Ljósberinn - 01.09.1939, Blaðsíða 12

Ljósberinn - 01.09.1939, Blaðsíða 12
204 LJÓSBERINN gat ekki komið upp einu orði, því hann var niðurlútur af skömm. Hann vissi fjarska vei, að hann hafði oft sofið yfi.r sig, og af þeirri ástæðu hafði hann oft. komið of seint í skólann, eins og einkana- bókin hans bar ljósan vott um. En það versta af öliu var þó, að til, þess,a hafði hann ekki kært, sig um að bæta sig. 1 dag fann, hann í fyrsta sipn hversu slæmur og latur strákur hann var, og hann skamm- aðist sín fyrir það. Hann gat ekki horft, í augu sinnar elskuðu föðurmóður, þegar hún nú virti hann fyrir sér .með alvarlegu augnatiUiti; en hún s,agði ekki eitt einasta ásökunarorð við hann. Marteinn fylgdist ekki með henni inn, e,n stóð kyr í sömu sporum á meðan dapr- ar hugsanir ásóttu hann, og því meira sem hann hugsaði, um vanrækslusyndir sínar, því meir skammaðist hann sín. Hversu gjarnan hefði hann ekki viljað verða með til móðurömmu sinnar, hann hafði léngi hlakkað til þess; og móðuramman hafði, lof- a,ð að gefa honum tvær dúfur, þær fengi hann auðvitað ekki, af því að hann kærði sig ekki einu sinni um að fara á fætur, en þvert. á móti orðið önugur, þegar kallao var á hann! Já, móðuramma hlyti að halda, að hann væri latasti og óhlýðnasti, dreng- urinn, sem hún hefði nokkru sinni þekkt, Tárin runnu niður vanga hans, og það var af virkilegri sorg og blygðun yfir sjálfum sér, að hann grét. Á þessari stundu tók hann, þá ákvörðun að héðan í frá skyldi hann haga sér öðru vísi. »1 fyrramálið ætla ég að byrja að fara á fætur strax og mamma kallar«, hugsaði hann, »og ég ætla aldrei framar að koma einni mínútu of seint, í skólann. Næsta sunnudag sgtla ég að sitja á bekknum í sunnudagaskólanum á undan, öllum hinum drengjunum. Og héðan, í frá skal mamma ekki þurfa árangurslaust að biðja mig um að ná í eklivið, því að það skal ég sjálfur muna eftir að gera á hverjum degi«. Af alvöru og innileika endurtók hann þessi loforð með sjálfum sér, því næst spenti Skríllnr. Eitt sinn sem oftar fóru Templarar í Reykja- vík á gufuskipi inn i Hvalfjörð og fóru, svo þa,ð- an upp i Svínadal til að skemmta sér þ.ar eina dagstund á hvildardegi. Þegar fólkið var að stíga á skipsfjöl i Reykjavík, var meðal þess alþekktur drykkjumaður, sem aldrei hafði verið Templar, og var talsvert ölvaður; hafði honum einhvern veg- inn tekis,t að ná sér í farseðil. Forstöðunefndin vildi ekki leyfa honum að fara með og bauðst til að borga honum aftur verð farseðilsins. En hann sótti fast að fá að fara. Nefndarmenn sögð- ust ekki skiija, hvaða, ástœðu hann gœti haft til að vilja skemmta sér með bindindismönnum. Gall þá við strákur, er hjá stóð og heyrt hafði deil- una, og mælti: »Ég veit, h.vers, vegna hann vill íara. Hann vill koma í dalinn sinn !« Húsfreyja: »Hvers vegna, ertu að gretta þig yfir matnum, drengur minn? Er nokkuð að grautn- um?« Smali: »Spúrðu grautinn að því. Hann er nógu gamall til þess að svara fyrir sig sjálfur«. A: »Ég er nýkominn heim frá ítalíu. Það er ákaflega einkennilegt land og a.llt hefir tekiö þar miklum breytingum i seinni tíð«. B: »-Já, svo er sagt. En segðu mér eitt: Er land- ið ekki enn þá í laginu eins og s,tígvél«. Sigui'ðu.r: »Það er meiri, hitirin í dag. Ég er alveg að bráðna«. Jón: »Mér finnst bara mátulega hlýtt. En hvað er hitinn niörg s,tig?« Sigurður: »Hann er 35 stig«. Jón: »Nei, það er ómögulegt«. Sigurður: »Jú, það eru 20 stig móti sól og 15 stig í skugga, og það vona ég að verði, samtals 35 stig«. Sigurður: »í gær datt ég niður úr 10 feta h,á- um s,tiga«. Jón (óttasleginn): »Meidclurðu þig ekki mikið?<< Sigurður: »Nei, vertu alveg rólegur. Ég datt bara. úr neðstu rimþnni«. ha,nn greipar og1 bað: »Kæri Jesús, fyrir- gefðu mér og hjálpaðu mér til að vinna bug á öllum fnínum ljóta ávana, svo ad ég verði iði,nn og góður drengur!« Hann var bænheyrður og allir glöddust yfir breytingunni á lífi Marteins. M. G. þýddi.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.