Ljósberinn


Ljósberinn - 24.06.1933, Blaðsíða 4

Ljósberinn - 24.06.1933, Blaðsíða 4
168 LJÖSBERININ unni. Og þegar litla systir hans sá hann, þá hló hún. »Það er þér að kenna, Kalla, að ég get ekkert gert, eins og hinir skátarnir. Hefðir þú ekki verið svona óvær, þá hefðir þú sofið svo vært, að mamma hefði getað farið frá þér. En nú skul- um við láta, eins og við séum skátar. Ég ætla að vera skátaforingi og kenna þér.« Svo tók hann Köllu upp úr vöggunni og svo ganga þau samstiga fram og aft- ur um gólfið, að hætti skáta, og svo þuldi hann það, sem hann mundi frá síðustu skátaæfingunni. En þá fór Kalla að hljóða, því að hana kendi svo til í litlu tönnunum sínum, sem voru að brjótast fram. Jói lagði hana þá aftur niður í vögguna, lagðist á knén, og söng, þangað til hún loksins sofnaði. Þegar mamma hans kom aftur, var orðið dimt og það var orðið of seint fyrir hann að fara út og fá sér »eitt~ hvað að gera gott og þarft«. En hann varð ekki svo fjarska leið- ur út af því, því að mamma hans kysti hann og svo var hann þá eins og henn- ar hægri hönd, og þegar pabbi kom heim, þá sagði hún honum, hvað dreng- urinn hans hefði verið góður við sig og systir sína, og pabbi klappaði á koll- inn á honum og sagði, að hann væri bezti skáti. »Gerðir þú þá nokkuð gott og þarft í gær, Jói?« spurði Knútur daginn eft- ir, »þú sagðist ætla að gera það.« »Nei, ég sat hjá henni Köllu systir minni allan seinni partinn, meðan mamma fór í búðir, svo að ég gat það ekki.« Og Jói varð niðurlútur. »Þú ert flón, Jói,« sagði Knútur. »Ég sat í vagninum mjólkurmannsins og gætti að hestinum, meðan hann var að fara í mörg, mörg hús og afhenda mjólkina.« »Hver er nú að raupa?« spurði Theó- dór, stóri skátinn. og lagði höndina á öxl Knúti. »Það var gott, að þú varst hjálplegur, en ekki hefir þú gert meira en Jói, alls ekki. Hann fékk ekki að vera úti, því að hann var að hjálpa mömmu sinni allan seinni hluta dags- ins, en honum finst hann ekki hafa gert hið minsta. Hann er ágætur skáti.« »Var ég þá að gera gott og þarft verk með því, að sitja hjá Köllu syst- ur minni?« spurði Jói með ákefð. »Auðvitað gerðirðu það, drengur minn; það er altaf gott og þarft verk, að rétta mömmu sinni og pabba hjálp- arhönd. Og' að láta af því, sem þú helzt vildir gera og inna af hendi þau smá- vik, sem að hendi koma, er betra en að fara út og leita uppi einhver stór- virki.« »Mamma mín bað mig að vera inni, en það vildi ég ekki, því að ég hélt, að það væri ekkert verk,« sag'ði þá Knútur og roðnaði. Þá sagði Theódór; »Þeim, sem hægt er að trúa fyrir smá- vikunum, geta menn líka trúað fyrir því, sem meira er. Munið þið það, dreng- ir mínir!« Og rétt í því var hringt skólabjöll- unni. »Mamma mín, veiztu það, að ég gerði einmitt gott og þarft verk í gær, með því að vera hjá Köllu systur?« hrópaði Jói litli upp, þegar hann kom heim úr skólanum. »Já, það vissi ég nú altaf,« sagði mamma hans, og klappaði litla skát- anum sínum á vangann. »Foreldrum þínum þéna af dygð, það má gœfu veita; 1 varastu þeim að veita stygð, viljirðu gott barn heita,«;

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.