Ljósberinn


Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 06.07.1929, Blaðsíða 7
LJÖSBERINN 199 á móti eðii hans, slíks athafnamanns, en einkum leið honum illa síðasta árið, Jiví að pá var liann sjúkur, þjáðist pá af krabbameini í lifrinni og oftast nær ein- kar lasburða. Móðir hans og Pálína systir hans buð- ust til að koma til lians og vera hjá honum, en hann pá pað ekki, pví að hann fann að hann átti skamt eftir ó- lifað. Hann dó 5. maí 1821. Á pessum síð- ustu æfiárum sínum lét liann halda guðspjónustu í bústað sínum á hverjum sunnudegi. Hann vildi líka, að greftrun- arhátíð' sína skyldi halda par að honum látnum og láta syngja sálumessu fyrir sér. Alla stund frá pví, er hann fór frá Elba hafði hann biblíuna ineð sér og las oft kafla úr lienni upphátt pegar »Litla hirðin« hans var komin saman hjá hon- um á kvöldin. — Alt virðist petta benda á, að bænirn- ar, sem beðnar voru fyrir honum af vinafólki hans hafi náð upp að hástóli Guðs. í erfðaskrá sinni mintist hann margra pegna sinna, sem höfðu reynzt honum trúir. Ilann vildi bera beinin á bökkum Signufljótsins, en ekki varð samt úr pví fyr en 1840. Gröf hans á Elínarey var opnuð 15. sept. og líkið flutt með Frakknesku her- skipi undir forustu Joinville hershöfð- ingja til Frakklands. Aroru svo bein lians jarðsett í Invalidakirkjunni hinn 15. desember 1840. Endir. — •*><£><*»----- Úti flýgur fuglinn minn, sem forðum söng í runni, ekkert hús á auminginn og ekkert sætt í munni. S. J. Jóhannesson. StígYélin hans Jensens gamla. Saga eftir R. Jörgen Nielsen. Pýdd úr »Hjemmet« af Bj. J. [Niðurl.] Pegar Hinni kom aftur með stígvélið, varð pabbi eins og prumuský á að líta og sagði bálreiður: »Nú erum við búin að hafa pennan hvolpsvitleysing nógu lengi — ég sel hann á morgun«. Hinrik varð heldur pungt niðri fyrir, pegar liann fór á fætur morgunin eftir. Var pabba annars alvara með pað að selja Teddy? Hann leit í gáfulegu, mó- rauðu augun lians og vafði höndunum um hálsinn á pessum ferfætta vini sín- um. Og pað var eins og blessuð skepn- an skildi hann — hann lagði höfuðið svo sorgbitinn á öxlina á Ilinna og fór að ýlfra. En pað leit ekki út fyrir, að pabbi mundi láta blíðkast. Hann sat pegandi og grafalvarlegur við morgunverðarborð- ið og mamma var alvarleg líka — pað var eins og henni væri tár í augutn. Eina huggun Hinriks var pað, að nú var sunnudagur, svo að ólíklegt var, að Teddy yrði seldur pann daginn. Iiinni ásetti sér nú að hafa gát á vini sínum, að hann gerði enga skömm að sér; gat pá ef til vill farið svo, að ó- veðrinu slotaði aftur í petta skifti. En pví miður skildi Teddy ekki, hvernig í öllu lá. Pegar pabbi stóð upp frá borði og ætlaði að ganga inn í dagstofuna með morgunblaðið, pá kemur hann pjót- andi utan úr eldhúsi, og pegar hann heyrði skrjáfa í blaðinu, pá fanst hon- um sem á sig væri skorað og hrifsaði pað úr höndunum á pabba og reif pað svo alt í tætlur.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.