Ljósberinn


Ljósberinn - 07.12.1929, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 07.12.1929, Blaðsíða 7
LJ ÓSBERINN 375 liló, þegar hann hugsaði til f)ess, að ræniugjarnir hefðu fárið fýluför. »Já, fýluför fóru f)eir að sönnu«, tautaði Júlían með sjálfum sér og strauk á sér stirðu knén; »ég vildi bara óska, að við slyppum ómeiddir út úr f)essu. I’eir eru ófrýnilegir«. I þeim söinu svifum kom sami mað- urinn aftur til peirra, og hafði f)á með sér vatnskrús og byggbrauðstykki. Júlí- an gætti grant að pessum manni. Ar- abinn rétti honum vatnskrúsina hóglát- lega og sagði ekki annað en petta: »Yatn frá Allah (Drottni) er gott, pótt krókódílar séu í ánni«. Júlían svaraði óðara: »Satt er pað, pú sonur Nílar; en milli skoltanna á peim er rúm mikið«. Maðurinn brosti í svip, og skein í hvítar tennurnar, um leið og hann gekk í burtu. »Nú kannast ég við hann, Líónel«, sagði Júlían í hljóði. »Pað var barnið hans, sem ég dró upp úr ánni í gær«. »En pað lán fyrir okkur«, svaraði bróðir hans, pví að svo að ég segi eins og mér finnst vera, pá eruin við heldur illa settir, pví að allar horfur eru á, að peir mundu gera út af við okkur, ef peir fá ekkert lausnargjald«. Pó að drengirnir nú vissu, að einn af gæzlumönnunum væri peim vinveittur, pá var peim pó æði órótt innanbrjósts, bæði vegna sín sjálfra og út af skelf- ingu og sorg föður peirra, er hann kæmi út á skipið og fyndi pá hvergi. begar komið var að sólarlagi, pá gaf vörður ræningjanna peim merki um, að maður kæmi ríðandi áleiðis að tjaldi peirra. Þá putu allir upp til handa og fóta. Það var auðséð á bendingum varð- arins, að riddari pessi hlaut að vera skamint undan. Ilann var alltaf að benda aftur fyrir sig, og peir voru hvað eftir annað að gefa drengjunum auga. »Pað er útlit fyrir, að pabbi skjóti peim dá- litluin skeik í bringu«, sagði Líónel, »hann hefir, ef til vill, ekki viljað bíða pess, að peir settu honum tvo kosti«. Ræningjarnir héldu nú samt ráðstefnu með sér. Loks stigu peir allir á bak hestum sínum í hendingskasti, og lyftu drengjun- u m á bak, og peystu svo út í eyði- mörkina svo hratt, sem flygi tundur. Frh. \ Tómstundir heitir nýútkomin kvæðabók eftir Guð- rúnu Jóhannsdóttir frá Brautarholti. Bókin er vönduð og efnið er valið. Frú G'uðrún er lesendum Ljósberans að góðu kunn, svo mörg falleg ljóð og pulur hefir hún sent blaðinu til birting- ar. — 1 Tómstundum er úrval af kvæðum frú Guðrúnar og er par margt fallegt, pví allstaðar er undiraldan: hið göfuga og góða, fagra og báleita. »Bænin« heitir fyrsta ljóðið í bókinni; síðasta erindið er petta: öllum, sem gráta, arma pína réttu, elskaði faðir, vertu peirra styrkur. Sjúkleikans börnum sárabyrði léttu, sendu þeim ljós í trúarefans myrkur. Kærleikur pinn, af hjartans hreinleik sprottinn, liann er vor hjálp i Hfsins nauðum, Drottinn. Mörg falleg Ijóð erti parna, kveðin til »ömmu« og »m(immu«. — »Til mömmu á jólunum 1927« heitir eitt peirra. í pví eru pessi fallegu erindi: »Fyrir alla elsku pína, yl og hjartans gæðin pín, púsundfalt ég pakka vildi pér af hjarta, mamma mín, og fyrir bljúgar bænir pínar, er baðstu Guð að leiða mig. Pað eru verndarverur minar, ’ sem vaka til að minna á pig.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.