIvað er hún gömul?« spurði Anna.
»Mig ininnir að hún sé 10 ára eða
11 ára, eg man það ekki upp á víst«,
sagði Sigríður.
»Er hún stór?« spurði Anna.
»Hún er fremur smá vexti, en Ijóm-
andi snotur, hvar sem á hana er litið«,
svaraði Sigríður.
»Hvernig er hún í liátt?« spurði Anna.
»Á eg að fara að lýsa henni fyrir
þér? Jæja, bara að eg gæti það! Eg er
svo hrædd uin, að mér takist ekki að
gefa þér rétta hugmynd um hana, —
hún er ljóshærð og líklega eru augun
hennar blá, þau eru tindrandi, og
ininna mig á stjörnublik. Hún hefir
brosholur í báðum kinnum, og munnur-
inn hennar er ofur smár og varirnar
rauðar eins og þroskuð hrútaber, ennið
er hátt og svipmikið, og augnabrýrnar
bogadregnar eins og á fallegasta mál-
verki. Eg get eiginlega ekki lýst henni,
þi'i þarft að sjá hana með eigin augum,
þá finnurðu hlýindablæinn, sem leggur
frá henni og þú sérð brosið hennar, j>að
er laðandi og hressandi, — eg get sagt
þér það, Anna mín, að eg liefi ýmislegt
reynt um dagana, og stundum sækir að
mér þunglyndi, en ef eg sé Stellu brosa,
þá flýr Jiunglyndið, það er eins og mað-
ur sjái lieiðan himin, þegar brosið fæð-
ist í bláu augunum hennar, Eg skil ekki
í öðru en að allir, sem kynnast því barni,
liljóti að elska það. Eg veit um sjálfa
mig. Eg vona að þú verðir lipur við
hana og gerir alt, sein hún biður jiig um«.
»Mér þykir svo ósköp gaman að börn-
um«, sagöi Anna. »En hvað hún heitir
einkennilegu nafni — Stella!« Ætli liún
heiti ekkert annað en Stella?«
»það er frá!« svaraði Sigríður. »Aldrei
liefi eg lieyrt hana kallaða neitt annað.
Stella er svo fallegt nafn, þykir þér það
ekki?«
»Eg veit ekki«, sagði Anna. »Mér
þykir Rósa miklu lallegra«.
»það er nú af því að litla systir þín,
sem þú mistir, hét Rósa, livað var hún
gömul þegar hún dó?« spurði Sigríður.
lJað korn einkennilegur glampi í aug-
un á Önnu og hún sagði með óskiljan-
lega kaldri rödd: »llún var nærri fjögra
ára, þegar luin dó frá okkur«.
Sigríður virti önnu fyrir sér í laumi,
henni var auðsjáanlega afar sárt að
minnast á litlu, látnu systurina, því var
ef til vill bezt að tala ekki meira um
hana, en Sigríði fanst hún mega til með
að segja hlýtt hluttekningarorð viö aum-
ingja ungu stúlkuna. »Æ, hún er sæl
að vera komin til Guðs, blessað barnið«,
sagði hún, »þar er hún óhult fyrlr öllu
misjöfnu, þar hrekst ekki fyrir henni«.
' Anna stundi við og leit undan, hún