Ljósberinn - 15.01.1938, Qupperneq 21

Ljósberinn - 15.01.1938, Qupperneq 21
LJÖSBERINN troðfullt af ótal koddum og sængum, og í því voru drifhvítar og nýstroknar rekkjuvoðir. „Auðvitað sóðar þú þetta allt út“, tautaði frænka hennar, „en það er þá ekki nema þessi eina nótt, og rekkju- voðirnar get ég svo þvegið á morgun“. Litla stúlkan fór nú að hátta orða- laust og skreið skjálfandi upp í rúmið, án þess að muna einu sinni eftir því að biðja kvöldbænina sína. Frænka hennar gaf henni gætur, þegjandi líka, og fór síðan út úr herberginu. „Hún bauð mér ekki einu sinni góða nótt“, heyrðist í mjórri rödd einhvers- staðar á kafi í sængurhrúgunni fimm mínútum síðar. „En hún getur alls ekki verið systir mömmu — í alvöru. Hún gæti ekki verið svona, ef hún væri það. Þetta hlýtur allt að vera einhver mis- skilningur. Ég er bara viss um, að það er misskilningur. Guð blessi Pétur og gefi að hann verði góður hundur, •— nei, hann er góður hundur. En, góði Guð, láttu ekki verða neitt að honum, því að hann er aleinn þarna úti í viðar- skýlinu. Góði Guð, vertu ósköp góður við hann Nathan frænda minn. Ég veit, að honum er farið að þykja vænt um mig. Ég finn það, þegar hann snertir á mér. Hendurnar á honum snerta mig svo ástúðlega. Varðveittu Nathan frænda og sendu mig aftur á barnahæl- ið á morgun. Amen“. Hálfri stundu síðar læddist Lúkretía Benson upp á loftsherbergið. Hún lædd- ist ,á tánum fast að rúminu og stóð þar lengi og virti fyrir sér sofandi barnið við skímuna af kertaljósi, sem hún skyggði fyrir með annari hendinni. Allt í einu tók hún eftir mjóu bandi, sem litla stúlkan hafði um hálsinn. Hún dró það varlega upp nndan náttkjólnum. Á bandinu var lás, og Lúkretía bar ljósið nær. Hún sá þá, að öðrum megin á lásinn var felld smámynd. Hún þrýsti saman vörunum og stundi þungan. Síð- an stakk hún bandinu aftur inn undir náttkjólinn með mestu varkárni, og fór út. Það var mynd af látinni systur henn- ar, sem hún hafði séð á nistinu hennar Silky litlu, og henni fannst sem hún hefði horft í augu sér. Framh. Smásögur frá kristniboðinu fyr og síðar. I. Hvítasunnuhátíðin á Tonga. (Vináttueyjum í Kyrrahafi). Uti á eyjum þessum var einu sinni haldin einkennileg hvítasunnuhátíð. Fyrir eyjunni Tonga réð konung- ur, Tanhasú að nafni. Þegnar hans voru grimmar mannætur, og varla var sú ódáð til, að ekki væri hún framin þar. Þá harst konungi til eyrna, að kristni- hoðar væru komnir til næstu eyjar, og kærnu miklu góðu til vegar. Tókst hann þá ferð á hendur þangað, hlust- aði á hoðskap þeirra og varð svo hug- fanginn al', að hann beiddist þess að kristniboðar væru sendir til Tonga. — En nú stóð svo á, að engan kristni- hoða var hægt að senda, sem ættaður væri frá Norðurálfu; en þá huðu þeir konungi að senda einhvern af hinum kristnu eyjarskeggjum; en konungur 21

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.