Ljósberinn - 15.01.1938, Qupperneq 26
LJÓSBERINN
Hirðirinn hlustar.
Eiixu sinni var gamli doktorinn, Biide-
ker, á fcrð í Rússlandi. Frá því ferða-
lagi sagði hann eftirfarandi sögu:
1 einstígi nokkru á fjalli uþpi hitti
doktorinn ungan mann; af fatnaði Iians
þóttist hann sjá, að hann væri hjarð-
rnaður, en liann var ósköp áhyggjufull-
ur á svipinn.
»Hví ertu hér á ferð svona seint á
degiV* spurði doktorinn.
»Lambið mitt litla hefir villst, og ég
er að leita að því«, svaraði hjarðsveinn-
inn.
Peir urðu nú samferða um hríð, en
mæltu varla orð frá vörum, því að hjarð-
sveinninn ungi var allt af að skima í
kringum sig og hlusta. Hann gat ekki
gleymt litla lambinu sínu svo mikið sem
eitt augnablik. I’egar minnst varði rak
hann upp einkennilegt ldjóð, varpaði
sér síðan niður og lagði eyrað við jörð-
ina.
Doktorinn liélt niðri í sér andanum
og horfði á hann. IJá spratt hjarðsveinn-
inn á fætur og Ijómaði af fögnuði.
»Ég heyrði til lambsins«, hrópaði hann
upp af miklum fögnuði og þaut af stað.
Doktorinn lieyrði ekkert, en það fór
ekki fram hjá hinu hljóðnæma eyra
hjarðsvoinsins; hann heyrði neyðarjarm
hins frávillta lambs.
* * =i:
Jesús, hirðirinn góði, heyrir hið lægsta
neyðaróp okkar, litlu vinanna sinna;
það getur verið ógn dauft, og titrandi;
en hann kemur óðara og bjargar hinu
frávillta barni síns himneska föður.
Ttllann heyrir stormsins hörpuslátt,
hann heyrir barnsins andanlrátt;
hann heyrir sínum himni frá
hvert hjartaslag pitt jördu a'.«
(M. J.).
Merkileg
heimilisguðrækni.
Trúuð kona sat að kveldverðarboröi
með fólki sínu; tók hún þá penna og
blað og lagði á borðið fyrir frainan sig,
og síðan sagði hún:
»Eg- ætla að segja ykkur, hvað Spurge-
on sagði við okkur í prédikun sinni«.
Maður hennar sat og var að lesa í
dagblaðinu; leit hann þá snöggvast upp
til að heyra, livað um væri að ræða;
en er hann lieyrði Spurgeon nefndan,
fór liann aftur að lesa í blaðinu.
En kona hans sagði:
»Spurgeon bað oss öll með djörfung,
en þó með titrandi hjarta, að skrifa
nöfnin okkar á pappírsblað og þar fyr-
ir neðan orðin »frclsaður« eða »glatáð-
ur«, og gera það í allri einlægni.
Maður hennar greip ]iá skörunginn
og tók að skara í eldinn á arninum.
En á meðan skrifaði kona lians nafnið
sitt cfst á blaðið:
»Sara Michel frelsuð.«
Að því búnu fékk hún blaðið dóttur
sinni, sem hafði verð með henni i trú-
boðshúsinu um kveldið. Dóttir hennar
roðnaði og skrifaði nafnið sitt viknandi
fyrir neðan nafn móður sinnar:
»Lucy Michel frelsuð«.
En það var næstum því ólæsilegt, því
að stórt tár liafði fallið af auga henn-
ar niður á það.
Nú kom röðin að Harry, syni hennar
Móðir hans var kvíðafull út af honuiri.
Hann hafði óskað þess að verða Guðs
barn, en vissi ekki fyrir víst, hvort
hann hefði stigið það spor. Hjartað barð-
ist ótt í barmi hennar, er hún fékk
honum blaðið og pennann. En hann
skrifaði nafnið sitt hiklaust og styrkri
hendi:
»Harry Michel frelsaður«.
26