Ljósberinn


Ljósberinn - 12.10.1929, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 12.10.1929, Blaðsíða 6
310 LJÓSBERINN iiú heldur farið að brosa, [iví að Pétur var freknóttur út að eyrum og hárið á honum rautt eins og eldsglæður. Nú áttu allir að búast sérstökum bún- ingi. Ögnin spurði, hvort hún ætti ekki að vera eins búin og rósálfurinn í ævin- týrabókinui. Móðir hennar játaði því brosandi. Og Pétur átti auðvitað að fá nýjan búning líka og það var sín flíkin af hverju þeirra systkinanna og var sá búningur allskringilegur. Pá segir Kaj skellihlæjandi við ögn- ina: »Ertu nú ekki hrædd um að bloss- arnir á höfðinu á honum Pétri kveiki í álfabúningnum pínum«. Og nú fóru allir að ldæja. I’étri pótti pá nóg um og laumaðist burtu, fór úr dansbúningnum og braut liann laglega saman og lagði hann undir eldhúsþrep- stigann, og fór aftur í brúnu fötin sin. Nú var farið að leita að Pétri, en hann fannst hvergi, bó allir væru að hrópa: »Pétur! Pétur!« Hann var farinn leiðar sinnar. En frá Pétri er pað að segja, að hann gekk niður á hafnarbakka. Par nam hann staðar og horfði út á sundið. Sjór- inn var . koldimmur og paðan næddi um hann nöpur gola. Pétur veit ekki fyrri til en að hann sér prjá drengi ljósklædda niður á báta- bryggjunni. Pað var bersýnilegt, að peir höfðu laumast út úr danssalnum niður á bryggjuna til að geta reykt par for- boðna vindlinga í ró og næði. »Hverjir skyldu petta vera?« hugsaði Pétur með sér og hvessti augun út í myrkrið. En nú pekkir hann pá á inál- róinnum. Parna var Kaj, sá. sem mest hló að honum fyrir pað að hárið á hon- uin væri eins og eldslogar, Og parna var Einar líka, sem mest hafði hæðst að sokkunum hans, sein . honum voru lánaðir til að vera í á dansleiknum. Pétri var pungt í hug til þeirra, hann kreppti hnefana í buxnavösunum. Nú sér Pétur, að drengirnir stökkva niður í bátinn og hann ruggast og velt- ist á ýmsar hliðar. En rétt á eftir lieyr- ir hann skamp mikiö og svo óp. Einn af drengjunum hafði dottið útbyrðis, en hinir beygðu sig út yfir borðstokkinn til pess að reyna að ná í hann. En straumúrinn bar hann fjær og fjær; stukku peir pá óttaslegnir lieim til bæj- ar. — »Kaj datt útbyrðis!« æptu þeir. »Bát- urinn er bundinn, við gátum ekki leyst hann. En Pétur hafði engar sveillur á pví, pótt ekki væri liann nema 7 ára. Ilann þaut. eins og elding niður á bryggjuna, klifraði upp á grindina og sveiflaði sér í boga út í kolbláan sjóinn. Hann varð í fyrstu eins og agndofa og gat hvorki hreyft hendur né fætur, að honum fannst. En þá sér hann allt í einu einhverju hvítu skjóta upp úr sjónum, og pá bregður hann við og syndir af öllum kröftum Jiangað. Eu pá hverfur þetta hvíta allt í einu og sekkur, en keinur svo upp aftur. Pétur varpar sér þá fram

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.