Ljósberinn


Ljósberinn - 16.02.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 16.02.1929, Blaðsíða 3
L J Ó S B E RI N N uðu Jjcir til hermannsins. ^Petta eru að- alsmanna ungar? Og vilji Jiau ekki hlýða, J)á af stað með Jmi undir frú Rimmu- gýgi (Madame Guillotine)«. — Pað var öxin voðalega, sem byltingamenn höfðu við aftöku [jeirra, sem þeir létu af lífi taka; var hún nefnd eftir péiin, sem hafði fundið hana upp (Guillotin). l’egar Jeróme heyrði nefnt nafn öx- arinnar, [)á fór hrollur uin hann; [iað nafn hafði svo ot't borist honum fyrir eyru, og Evgenía litla grét af hræðslu. En Jeróme lét pó ekki lnigfallast. Hann vildi treysta góða, himneska vininum, hann mundi áreiðanlega Iialda verndar- hendi yíir sér og litlu vinu sintii. Hann leit öruggur á æstan skrílinn í kringum sig, og er hann leit lengra fram, pá sá liann riddara vera að brjótast gegnum mannjtröngina, en tókst ekki. Pað var Napóleon. llann var þá nýkominn fra Toulon (Túlong); þar hafði hann þá barist og unnið sigur. Hann hafði séð börnin af hestbaki, og varð þá lieldur órótt; sá hann herntennina draga þau af stað með sér; en er hann sá, að hann mundi naumast geta náð þeitn, þá sneri hann hestinuin við og reið í ein- uirt spretti til Augustíns og hitti hann heitna. Batt hann hest sinn við grindur, og snaraðist inn. Vinur hans, Augustín, sat við skrifborðið sitt og sneri sér hvat- lega við, er hann heyrði Napóleon segja, eða kalla, réttara sagt: »Nú hafa morðingjarnir þínir náð í tvö börnin mín, heyrir þú það. En þú verður að sjá um, að þau komist ekki í hendur þessara ræíla«. »Haltu tungu þinni í skefjuin, Napó- leon Bonaparte*, svaraði Augustín reiðu- lega. »Börnin þín«, segir þú? Ekki vissi eg, að þú ættir börn«. »Börn vina ntinna tel eg sem mín börn. Skilurðu það? Eg sá háloflegan 51 bróður þinn standa skamt frá, og þetta er líklega hans verk«. Nú spratt Augustín upp af stólnum. »Eg segi aftur: Haltu tungu þinni í skefjum, ef þú vilt ekki sæta sömu for- löguin og börnin þín«. »IIo, hó!« sagði Napóleon og hló við. M mátt reyna að taka mig fastan; [tess mun þig iðra og þína líka. Hermenn mínir munu brátt brjóta upp fangelsis- hurðina, [tví að það eru liraustir menn. Eg segi því sem fyr: Láttu hleypa börn- unum út!« »Og eg segi nei og aftur nei! Petta eru börn einhverra bannsettra auðkýf- inga. Hvar eiga þau heima? Hvað heitá þau?« sagði Augustín með lymskubrosi. »Já, það þætti þér gott aö fá að vita«, svaraði Napóleon, »en eg er nú ekki svo skyni skroppinn, að eg fari að segja þér það. Eg kem annars frá Toulon og ltefi unnið sigur. l’að ltefir þú víst frétt?«. »Já, gott er nú það. Hugsa þú um þínar sakir, en blandaðu þér ekki í inínar sakir, eða bróður míns, réttara sagt. Iíann veit víst, hvaö hann er aö gera«. »Eg efast nú um það«, svaraði Napó- leon þungbrýnn. »Pað getur varla borgað sig, aö kvelja og myrða saklaust fólk, sízt konur og börn. Eg sé, að þú ert jafn miskunnarlaus og hann. Og eg má til að fara heim og láta binda um sár inín«. Að svo mæltu skildi Napóleon við þennan svonefnda vin sinn, æstur og hryggur i skapi. En fyrst Augustín vildi •ekkert fylgi veita, þá varð hann og Deinoulíns sjálfur að taka að sér þetta mál. — Napóleon og fjölskylda hans bjó í sama húsi og Desmoulíns, en Beauforts í næsta liúsi. Og er Napóleon koin heim,

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.