Ljósberinn


Ljósberinn - 10.06.1933, Blaðsíða 6

Ljósberinn - 10.06.1933, Blaðsíða 6
154 LJÖSBERINN hnokki, á að gizka 10 ára gamall, bauð »gott kvöld« hæversklega, og spurði því næst umsvifalaust: »Er hún Dísa hérna?« Frúin hagræddi gleraugunum á nef- inu á sér, og horfði á hann hvössum, rannsakandi augum, áður en hún svar- aði spurningu drengsins. »Eftir hverjum ertu að spyrja, dreng- ur?« spurði hún svo. »Eftir henni Dísu,« svaraði drengur- inn hiklaust, og mátti heyra á rödd hans, að honum var mikið niðri fyrir. »Hver er Dísa?« spurði frú Steinvör. »Systir mín,« sagði drengurinn. »Hvað heitir þú?« var spurt. »Jóhann, og er kallaður Jói,« var svarið. »Því heldurðu að systir þín sé hér?« spurði frú Steinvör. »Af því að hún fór hingað,« svaraði drengurinn. »Hún er ekki komin heim enn, og mamma er orðin svo hrædd - mamma er svo hjartveik lækn- irinn segir, að hún þoli ekki að vera hrædd - og svo stökk ég til hennar Lottu - - hún —« »Hvað átti Dísa að vilja hingað?« greip frú Steinvör framm í fyrir drengnum. »Þekkir hún nokkurn hér?« »Hana Rúnu bara!« svaraði drengur- inn. »Hún fór með ber til hennar.« Frh. -----*X3X*—---- Undrabarnið. Bektúana-drengur I Afrlku, sem Isak hét, gætti hjarðar sinnar uti í haga. Einu sinni sá hann, að annar drengur sat yfir hjörð sinni allskanit burtu þaðan, sern hann var. Peir stöðu nú gegnt hvor öðrum, dreng- irnir, og horfðu hvor á annan. Eftir litla stund gengu þeir nær hvor öðrum og fóru að Lalast við. Síðan settust þeir hvor hjá öðrum, og er lengra leið fram á daginn, þá tók aðkomu- drengurinn bók upp úr tösku sinni og fór að lesa I henni. Þegar minst varði sprettur Isak upp og tekur til fótanna. »Við hvað ertu hræddur?« spurði drengur og hrópar á eftir honum. »Það er af því að þú heldur á galdrakind.« »Nei, nei, það er öðru nær. Það er ekki annað en bók, sem ég held á.« »Pað er skrítið, og þú varst að tala við hana. Hvernig gæti hún heyrt til þín, ef hún væri ekki galdrakind?« »Nei, heyrðu mig, drengur,« sagði piltur- inn, »ég var alls ekki að tala við hana ég var að lesa í henni.« En ísak hafði enga hugmynd um hvað það var að lesa, og vildi þess vegna standa álengdar og ekki koma til hans aftur. Pilturinn lagði þá bókina all-langt frá sér; þegar fsak sá það, þá þorði hann a'ftur að færa sig nær. »Nú skal ég segja þér eins og er,« mælti pilturinn við Isak, »1 bókinni eru margar og smáár myndir hann átti við bókstafina — og úr þeim verða orð, eins og við tölum, og orðin segja okkur svo margt, margt, sem okkur langar til að vita. Þegar við svo töl- um þessi orð, sem merkt eru á bókina, þá er það kallað að lesa. Vertu óhræddur og bíddu ofurlítið við, ég ætla að lofa þér að heyra.« Að svo mæltu hljóp pilturinn og sótti bók- ina. Isak var lafhræddur og einblíndi skæru og svörtu augunum sínum á bókina, og var viðbúinn að taka til fótanna, ef hann sæi sér nokkra minstu hættu stafa af bókinni. Drengur fletti þá upp bókinni og las um stjörnuna og barnið I guðspjalli Lúkasar. Bók- in var ekki annað en Nýjatestamentið á móð- urmáli drengjanna. Isak hlustaði á og gleymdi þá algerlega allri hræðslu, Og síðast hrópaði hann upp: »ó, þetta hef- ir hlotið að vera undrabarn, frernur öllum

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.