Ljósberinn


Ljósberinn - 31.08.1929, Blaðsíða 3

Ljósberinn - 31.08.1929, Blaðsíða 3
LJO SBERINN 259 pó að þeir komi í annað auðugra og hlýrra land. Og svo heíir verið með foreldra pessara hjóna. Peir gátu tekið undir ineð skáldinu og sungið um Island: »Sem móöir Jni heflr mig' tóstrað og fætt og frætt mig og skemt mér við sögur«. Séra Kristinn K. Úlafsson er búinn að vera formaður Kirkjufélags Yestur- íslendinga í 4 ár og hefir því bæði veglegu og ábyrgðarmiklu starfl að gegna. Við minstu Islendingarnir tókum svo hjartanlega undir með mömmu og pabba og afa og ömmu og biðjum Jesú, bezta vininn okkar, að blessa hann og starfið hans meðal Islendinganna. ungu og göinlu vestan hafs. Jesús heyrir hverja bæn og nær jafnt vestur í Argyle-bygð í Manitoba sem hérna heima á íslandi. Hann flytur ávalt skilaboðin á railli okkar. bau skilaboð geta ekki glatast, þegar þau eru send af einlægum barnshjörtum. Yið biðjum séra Kristinn og konu hans að bera litlu íslendingunum í Argyle hjartans kveðju frá okkur öllum. Fjallkongurinn. Einu sinni var ung stúlka. Hún átti lieima hjá foreldrum sínutn upp í sveit. Ilún var trúlofuð og átti að fara að gifta sig. Hún hét Élízabet. Foreldrar liennar vildu Iialda stóra brúðkaupsveizlu, því að það var nú einu sinni siður í þá daga að bjóða fjölda manns, þegar brúðkaup voru haldin og aðrar stórveizlur. En íoreldrar hennar voru heldur fá- tæk, því þó að þau að vísu gætu slátr- að sauðum og alikálfum, svo nógur væri matur handa gestunum, þá vantaði þau þó diska handa ölluin þeim grúa, og súpuföt og bolla, glös, hnífa, skeiðar og gafla. Fetta sárleiddist þeim nú öll- um, Betu, foreldum hennar og Rúða, kærastanum hennar Betu. Skamt var þaðan til næsta bæjar. Par bjó ríkisbóndi og var hann búinn að hugsa sér að lialda afarfjölmenna brúðkaupsveizlu, þegar hún Birta giftist, dóttir hans, til þess að sýna, hve ríkur hann væri. Brúðkaujiið átti að halda fám dögum síðar, en brúðkaup Betu. Sköminu áður en Beta gifti sig, kom guðmóðir hennar að heimsækja þau. Hún var gömul og hyggin mjög. Hún réð Betu til að bregða sér ujip í gilið djúpa í fjallinu, 'sem lá alllangt upp frá bæn- um og biðja fjallkonginn að hjálpa sér. »Hún amma mín heflr sagt mér, að hún hafi einu sinni á æskudögum sínum beð- ið fjallkonginn að hjálpa sér«, sagði guð- móðirin eða ljósa hennar, sem lnin kall- aðist öðru nafni. »En maður. má því að eins biðja sér hjálpar, að maður sé góð- ur og lítillátur og hafl aldrei skrökvað; en skrökvi maður, nú þrátt fyrir það, þá verður kongurinn reiður og refsar honuin. Bið þú hann bara að lána þér, það sem þig vanhagar uin, og gættu þess vandlega að skila öllu aftur«. »Er það nú alveg vist, ljósa mín, að þetta kæmi að haldi«, sagði Beta, dálítið kvíðin. »Já, vertu óhrædd, þetta verður þér ekki til nokkurs 'meins. Bið þú Guð, áður en þú ferð — því máttu ekki gleyma. Pú ert góð og heflr víst aldrei skrökvað, eða hvaðV« »Nei, ljósa mín, það held ég ekki«. »Jæja, þá þarftu heldur ekki að vera hrædd. Farðu bara upp í gilið og kall- aðu á fjallkonginn. Pú verður að kalla á hann þrisvar með nafni. Og gefi hann

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.