Ljósberinn


Ljósberinn - 24.06.1933, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 24.06.1933, Blaðsíða 5
LJOSBERINN 169 Satja eftir Guiirunu rámsdoiiur, tc»4ui fyt*ír íjásíei „ZtjQSbe rann' Frh. Næturkyrðin drotnaði um lög' og' láð, og næturhúmið var farið að læð- ast um híbýli mananna, þegar Dísa hrökk upp af blundi, og horfði ótta- slegin í kring um sig. Hvar var hún stödd? Hví var svona þröngt um hana, og hvers vegna var henni svona ónotalega kalt? Hana, sem hafði verið að dreyma, að hún væri komin heim í hlýja bólið sitt, fyrir ofan hana mömmu sína, þar sem fór svo undur vel um hana, og hún var svo örugg og' sæl! Pað var þá ekki annað en draumur! Eftir drauminn þann, var verulega óyndislegt að vakna á beru gólfinu, und- ir legubekknum í stofu sýslumannsins! Dísa rétti úr sér, og nuddaði stýrurn- ar úr augunum. Svo hlustaði hún. En hún heyrði ekki neitt. Djúp þögn ríkti umhverfis hana, hún herti þá upp hug- ann og skreið undan bekknum. Hún á- ræddi að ganga út að glugganum og líta út. Hvergi sást maður á ferli. Það var víst komin nótt. Dísa var eiginlega frem- ur hugrökk telpa, en henni reis þó hug- ur við því, að vera einsömul lokuð inni í ókunnugu húsi um hánótt. En nú var ekki um annað að gera, en að drífa sig út úr þessum vandræðum, og þrátt fyrir tárvot augu og titrandi hjarta, ásetti Dísa sér að losna úr þessu fangelsi, sem hún hafði sjálf komið sér í. Og Dísa læðist á tánum eftir þykku gólfábreið- unni, sem dvggilega felur skóhljóðið, að hurðinni, tekur varlega um lásinn, ham- ingjan hjálpi henni ef hurðin er læst! Áhyggjusvipurinn á andliti hennar léttir stórum, þegar hún finnur að hurð- in er opin, og eftir örfá augnablik stend- ur Dísa aftur á breiða, fallega g'anginum. Nú fela næturskuggar hann í faðmi sín- um, og' gera hann ískyggilegan í augum Dísu. Hér er svo einmanalegt og hljótt. Iíér er eins og dauðs manns gröf. Dísa gengur eftir endilöngum gang- inum. Hún skimar í allar áttir, heldur niðri í sér andanum, heyrir sinn eigin hjartslátt, eins og smá högg, þegar drep- ið er á dyr, og loksins, loksins stendur hún hjá fordyrahurðinni, hinum megin við hurðina bíður hennar lausnin úr verstu prísundinni, sem Dísa litla hefir lent k til þessa. Henni tekst furðanlega vel að opna hurðina, hún gætir þess vandlega að láta hana ekki skellast, og á næsta vet- fangi er Dísa stödd undir heiðum sum- arhimni, og dregur að sér ilmiþrung- ið lágnættisloft sumarsins. Hljóður og hlýr andblær mynnist við rjóðan vangann á Disu litlu, eíns og hahn viti um raunir hennar og vilji votta henni samúð sína og samfagna endui’fengnu frelsi hennar. Blómin á túnunum beygja kollana, eins og börn, sem biðjast fyrir. Fugl- arnir eru flognir í hreiðrin sín, börnin

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.