Ljósberinn


Ljósberinn - 04.02.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 04.02.1933, Blaðsíða 5
LJÖSBERINN 13 en frænka, ég sá líka„ að hún hafði svo ósköp ljóta skó á fótunum, og hun hafði ekkert sjal, — ekkert nema ljóta prjóna- hyrnu á herðunum. Henni hlýtur að vera kalt, og hún er víst blaut í fæt- ur, frænka —« Rúna talaði með ákefó og gætti þess ekki, að hún var farin að brjóta upp á rósóttu silkiábreiðuna a borðinu, sem hún stóð hjá„ en hún hætti því, er hún tók eftir augnaráði frænkn sinnar. »— Og svo spurði ég hann pabba, hvort ég rnætti ekki gefa henni skó og sjal ..- og blóm —« Rúna htla skotraði augunum til rósanna i k'luggunum. —- »Eg er viss um, að henni þætti gaman að fá blóm, og við eigum svo mikið af blómum.« »Er það ekki eitthvað fleira, sem þig langar að gefa þeimi?« spurði frænka hennar kímileit. »Jú„ jú,« svaraði Rúna litla glaðlega. »Langtum fleira! Hún á sjálfsagt eng- aí’ myndir á þilin hjá sér, og ekkert til að breiða á borðið sitt, og engan blómst- urvasa undir blómin, sem ég ætla að S'efa henni — svo —« »Það verður býsna margt,, sem þú faarir henni, heyrist mér,« sagði frænka •hennar hlæjandi. »En hver á að leggja til peningana fyrir það?« »Hann pabbi,« svaraði Rúna litla ein- hegnislega, »og þú„ frænka mín. Ég skyldi líka gefa henni peningana, sem hann pabbi minn gaf mér í gæi-, ef ég vaari ekki búin að eyða þeim.« »Svo pabbi þinn gaf þér peninga í gær,« sagði frænka og varð alt í einu svo blíð á manninn. »Var það mikið?« »Já, já,« sagði Rúna litla. »Hann gaí: Uiér 5 krónur, og sagði, að ég mætti gera við þær hvað sem ég vildi. Pabbi uiinn er svo góður!« »Já, já,« svaraði frænka hennar. »Og hú hefir auðvitað keypt þér sælgæti, var ekki svo?« »Nei,« svaraði Rúna litla dræmt. »Hvað keyptirðu þá? Þú sagðist vera búin að eyða peningunum,« sagði frænka hennar, og fór að rjála við festina um hálsinn á sér. »Eg keypti bara brauð,« svaraði Rúna litla og .horfði niður fyrir sig, »Brauð!« hrópaði frænka. »Færðu ekki nóg að borða? Af hverju keypt- irðu brauð?« »JÚ, frænka,« svaraði Rúna litla og brosti ofurlítið. »Eg fæ nóg að borða. En sum- börn fá ekki nóg að borða. Ég kom inn til hennar Lottu á Hóli í gær, og þau voru að drekka kaífið sitt. En þau fengu ekkert með því. Og ég spurði hana Lottu, hvort þan ættu ekkert til með kaffinu, og Lotta sagði, að hún mamma sín ætti ekki einn eyri„ til aó kaupa brauð fyrir, og svo hvíslaði ég að- henni Lottu, að þan skyldu ekki drekka kaffið, fyr en ég kæmi aftur, og svo stökk ég til bakarans og keypti: brauð fyrir alla peningana, sem pabbi gaf mér. - Þú hefðir átt að sjá frænka, hvað þau urðu fegin! Lotta vildi svo endilega láta mig drekka kaffið með þeim.« »0g þú' gerðir það?« sagði frænka hennar. »Já, auðvitað. Ég rriátti til.« »Þess vegna hafðirðu ekki lyst á mjólkinni þinni í gær,« sagði frænka í ströngum róm. »Ég var þá einmiitt alveg nýbúin að drekka kaffið,« sagði Rúna litla. »Boll- arnir á Hóli eru1 svo fjarska stórir,« bætti hún við. Frh. Fjrstii vísa Júnasar Halljrríinssoiiar. Þegar Jónas skáld Hallgrlmsson var 7 ára gamall, heyrði móðir hans hann raula þessa visu um fötin sín, meðan hann var að klæða sig í þau: Buxur, vesti, brók og skó, bætta sokka nýta, húfu-tetur, hálsklút þó, háleistana hvíta.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.