Ljósberinn - 01.09.1939, Blaðsíða 7

Ljósberinn - 01.09.1939, Blaðsíða 7
LJÓSBERINN 199 an bráðan bana að standa svona í íniðju skriðuhlaupi.nu svo að hann snaraðist eins og' elding inn undir bergskúta og lagðist þar og lá marflatur unz skriðan. var fallin: .steinregninu helti nú fram yfir hann, ei,ns og gríðarstórum fossi og loftið fylltist af grárri þoku, og eldlykt brá fyrir vitin úr þei,rri þok,u. »Rammlega laust þar ateini við stein með stunum og eldingum grét hann það mein,«. Af því kom þokan eða rykið. Drunurnar, brakið og brestirnir var óumræðilegt.; það barst að eyrum í öllum tóntegundum, hvínandi og skerandi, svo það gekk í gegnum merg og bein, þrum- andi. og dunandi, svo að bergið nötraði und- ir honum. En hann lá alveg rólegur og ótta- laus. Trúin á verndarkraft Guðs, sem móð- ir hans hafði kennt honum, veitti honum óbifanlega ró og öruggleika. Hann ga.t ekki annað betra og réttara gert eins og hér stóð á, en liggja undir hamraskútanum. Hefði hann reynt að forða sér með því að hlaupa í aðra hvora, áttina, þá hefði hann mátt eiga von á þúsundum fljúgandi og dansandi steina, sem hefðu lent á honum, og hefði honum skrikað fótur í þessari ófæru, bá gat honum verið vís bani, af hvorutveggja. Þegar skriðan var hlaupin, þá hélt hann varlega áfram ferðum heill á húfi að mestu. Það var orðið mjög áliðið og dimmt af nóttu, en það bakaði honum enga áhyggju. Hann var svo g'laður af því, að bæði hann og féð komst heilt á húfi og hélt. svo áfram að reka fjárhópinn heim- leiðis. Dunurnar og brakið í hinni ægilegu skriðu he.yrði,st langt niður í sveitina og á Miklabæ fóru menn að verða hræddir um smaladrengin.n, af því að honum dvaldist svona,. Þeir hugguðu sig' þó við það, að hann hefði að líkindum ekki farið inn í Bjarn- ardalinn, því það var sjaldgæft að féð rynni þangað. Það var laugardagskvöld, svo þegar bú- ið var að hirða heyið, þá fékk vinnufólkið frí að vanda. Unga fólkið heimsótti þá oft hvað annað. Drengurinn á Miklabæ var því farinn; annars myndi hann að líkind- um hafa verið sendur af stað til að leita að smalanum, því að vinnukonurnar voru önnum kafnar við húsverkin og ræsting- una fyrir helgina. Það var orðið dimmt og enn var Níels ókominn. Húsbóndinn og kona hans sátu einmitt inni í stórstofunni og voru, að masa um þetta, er móðir smal- ans kom inn úr dyrunum. Henni þótti, vel til fallið að nota. laugardaginn til að ganga yfir fjallið og heimsækja drenginn sinn og vita hvernig honum liði. Hann hafði aJdrei fyrri farið að hejman og hún vissi heldur ekki svo nákvæmlega, hvernig þaó fólk kynni að vera, sem hann væri nú hjá. Hún vissi, að það var ríkisheimili, en ekki hvort þa,u væru líka væn og góð. Þegar hún var búin að heilsa heimilisfólkinu og tala við það um daginn og veginn, eins og' vant er og um sprettu á túni og í görð- um og uppskeruhorfur, en drenginn sinn sá hún hvergi eða enginn minntipit á hann; fór hún þá að s,pyrja, hvort Níe’s væri hátt- aður. Þó að við því hefði verið búist að hún myndi spyrja, eftir honum og hefði átt að vera, viðbúin að svara, þá þótti þeim þessi spurning hennar koma flatt. upp á sig og kom húsbóndanum, illa. Konan var nýbúin að bera mat á borð fyrir konuna., er hún bar fram spurninguna. Þau hjónin litu hvort á annað, eins og þau væru að spyrj- ast á: Hvað eigum við að segja? Ekki tjáir að segja, að drengurinn sé háttaður. Hann ga,t komið á hverju augnabliki, En að segja eins og var, að drengurinn hefði verið send- ur einn síns lliðs upp í öræfi, og enginn væri farinn að leita hans, kinnokuðu þau sér vi,ð. Því að jafnframt því, sem það var kæra gegn þeim sjálfum, þá ga.t það alveg gert móðurina vitstola af hræðslu. Það varð stupdarþögn. Móðir drengsins fund- ust aug,nabliki,n löng, eins og þau væru vik- ur af sjálfri eilífðinni, og hrollur fór um hana, af þeirri tilhugsun, að drengurinn hefði orðið fyrir einhverju siysi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.