Ljósberinn


Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 8
200 LJÖSBERINN Pabbi vék sér £m að Hinná og mælti: »Pú verður að sjá um, að petta hvolps- óhræsi komi aldrei fyrir augu mér framar«. Hinrik tók i hálsbandið á Teddy og dró hann burtu með sér. En með því að liann vissi ekki, hvað hann ætti af hon- um að gera, pá lokaði hann Teddy iniii uppi á loftinu. Pegar liann kom ofan aftur, pá ræddu pau pabbi og mamma eitthvert alvörumál með sér. Og Hinni heyrði orð eins og þetta: Selja íbúðar- húsið forgangsrétt og pví um líkt. Pabbi leit á hann og sagði: Jæja, drengur minn, þetta, sem við erum að ræða, er nú eiginlega ekki handa þér, en það get ég sagt þér í fæstum orðum, alveg eins nú eins og seinna, að nú er hart í ári og við erum neydd til þess að selja húsið okkar til þess að fá pen- inga. En stattu nú upp og vertu fyrir utan stutta stund. Hinrik gekk upp stig- ann t.il að vita, hvað Teddy liði. Hvað var nú á seiði? það var alveg eins og heill tugur af strákum hefði farið í ell- ingaleik þarna uppi. Ekki tjáði að láta pabba heyra það. Pað lilaut að vera Teddy. Hann ldeypur upp stigann og opnar lofthurðina. »Uss, Teddy, hafðu þig hægan!« En áð- ur en hann gæti auga á komið var Teddy rokinn af stað og niður allan stiga og eitthvað hlunkaðist svo óttalega í stiga- rimunum. »Jú, jú, mundi það ekki vera annað gamla stígvélið hans Jensens. Pegar Teddy kom niður á ganginn, þá dansaði hann í kringum stígvélið og gjainmaði fullum hálsi, lagðist svo niður og fór að naga þykka sólanu undir því og urraði hátt af ánæju. Hinni hljóp þá ofan stig- ann. »Teddy, Teddy hafðu þig hægan, þú ert alveg tryltur, uss!« En Teddy var ekki á því að hafa hægt um sig, hann stökk upp með stíg- vélið í ginihu. Og með því að dagstofu- hurðinni var lokið upp rétt í þessu, þá þaut hann inn milli fótanna á pabba. Pegar Hinrik kom inn í dagstofuna, þá lá pabbi flatur undir legubekknum og togaði í stígvélið og loks tókst hon- um að draga stígvélið og Teddy urrandi út undan legubekknum. Pabbi gaf Teddy duglegan löðrung fyrir tilvikið, svo að hann hypjaði sig iun undir legubekkinn, og pabbi ætlaði einmitt að fara að standa á fætur, en laut þá alt í einu niður — eitthvað hafði oltið út úr stígvélinu; hann tók það upp af gólfinu og tautaði fyrir munni sér: — »Aldrei hefi ég nú vitað annað eins, ég er svo alveg grall- aralaus!« Svo fór hann að ransaka stíg- vélið betur, ' þá valt aftur eittllvað úr því niður á gólfið. Pabbi tíndi það vand- lega upp og fór til inömmu og sagði: »Sko, heldur þú að þetta séu skírir steinar?« Mamma leit niður í lófa pabba og sagði »Petta — þetta eru skírir demantar«. Pabbi nam staðar um stund, en sagði síðan alvarlegur í bragði: »Pað hefir þá verið þetta, sem hann átti við, gamli vinurinn minn, þegar hann sagði, að í stígvélunum inætti finna það alt, sem 'hann hefði haft með sér frá liússlandi. Hann hefir að líkindum selt alt, sem hann átti í tæka tíð og keypt demanta fyrir andvirðið, því hann hefir hugsað, að liann ætti hægra með að hafa þá með sér á flóttanum. Já, þessir demantar eru dýrir; fyrir finim slíka get ég fengið alla þá peninga, sem ]iarf að greiða, þegar að skuldadeginum kemur fyrir mér. En hvað Hinrik varð himinlifandi glaður — nú þurfti pabbi hans þó ekki að selja húsið sitt. En glaðari varð hann þó af því, sem á eftir fór: Pabbi laut niður að Teddy, sem var alveg forviða, klappaði á bakið á hon- um og sagði: »Jæja, viilingurinn þinn, þú hefir bjargað okkur ölluin, þú skalt fá að vera hérna áfram, þó að þú svo rífir tíu gólfdúka í tætlur — einhvern veginn tekst okkur víst að siða þig«. ----—»> <■> <>■- Prentsra. Jóns Ilelgaaonar.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.