Ljósberinn


Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 1
IX. árg. Reyk'javík, 6. júlí 1929. 25. tbl. Hollusta. Enginn heflr meiri elsku en pá, að hann láti lif sitt fyrir vini sína. Hver sagði það? 1 bardaganum bjá Fehrbellíu sat Vil- helm kjörfursti á hvítum hesti. Hesta- sveinninn hans, Torber, tók eftir því, að Svíar miðuðu sérstaklega á hann, af því að hann var svo frábrugðinn öðrum hest- um að lit. Hann bað því húsbónda sinn, kjörfurstann,, að háfa hestaskifti við sig, og bar það fyrir, að hesturinn væri fæl: inn. En er Torber hafði setið á hesti kjörfurstans fáein augnablik þá varð hann fyrir kúlu óvinanna og féll dauð- ur af hestinum; en með dauða sínum bjargaði hann lífi kjörfurstans. Heim úr fangelsinu. Móðirin á von á syni sínum, sem set- ið hafði um hríð í fangelsi. Það var auðséð á svip hennar og sér- staklega augunum, að hún hafði orðið mikið að líða vegna sonar síns. En þetta var einkasonurinn hennar og hún unni honum eins og móðir heit- ast getur unnað barni sínu. Hún var önnum kafin við að sópa, ræsta og prýða alt heima fyrir, áður en hann kæmi. En hvað pað var auðsætt á öllum þessum viðurbúnaði, að ástin í brjósti hennar var sterkari en dauðinn. Vinkonur hennar, sem lijá henni voru, mintust ósjál.frátt kærleika hans, sem gaf sig í dauðann fyrir okkur, hjartans sem elskaði púsund sinnum heitar en allar ástríkar mæður til samans. v »Átelja hann? Nei« sagði hún. Og vin- konur hennar fóru og sóttu drenginn hennar. Þær vildu ekki, að illir lags- bræður hans heilsuðu honum daginn þann. Og alt gekk þetta vel. Þær sáu á svip hins unga manns, að hann kveið bæði fyrir og hlakkaði til. Pegar þau voru komin inn í ganginn, þá kemur móðir hans út um dyrnar, sem hún var fyrir fram búin að opna, hún mælir ekki orð frá vörum, en fellir því fleiri tárin, og vefur titrandi örmum um háls syni sínum og býður hann velkom- inn á þann hátt. — Inni stóð búið borð; hún býður vin-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.