Ljósberinn - 01.09.1939, Síða 8

Ljósberinn - 01.09.1939, Síða 8
200 LJÓSBERINN Með þvi að svo lengi hefði ataðið á svar- in,u, fór hún að efast um, að jjau hefðu heyrt það, sem hún, spurði um, og var til- búin að spyrja aftur, en konan, rauf þögn- ina og sagði: »Gerðu svo vel og settu þig við borðið og fáðu þér dáh'tinn matarbita, — þú hlýtur að vera svöng efti.r svo langa ferð. Drengurinn þinn kemur víst bráðum: Hann, varð heldur með lengra móti að smala í kvöl,d«, sagði hún enn, fremur, og fannst að hún hefði komið sér dável úr þessum slæmu vandræðum. Móðurina fór að gruna margt, svo að hún átti bágt með að þakka fyrir matinn, er hún settist að borðinu. Nú brann henni ný spurning á vörurm.Fór nokkur að leita, að drengnum? En hún gat ekki, fengið það af sér, því að hún vissi, að það va,r móðg- andi að spyrja um það. En það dugði ekki. Alltaf var rekið bet- ur og betur á eftir spurningunni. Hún hafði enga eirð í sér. Pað var einsi og hver biti þrútnaði. í munni hennar, svo að hún átti bágt, með að kyngja, nokkru. Hún reyndi líka að senda hana hljóðlaust út í loítið; er. það dugði ekki heldur. Nú varð þögn fáar mínútur. Allir hugs- uðu hið sama og veltu fyrir sér þessari spurningu: »Hvernig var það meö Níels? " Þögnin var rofin með því, að einhver kom inn úr stofudyrunum og heilsaði: »Gott kvöl,d«. Það var stúlka frá bæ ein- um lengra, fram í dalnum og frá bæ þeim mátti glöggt sjá upp í Bjarnardalinn. Hún sagði, að Miklabæjar-féð hefði runni,ð alla leið inn í Bja,rnarda]ahlíðarnar fyrir há- degið, en síðan hefði ekkert sést til þess. »öskandi væri, að það hefði ekki oröið fyr- ir skri,ðunni miklu, sem hljóp þar í daln- um í dag«, sagði hún með hluttekningu. »Það stendur nú á sama með féð, ef drengnum hefir ekkert, annars orðið að meini«, sagði húsbóndinn. »Var hann með fén.u? Við sáum hann ekki«, sagði stúlkan. »Nei, hann var ekki með fénu í dag, hann fór ekki fyrr en klukkan fimm að smala«, sagði húsmóðirin. »En ég get. ekki hugsað mér að hann hafi þorað að fara a.leinn upp í dallnn«, sagði hún svo helzt til hugnunar móðurinni, því nú var hún hætt að borða og sat nú náföl af hræðslu um drenginn sinn. Hún gleymdi, öllu öðru - gleymdi að þakka fyrir málsverðinn, spratt á fætur og brýndi. raustina: »Hefir nokkur farið að leita að drengnum,?« »Nei«, sagði, húsbóndinn, »við höfum bú- isit við honum á hverri stundu, og hann PétUr, vinnupilturinn okkar, var farinn aó heiman, þegar ég ætlaði að senda hann«. »Pétur fór fram að Haugi«, sagði, ný- komna stúlkan. Húsbóndinn bað þá Ölínu, vinnukonu, sem var dugleg að ríða, að taka hestinn og ríða fram að Haugi og biðja. Pétur aö fara og leita að Níels. Og ef unnt væri, átti hann að fá einhvern drengjanna á Haugi með sér. Móðir Níelsar hefði, viljað vera með í leitinni, en þá hefði orðið að taka vagn og það hefði tekið miklu lengri tíma, svo að hún hætti vi,ð það. Síðan gengu þau hjónin, og móðirin inn í stofuna. til að bíða þar eftir því aö Ölína kæmi aftur. Það voru hræðilegar stundir; allir voru þar milli, svörtustu örvænting- ar og dálítillar vonarskímu. Það var fátt skrafað. Hver var út af fyrir sig með sín- ar hugsanir. Verst leið móður drengsins, |)ví að auk hræðslunnar um drenginn sinn, álasaði, hún sér harðlega fyrir það að hafa látið hann fara frá sér svo ungan og lít- inn og hann var. Jafnvel: þó þeim fyndist vera óratími síð- a,n Ölína fór, þá var þó ekki nema hálf- tími liðinn, þegar hún kom aftur brunandi ipn úr dyrunum. Þeir á Haugi höfðu séð til ferða Níels upp í Bjarnardalinn; en enginn hafði tek- ið eftir, að hann kæmi þaðan aftur. Þeir Pétur og Karl á Haugi voru farnir upp í dalinn til að leita að Níels, áður en húr. kom þangað. »En.« — sagði hún, ennfrem- ur, »mér heyrðist hringja í sauðarbjöllu

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.