Ljósberinn


Ljósberinn - 27.04.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 27.04.1929, Blaðsíða 3
LJÓSBERINN 131 Faðir þinn hefir ekki efni á að kosta ferð þína frarh og aftur. svo þú getir heimsótt okkur, þau tvö ár, sem nátns' tíminn varir. Fað er órnögulegt að ég geti lifað svo lengi. Sandurinn í tíma' glasi niínu er næstuin útrunninn. A hin- utn fjarlæga stað, sem þú nú ferð til, verður engin elskandi móðir til þess að gefa þér góð ráð á þrautastundunum. Leitaðu þá ráða og hjálpar hjá Guði. Hvern suiinudagsrnorgun frá klukkan tíu tii ellefu, inun cg biðja fyrir þér. Hvar sem þú tiú verður á þessum helga tíina, þá láttu huga þinn, er þú heyrir kirkjuklukkurnar hringja, leita aftur til þcssa herbergis, þar seiu móðir þín deyjandi mun vera að biðja fvrir þér, innilega og af öllu hjarta. — Nú heyri ég vagninn koma. Kystu mig — vertu sæll!« Drengir, ég býst ekki við að ég fái að sjá móður mína aftur á jörð, en með Guðs hjálp ætla ég að mæta henni aftur á himnum«. Pegar Georg hætti að tala streymdu tárin niður kinnar hans. Hann leit á félaga sína. Augu þeirra stóðu líka fuii af tárum. Hringurinn, sem þeir liöfðu myndað umhverfis hann, opnaðist strax. Hann gekk út úr hringnuni áleiðis til kirkjunnar. Félagar hans dáðust að lion- um af því að hann hafði hugrekki til þess að gera það, sem þeir ekki áræddu. Peir fylgdu honura allir til kirkjunnar. Á leiðinni tleygðu þeir allir frá sér vín- flöskunum og spilunum, fundu að þeir gátu ekki liaft það með sér í Guðs hús. Pessir ungu menn spiluðu aldrei framar á sunnudegi. Frá þessum degi breyttust þeir allir. Arið 1893 voru sex þeirra dánir í trúnni á Jesiim, Krist. Georg var þá lifandi, duglégur, guðhræddur lögfræðingur i lowafýlki, og vinur hans, seni reit þá þessa .sögu, hafði um mörg ár veriö starfandi meðlimur kirkjunnar. Atta ungir og efnilegir menn snérust hér til einlægrar trúar fyrir bænrækni trúaðrar móður, og ef vér þektum allan árangurinn af eftirdæmi þeirra og starfi, fengjum vér fagra mynd af áhrifum móðurbænarinnar. [Frhj. Börnin bjuggust til brottferðar að skólatíma loknum. Kennarinn leit al- varlegur í bragði til Axels og Jóhanns »þið farið ekki strax, drengir«, sagði hann og \ ar fastmæltur. Hann gaf þeim vísbendingu mn að fá sér sæti, sitt hvoru megin í stofunni, á tneðan hin börnin voru að ganga frá skólabókum sínum og áhöldum. beir sendust á óhýru augna ráði, og hefðu vafalaust skiftst á ómjúk- um orðum, hefðu þcir þorað það, en kennarinn var sjálfur itini stofunni og gaf þeim gætur. — Drengirnir eru svipaðir á stærð, Jói er þó ofurlítið hærri, en heldur grennri, liann er og fölari að yfirlitum; augun lians eru skær og dökk, þeim gæti verið jafn lagið að blossa af ákefð eins og að brosa af barnslegri AÚð- kvæmni. Jói er álútur og útlimalangur, og ber mjög á því, hve buxurnar hans eru stuttar, rnórauðir ullarbolir fa’ra illa á grönnum fótleggjum, og skórnir hans

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.