Ljósberinn


Ljósberinn - 07.12.1929, Blaðsíða 1

Ljósberinn - 07.12.1929, Blaðsíða 1
—~~~1 $fi*h$¥ift h '+Zíráús sqg&i; j£éyfip.. hj&vnutnim £ komatil mín QCjbariníb þeírn það i'kkí, avslíltum Ijejjríf Quðs rík'i. Hl. IX. árg. Reykjavík 7. des. 1929. 47. tbl. Konungurinn kemur. Sunmidagaskólinn 8. des. 1929. Lestu: Lúk. 1. 26, 28. Lærðu: Sak. 9, 9. b. Sjá, konungur þinn kemur til jiín, réttlátur er liann og sigursæll og lítillátur. Kæru börn! Ég heyri ykkur syngja svo oft: Æskunnar her allstaðar safnast að hásaHisskör, frelsarinn fer fremstur í liði með blikandi hjör. Konunginn lýða láttu ekki purfa að bíða«. Pað á einrnitt svo vel við, að hugsa út í pennan söng í dag, pví að nú er einmitt verið að minnast pess hjá öllum kristnum mönnum, að Jesús er að koma, konungur allra manna. 1 dag eiga allir að veita honum við- töku, taka móti honum með lotningu, með lofsöng og pakkargerð. »Æskunnar her«, börnin, eiga vera par fremst í flokki, pví að Jesúm hefir verið sagt: »Af barnaTina vörum }>ú bjóst þér hrós og búið pér lofgjörð hefur«. Syngjum pað í dag. að um Jesús er réttlátur konungur. Hann gerir allt af ;f)að, sem rétt er, hann gerir vilja Guðs. l'au börn, sem koma til að fagna honum, eiga að vera fús á að gera vilja Guðs, eins og hann. Jesús er sigursæll konungur. Hann vinnur. sigur á öllu illu og getur hjálpað öllum til að sigra pað, sem illt er. Börnin eiga að safnast undir merki hans og vinna sigur á öllu illu með að- stoð hans, konungsins. Viljið pið ekki fylgja honum, svo að pið eigið allt af sigurinn vísan? Jú, ég veit pið viljið pað. Romið pví til hans í dag: »Konunginn lýða. látið ei þurfa að bíða«. Pá eru jólin komin í lífi ykkar. Jesús er lítillátur konungur. Hann er lítillátur eins og barn. Hann segir við alla í dag: »Kg er hógvær og af hjarta lítillátur«. Allir eiga að taka móti hon- um í dag, eins og börn. En hvað »æskunnar her« yxi, ef hinir fullorðnu yrðu eins og börn og hrópuðu: »Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins!« l'í yrðu jólin pað, sem pau eiga að vera: hátíð, full af lofsöng og pakkar- gerð.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.