Ljósberinn


Ljósberinn - 04.02.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 04.02.1933, Blaðsíða 6
14 LJÖSBERINN Hvíta kisa. Hann var hræddur um að hann kæm- ist ekki heim til hallar kisu í tæka tíð. Þá mundi hún ætla, að hann hefði brugðist henni, en það vildi hann síst af öllu. Hann flýtti því för sinni, sem semi mest hann mátti. Og hann kom aó hallardyrum er sólin var að síga til við- ar. En honum brá mjög í brún, er hanr. kom að herbergi kisu. Var það fult af reyk og eldur læsti sig um það alt. Kisa sat í hásætinu og var nær dauða en lífi. Haraldur óð inn í eldinn og náði kisu. Voru það síðustu forvöð. Hann hugsaði ekki uro það, þótt hann stofnaði sér í hættu. Hann hugsaði aðeins um kisu, er honum þótti svo vænt um„ og að hún hafði reýnst honuimi vel. Heyrðist nú brak mikið og brestir, er hann ætlaði að taka kisu. Reykurinn hvarf. Var og enginn eldur sjáanlegur. Kisa var horfin, en í stað hennar, sá hann hina fegurstu konungsdóttur. Hann heyrði og mannamál og umgang mikinn í höllinni.. Konungsdóttirin gekk til Haralds og mælti: »Haraldur! Þú hefir leyst mig, for- eldra mína og alla hirðina, úr álögum okkar.. Svo sagði hún honum frá því, að risi mikill og illúðlegur, hefði komio og beðið hennar. Og er hún neitaði hon- um, þá lagði hann það á hana, að hún skyldi verða að hvítum ketti. Hann lagði og á alla þá, er í höllinni voru, að þeir yrðu að gull- og silfurhlutum. Og eru það hlutir þeir, sem þú hefir orðið að hirða og fægja á hverjum degi, síðan þú komst í höllina. »Við áttum ekki að losna úr álögum þessum, fyr en ungur niaður og drenglyndur hefði staðfestu, til þess að þjóna mér í sjö ár, án þess að freistast til að stela nokki’um hlut úr höllinni. Auk þess átti hann ekki að hika við að vaða inn í eldinn til þess að bjarga lífi mínu. Þú hefur staðist alt þetta. Er ég því, foreldrar mínir og hirðin öll, laus úr álögunum«. Nú kom konungur og drotning og öll hirðin og þakkaði Haraldi, mörgum fögrum orðum, fyrir lausn þeirra. Konungsdóttir bað nú föður sinn þess, að hún yrði gefin Haraldi. Fað- ir hennar taldi engan maklegri að eiga hana, en Harald, er hafði leyst þau, úr álögunum. Lét hann því næst bjóða fjölmenni miklu í brúðkaupsveizlu. Þegar' í veizlu- lok gaf hann Haraldi hálft ríkið. Haraldur lét sækja foreldra sína og systkini og voru foreldrar hans hjá hon- um, meðan þau lifðu. Haraldur og konungsdóttir unnust mikið og áttu fjölda barna. Haraldur varð og konungur yfir öllu ríkinu, er konungur, faðir drotningar hans, var lát- inn, og þótti Haraldur hinn ágætasti konungur, er þar hafði ríkt um langan aldur. Pú átt að biðja og iðja. i. Þau sátu inni í herberginu sínu syst- kinin litlu og voi'u að lesa lexíurnar sín- 'ar. Systirin litla varð fyrri til að ljúka við lexíurnar sínar. Þá fór hún að hjálpa bróður sínum með lexíuna, sem hann átti að hafa í landafræðinni. Þar rak hvert nafnið annað og hann átti svo bágt með að muna þau og gat jafn- vel ekki nefnt sum af þeim. Þá vard hún ráðalaus með hann og kom næstum grátandi til móður þeirra og sagði: »Hvað eigumi við að gera, bróðir getur ekki lært lexíuna, ekki stakt orð?« Eftir litla stund fór hún til bróður síns aftur að hjálpa honum. Að f.jórð-

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.