Ljósberinn


Ljósberinn - 26.10.1929, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 26.10.1929, Blaðsíða 5
L JÖSBERINN 325 kona hefði alið hann upj>, og pá þykist ég pekkja töluvert til hans, — pú ættir að vera honum góður, Axel«. »Góður! — Eg! Honum græna Jóa!« sagði Axel. »Ekki hefi ég hugsað mér pað«. »Hvað hefir þú hugsað pér?« sagði frænkan og brosti lítið. »Ekkert«, sagði Axel. »Hann er bara svo hræðilega leiðinlegur og ég hefi garnan af að stríða honum. Strákarnir hlógu æfinlega, pegar ég var að erta hann, og þú hefðir átt að sjá liann! Hann varð alveg vitlaus af reiði!« »Pótti peim gaman að pví? Er gaman að gera öðrum gramt í geði? Er gaman að særa og hryggja pá, sem eiga fáa að í heiminum? Gerðu pað ekki, Axel, pað er ijótt«. Axel sneri baki við frænku sinni og gekk burt, hann vildi ekki hlusta á hana lengur, en fann pó með sjálfum sér, að hún hafði satt að mæla. Dúfan. I'ilskipið »Dúfan« var statt 16 vikur sjávar úti í haíi. Pá hætti vélin allt í einu að ganga. Sjómennirnir voru að reyna að koma vélinni af stað, en pað heppnaðist ekki. Til allrar hamingju var enginn háski á ferðum, pó að svona færi. Tað var blæjalogn og spegilsléttur sjór. En samt var pað leitt, að ekki skyldi vera hægt að halda áfram, pví að skip- ið var fullt af bezta liski. Tað var næsta áríðandi að komast sem fyrst að landi til að aíferma skipið, svo að hægt væri að fara að nýju til fiskidráttar, meðan góðviðrið hélzt. Á skipinu var drengur fjórtán ára gamall, Pétur að nafni. Hann var raat- sveiun og svo margt og margt fleira. Ilann varð bráðfeginn að losna við skröltið og skellina í vélinni. Fiskimenn- irnir gömlu voru fjórir saman að præla í vélarúminu; en Pétur sat uppi á borð- stokknum, eins og fuglinn frjáls og kvað: »Peim, sem ei parf að þræla, þeim er lífið sæla«. Iiann horfði niður í blátæran sjóinn. Stundum sá hann bregða fyrir makríla- torfum undir skipskilinum. Og bláháfar sveimuðu í kring um skipið. Teir nenntu varla að færa sig úr stað, þegar Pétur var að prika í hann með krókstjakan- um. Tað var fátt annað, sem fyrir aug- un bar, nema grámáfur, sem sat á fljót- andi tunnu, og loftfar, sem sveif í lofti lengst í suðvestri eins og stóreflis-vind- ill tilsýndar. Tegar minnst varði, heyrði hann ein- h.vern pyt eða vængjaslátt yfir höfði sér. Hann leit við til að vita, hvaðan hljóðið kæmi; sér hann þá livar mórauð dúfa sézt á brandinn á skipinu. Ilún var úfin mjög og örmagna af þreytu. Hún bærði ekki á sér, þó að liann gengi að henni og tæki hana ofan af brand- inum. En ákaflega barðist pá hjartað í henni og leit hún á hann »augunum óttabljúgum«. »Svona nú, kæra dúfan mín«, sagði hann og strauk vængina á henni, »ég skal vera góður við þig«. 1 sömu andránni kom skipstjóri upp úr vélarúminu. »Hvað hefir pú parna?« spurði hann. »Æ, pað er dúfa! Dreptu hana og steiktu liana handa mér. Tað er bæri- legt að fá fuglasteik eftir pennan fisk í alla mata«. Pétur mælti ekki á móti pví; hann vissi að pað var gagnslaust. En honum var pó allt annað í mun en að slátra dúfunni. Honum fannst slíkt ódæðisverk, pegar hún leitaði hælis hjá nöfnu sinni.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.