Ljósberinn


Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 4
LJOSBERINN 196 liann ofurseldur æfllöngu munaöarleysi, fyrirlitningu og tortrygni [jeirra, er áttu betri aðstöðu í lífinu? Kaldur hrollur gagntók drenginn við [jessar döpru hugsanir, og hann spurði sjálfan sig, — er hvergi ylur, hvergi skjól? — i>Komdu uftur d morgun«. Orðin bárust honum, eins og blíður and- blær, og pau rufu sem allra snöggvast svarta myrkrið, sem var að setjast um sálina hans, pau voru eins og ofurlítill Ijósbjarmi, sem smaug inn í hugskot hans og minti hann á ástúðlegt bros og hlý- legt hughreystandi augnaráð, sem sagði honum að hann átti vini og velvildar- inenn prátt fyrir alt og alt; og sem betur fór urðu pað seinustu hugsanir Jóa, áður en svefninn tók hann blíðlega í faðm sinn, og lét hann gleyma bæði sársaukanum og gremjunni, sem hafði gagntekið liann fyrir lítilli stund. Eins og ég sagði áður, pá varð Napó- leon að sæta mörgu samsæri og morð- tilraunum. Urðu Parísarbúar pví næsta fegnir, að iiann slapp hjá öllum pessu.m lífsháska. Öldungaráðið færði sér pessa gleði í nyt til að leggja pað til við fólk- ið að gera Napóleon Bonaperte að keis- ara og gengi'keisaratign hans að erfðum og var hann kosinn tii peirra pví nær einróma pað var 1802. Árið 1804 kom sjálfur páíinn til París til að vígja hann til pessarar nýju tign- ar. Páfinn smurði hann á enni, hand- leggjum og höndum. Pað gcrðist í Notre- damekjrkjunni. En pegar páfinn ætlaði að krýna hann, pá tók keisari sjálfur lárviðarsveiginn úr gulli og setti á höf- uð sér og sömuleiðis krýndi hann Jóse- fínu konu sína. Nú hófst enn ófriður milli Euglands og Frakklands og síðan milli Rússlands og Frakklands. Endalausar styrjaldir, og frakknesku hersveitirnar báru oftast sig- ur úr býtum; en pó dvínuðu fagnaðar- lætin smámsaman, einkum í París og Napóleon tekið með minni fögnuði pótt hann kæmi Jieim sigri hrósandi. Á árunum 1810—’ll var pó friður í Norðurálfunni og stóð pá vegur og gengi Napóleons sem hæðst. En pá hófst ófrið- urinn milfi Rússa og Frakka. Sú styrjöld var ógurleg, svo að ekki er hægt að lýsa öllurn peim mannraunum, sem her- sveitirnar urðu að pola. Nú fóru pjóðir pær, sem Napóleon hafði pröngvað til að lúta sér, að láta á sér bæra, pví að nú hugðu pær tim.a til kominn að losa sig úr höndum harðstjórans, Napóleons. Nú hafði sú breyting orðið á einka- liögum Napóleons, að hann lét skifjast við Jósefínu drotningu sína, pví að pau áttu engin börn saman, en ríkiseríingja vildi hann eignast. Kvæntist hann pá prinsessu einni frá Austurríki, Maríu Lovísu og með henni eignaðist liann son, og er hann fæddist fékk hann óðara nafnbótina: »Konung- ur Rómverja«. Jósefínu varð pessi skilnaður pungur harmur og lifði ekki nema 4 ár eftir pað. Prússar, liússar og nokkur smáríki í Pýskalandi gerðu nú samband með sér til að varpa af sér oki Napóleons og kölluðu pað stríð frelsisstrídid. Þetta stríð var líka skelfilegt, og alt

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.